Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2016 06:00 Hin 208 cm Bernadett Határ á æfingu ungverska landsliðsins í gær. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið fær ósigrað lið Ungverja í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir hefur stimplað sig inn í landsliðið í vetur en hún er yngst í liðinu og langyngst af þeim sjö sem hafa spilað í meira en 45 mínútur í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni Evrópukeppninnar. Sandra Lind hefur hækkað stigaskor sitt með hverjum leik en hún átti líka mjög flotta innkomu í fyrsta Evrópuleik sinn úti í Ungverjalandi þar sem hún tók meðal annars níu fráköst innan um stóru stelpurnar í ungverska liðinu. „Þær eru stórar og sterkar en núna vitum við betur við hverju við eigum að búast og hvað við þurfum að gera,“ segir Sandra. Ungverjar unnu Slóvakíu með einu stigi í toppslag riðilsins á laugardag og eru eina taplausa lið íslenska riðilsins. „Vonandi verða þær bara með of mikið sjálfstraust í byrjun,“ segir Sandra Lind. „Við þurfum að gera ennþá betur í vörninni og leyfa þeim ekki að taka fráköstin. Það vantar smá sjálfstraust í sóknarleikinn okkar því við þurfum að gera þetta eins og við erum vanar. Við þurfum bara að vera tilbúnar í að taka fríu skotin. Maður verður að hafa smá trú á sér,“ segir Sandra Lind og það hefur hún sýnt í verki í fyrstu þremur leikjunum.Sandra Lind í leik með landsliðinu.Vísir/ErnirSandra Lind er ekkert að fara kljást við neinn venjulegan leikmann í kvöld því í ungverska liðinu er hin 208 sentímetra háa Bernadett Határ. Sandra fékk að reyna sig á móti henni í fyrri leiknum. „Það er mjög erfitt að dekka svona stóran leikmann. Ég var kannski að stíga hana út og þá tók hún bara frákastið fyrir ofan mig. Þær voru samt með aðra stóra sem var betri en hún,“ segir Sandra Lind en þar er hún að tala um hina frábæru Tijana Krivacevic sem skoraði 27 stig á íslenska liðið. Báðar eru þær mun stærri en Sandra Lind og það kallar á aðeins öðruvísi vörn sem Sandra er staðráðin í að nýta sér. „Þegar maður er minni þá má maður oft ýta meira í þær,“ segir Sandra létt. Andstæðingar íslenska liðsins leggja ofurkapp á að stoppa Helenu Sverrisdóttur og Sandra segir að hinar í liðinu þurfi að nýta sér það betur. Hún hefur gert það sjálf og skorað meira með hverjum leiknum. „Hin liðin eru að einbeita sér mjög mikið að Helenu og þá er maður kannski aðeins meira opin,“ segir Sandra hógvær.Határ á æfingunni í gær.Vísir/Ernir„Við ætlum okkur að sýna það að við eigum heima í þessari Evrópukeppni. Við þurfum að sýna okkur og öðrum það að við eigum alveg möguleika í þessi stóru lið og að við séum að gera eitthvað almennilegt hérna heima,“ segir Sandra Lind sem er yngst í landsliðinu en ein af þeim elstu í Keflavíkurliðinu þar sem meðalaldurinn er langt undir tvítugu. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld og má búast við því að margir vilji sjá íslensku stelpurnar reyna sig á móti þessu sterka liði sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. „Ég held að það verði líka vel mætt á morgun (í kvöld). Það er ekki á hverjum degi sem fólk fær tækifæri til að sjá svona stóra stelpu,“ segir Sandra Lind að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið fær ósigrað lið Ungverja í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir hefur stimplað sig inn í landsliðið í vetur en hún er yngst í liðinu og langyngst af þeim sjö sem hafa spilað í meira en 45 mínútur í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni Evrópukeppninnar. Sandra Lind hefur hækkað stigaskor sitt með hverjum leik en hún átti líka mjög flotta innkomu í fyrsta Evrópuleik sinn úti í Ungverjalandi þar sem hún tók meðal annars níu fráköst innan um stóru stelpurnar í ungverska liðinu. „Þær eru stórar og sterkar en núna vitum við betur við hverju við eigum að búast og hvað við þurfum að gera,“ segir Sandra. Ungverjar unnu Slóvakíu með einu stigi í toppslag riðilsins á laugardag og eru eina taplausa lið íslenska riðilsins. „Vonandi verða þær bara með of mikið sjálfstraust í byrjun,“ segir Sandra Lind. „Við þurfum að gera ennþá betur í vörninni og leyfa þeim ekki að taka fráköstin. Það vantar smá sjálfstraust í sóknarleikinn okkar því við þurfum að gera þetta eins og við erum vanar. Við þurfum bara að vera tilbúnar í að taka fríu skotin. Maður verður að hafa smá trú á sér,“ segir Sandra Lind og það hefur hún sýnt í verki í fyrstu þremur leikjunum.Sandra Lind í leik með landsliðinu.Vísir/ErnirSandra Lind er ekkert að fara kljást við neinn venjulegan leikmann í kvöld því í ungverska liðinu er hin 208 sentímetra háa Bernadett Határ. Sandra fékk að reyna sig á móti henni í fyrri leiknum. „Það er mjög erfitt að dekka svona stóran leikmann. Ég var kannski að stíga hana út og þá tók hún bara frákastið fyrir ofan mig. Þær voru samt með aðra stóra sem var betri en hún,“ segir Sandra Lind en þar er hún að tala um hina frábæru Tijana Krivacevic sem skoraði 27 stig á íslenska liðið. Báðar eru þær mun stærri en Sandra Lind og það kallar á aðeins öðruvísi vörn sem Sandra er staðráðin í að nýta sér. „Þegar maður er minni þá má maður oft ýta meira í þær,“ segir Sandra létt. Andstæðingar íslenska liðsins leggja ofurkapp á að stoppa Helenu Sverrisdóttur og Sandra segir að hinar í liðinu þurfi að nýta sér það betur. Hún hefur gert það sjálf og skorað meira með hverjum leiknum. „Hin liðin eru að einbeita sér mjög mikið að Helenu og þá er maður kannski aðeins meira opin,“ segir Sandra hógvær.Határ á æfingunni í gær.Vísir/Ernir„Við ætlum okkur að sýna það að við eigum heima í þessari Evrópukeppni. Við þurfum að sýna okkur og öðrum það að við eigum alveg möguleika í þessi stóru lið og að við séum að gera eitthvað almennilegt hérna heima,“ segir Sandra Lind sem er yngst í landsliðinu en ein af þeim elstu í Keflavíkurliðinu þar sem meðalaldurinn er langt undir tvítugu. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld og má búast við því að margir vilji sjá íslensku stelpurnar reyna sig á móti þessu sterka liði sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. „Ég held að það verði líka vel mætt á morgun (í kvöld). Það er ekki á hverjum degi sem fólk fær tækifæri til að sjá svona stóra stelpu,“ segir Sandra Lind að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira