Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti.
Það er vegna þess að Albert Tumenov og Hector Lombard deila 14. sætinu á nýja listanum. Gunnar er í 15. sæti eftir sem áður.
Aðeins ein breyting er á listanum í veltivigtinni. Stephen Thompson færist upp í annað sætið en Tyron Woodley fer niður í það þriðja.
Á pund fyrir pund listanum er Jon Jones enn í fyrsta sæti. Demetrious Johnson er í öðru sæti og Conor McGregor því þriðja.

