Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2016 22:00 Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu, og mörg grundvallarorð í íslensku þekkjast ekki í öðrum norrænum tungumálum. Þetta segir einn helsti sérfræðingur landsins í sögu Kelta, Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Formæður Íslendinga ólust upp í strandhéruðum Bretlandseyja, á svæðum eins og Suðureyjum við Skotland, ef fornsögurnar eru lesnar saman með þeim niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar að meirihluti landnámskvenna, eða um 62 prósent, hafi komið frá bresku eyjunum. „Það kom okkur svolítið á óvart,“ segir Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur, sem fór fyrir rannsókninni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er gríðarlega hátt hlutfall. Og ef þú ert með svo hátt hlutfall landnámskvenna sem eru Keltar þá hlýtur það að hafa skilið eftir meiri áhrif í okkar menningu en menn hafa viljað vera láta eða séð,“ segir Þorvaldur Friðriksson. „Ef þú skoðar örnefnin, tungumálið, þjóðsögurnar, fornsögurnar, - þá sérðu þetta allsstaðar. Þetta eru æpandi staðreyndir, meira og minna,“ segir Þorvaldur. Hann nefnir að fjallaörnefni, örnefni hreppa, örnefni fljóta á Íslandi og hættulegustu eldfjalla séu meðal þeirra sem ekki verði skýrð út frá norrænu. Þá finnist mörg grundvallarorð í íslensku ekki í hinum norrænu tungumálunum. „Það eru dýranöfn, fuglanöfn, fiskanöfn. Þetta eru grundvallarorð í íslensku eins og æska, elli, heili,“ segir Þorvaldur og bætir við orðum eins og strákur og stelpa. „Sem eru ekki í skandinavískum málunum en eru úr gelískum málum.“ Í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 um keltneskar rætur er meðal annars spurt hvort upphaf islensku þjóðarinnar megi rekja til rána víkinga á breskum konum. Bretland Íslensk tunga Landnemarnir Tengdar fréttir Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu, og mörg grundvallarorð í íslensku þekkjast ekki í öðrum norrænum tungumálum. Þetta segir einn helsti sérfræðingur landsins í sögu Kelta, Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Formæður Íslendinga ólust upp í strandhéruðum Bretlandseyja, á svæðum eins og Suðureyjum við Skotland, ef fornsögurnar eru lesnar saman með þeim niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar að meirihluti landnámskvenna, eða um 62 prósent, hafi komið frá bresku eyjunum. „Það kom okkur svolítið á óvart,“ segir Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur, sem fór fyrir rannsókninni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er gríðarlega hátt hlutfall. Og ef þú ert með svo hátt hlutfall landnámskvenna sem eru Keltar þá hlýtur það að hafa skilið eftir meiri áhrif í okkar menningu en menn hafa viljað vera láta eða séð,“ segir Þorvaldur Friðriksson. „Ef þú skoðar örnefnin, tungumálið, þjóðsögurnar, fornsögurnar, - þá sérðu þetta allsstaðar. Þetta eru æpandi staðreyndir, meira og minna,“ segir Þorvaldur. Hann nefnir að fjallaörnefni, örnefni hreppa, örnefni fljóta á Íslandi og hættulegustu eldfjalla séu meðal þeirra sem ekki verði skýrð út frá norrænu. Þá finnist mörg grundvallarorð í íslensku ekki í hinum norrænu tungumálunum. „Það eru dýranöfn, fuglanöfn, fiskanöfn. Þetta eru grundvallarorð í íslensku eins og æska, elli, heili,“ segir Þorvaldur og bætir við orðum eins og strákur og stelpa. „Sem eru ekki í skandinavískum málunum en eru úr gelískum málum.“ Í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 um keltneskar rætur er meðal annars spurt hvort upphaf islensku þjóðarinnar megi rekja til rána víkinga á breskum konum.
Bretland Íslensk tunga Landnemarnir Tengdar fréttir Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30