Rannsaka mansal af krafti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Lögreglan á Suðurlandi nýtir allan kraft sinn í rannsókn á mansali á Vík. Mynd/Stöð 2 „Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. Eigandi Vonta International, sem var undirverktaki Icewear, situr nú í gæsluvarðhaldi og tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals eru í öruggu skjóli. Þær fá aðstoð og vernd í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali. Þorgrímur Óli segir ekkert nýtt hafa komið fram en lögreglunni hafi þó borist ábending sem tengist mansali. „Við höfum ekki haft tök á að skoða hana enn.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur eitt annað mansalsmál til rannsóknar sem tengist gistiheimili á Selfossi. Upphaf málsins má rekja til ársins 2014, tvær pólskar konur höfðu stöðu þolenda mansals og eru komnar úr landi. Þær nutu meðal annars aðstoðar Bárunnar stéttarfélags. Enn hefur meintur gerandi málsins ekki verið tekinn til skýrslutöku vegna anna lögreglunnar í umdæminu en það stendur til bóta að sögn Þorgríms Óla. Hann vill engar upplýsingar gefa um málið. „Við höfum lært mikið af þessu máli í Vík. Þar fengum við góða aðstoð. Við erum ekki feimin við að kalla okkur til aðstoðar sérfræðinga í þessum efnum. Þá eru verkalýðsfélögin að vinna í þessum málum og maður getur alveg búist við því að það geti eitthvað komið út úr því á næstunni.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
„Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. Eigandi Vonta International, sem var undirverktaki Icewear, situr nú í gæsluvarðhaldi og tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals eru í öruggu skjóli. Þær fá aðstoð og vernd í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali. Þorgrímur Óli segir ekkert nýtt hafa komið fram en lögreglunni hafi þó borist ábending sem tengist mansali. „Við höfum ekki haft tök á að skoða hana enn.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur eitt annað mansalsmál til rannsóknar sem tengist gistiheimili á Selfossi. Upphaf málsins má rekja til ársins 2014, tvær pólskar konur höfðu stöðu þolenda mansals og eru komnar úr landi. Þær nutu meðal annars aðstoðar Bárunnar stéttarfélags. Enn hefur meintur gerandi málsins ekki verið tekinn til skýrslutöku vegna anna lögreglunnar í umdæminu en það stendur til bóta að sögn Þorgríms Óla. Hann vill engar upplýsingar gefa um málið. „Við höfum lært mikið af þessu máli í Vík. Þar fengum við góða aðstoð. Við erum ekki feimin við að kalla okkur til aðstoðar sérfræðinga í þessum efnum. Þá eru verkalýðsfélögin að vinna í þessum málum og maður getur alveg búist við því að það geti eitthvað komið út úr því á næstunni.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50