Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2016 12:08 Mynd af vef Félags atvinnurekenda. Í nýundirrituðum búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar er ákvæði um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra muni beita sér fyrir því að breyta magntollum á mjólkur- og undanrennudufti og ostum „til sama raunverðs og gilti í júní 1995, fyrir tæpu 21 ári.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Mjólkur- og undanrennuduft er meðal annars notað til ostaframleiðslu, sælgætisframleiðslu og í ýmsum öðrum matvælaiðnaði. Eini framleiðandi þess hér á landi er Mjólkursamsalan. Samningurinn var undirritaður á föstudaginn en útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári vegna samningsins. Það nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og 2023. Alþingi á enn eftir að greiða atkvæði um samninginn.Í frétt á vef Félags atvinnurekenda segir að tímapunkturinn 1995 sé valinn vegna þess að þá tók samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), öðru nafni GATT-samningurinn, gildi á Íslandi. Fram að því hafði einfaldlega verið bannað að flytja inn ýmsar búvörur en með gildistöku samningsins var ekki lengur heimilt að banna innflutning.Ofurtollar í stað innflutningsbanns „Í stað innflutningsbannsins komu því ofurtollar, nógu háir til að engum manni dytti í hug að reyna að flytja inn viðkomandi búvörur. Jafnframt voru í samningnum ákvæði um að stjórnvöld yrðu að leyfa innflutning á takmörkuðu magni af búvörum á lægri tollum, svo að íslenskur landbúnaður fengi einhverja samkeppni.“ Ólafur útskýrir hvernig ofurtollunum er alla jafna skipt í 30% verðtoll, sem leggst ofan á innflutningsverð vörunnar, og svo magntoll, fasta krónutölu á kíló. Vegna mikillar rýrnunar íslensku krónunnar frá 1995 og tilheyrandi verðbólgu hafi magntollarnir rýrnað að raungildi. „Nú er svo komið að hagsmunaaðilar í landbúnaði hafa áhyggjur af að með áframhaldandi rýrnun krónunnar gæti einn daginn farið að borga sig að flytja inn vörur og greiða almennu tollana,“ segir Ólafur. „Þessi breyting er gerð nú til að stoppa í þetta gat sem menn óttast að gæti komið í tollmúrana.“Ólafur spyr hvers vegna neytendur fái ekki sambærilega leiðréttingu, fyrst verið sé að miða við gildistöku WTO-samningsins hér á landi. „Samkvæmt samningnum var leyft að flytja inn allt að 5% innanlandsneyslu á ýmsum búvörum og var þá miðað við neysluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Þetta neysluviðmið hefur ekkert breyst frá því WTO-samningurinn tók gildi – það er enn leyft að flytja inn 5% neyslunnar eins og hún var á þessu tímabili. Ef á að uppreikna tollverndina fyrir innlenda framleiðendur mjólkurvara, er þá ekki sanngjarnt að uppreikna líka innflutningsheimildirnar í þágu neytenda? Það myndi til dæmis þýða að leyfa yrði innflutning á tæplega 300 tonnum af ostum á lægri tollum, miðað við núverandi innanlandsneyslu, í stað rúmlega 100 tonna, sem eru miðuð við neysluna fyrir nærri 30 árum,“ segir Ólafur. Samanburð á innflutningsheimildum, miðað við neyslu í lok níunda áratugarins og í dag má sjá í töflunni hér til hliðar. Búvörusamningar Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Í nýundirrituðum búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar er ákvæði um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra muni beita sér fyrir því að breyta magntollum á mjólkur- og undanrennudufti og ostum „til sama raunverðs og gilti í júní 1995, fyrir tæpu 21 ári.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Mjólkur- og undanrennuduft er meðal annars notað til ostaframleiðslu, sælgætisframleiðslu og í ýmsum öðrum matvælaiðnaði. Eini framleiðandi þess hér á landi er Mjólkursamsalan. Samningurinn var undirritaður á föstudaginn en útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári vegna samningsins. Það nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og 2023. Alþingi á enn eftir að greiða atkvæði um samninginn.Í frétt á vef Félags atvinnurekenda segir að tímapunkturinn 1995 sé valinn vegna þess að þá tók samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), öðru nafni GATT-samningurinn, gildi á Íslandi. Fram að því hafði einfaldlega verið bannað að flytja inn ýmsar búvörur en með gildistöku samningsins var ekki lengur heimilt að banna innflutning.Ofurtollar í stað innflutningsbanns „Í stað innflutningsbannsins komu því ofurtollar, nógu háir til að engum manni dytti í hug að reyna að flytja inn viðkomandi búvörur. Jafnframt voru í samningnum ákvæði um að stjórnvöld yrðu að leyfa innflutning á takmörkuðu magni af búvörum á lægri tollum, svo að íslenskur landbúnaður fengi einhverja samkeppni.“ Ólafur útskýrir hvernig ofurtollunum er alla jafna skipt í 30% verðtoll, sem leggst ofan á innflutningsverð vörunnar, og svo magntoll, fasta krónutölu á kíló. Vegna mikillar rýrnunar íslensku krónunnar frá 1995 og tilheyrandi verðbólgu hafi magntollarnir rýrnað að raungildi. „Nú er svo komið að hagsmunaaðilar í landbúnaði hafa áhyggjur af að með áframhaldandi rýrnun krónunnar gæti einn daginn farið að borga sig að flytja inn vörur og greiða almennu tollana,“ segir Ólafur. „Þessi breyting er gerð nú til að stoppa í þetta gat sem menn óttast að gæti komið í tollmúrana.“Ólafur spyr hvers vegna neytendur fái ekki sambærilega leiðréttingu, fyrst verið sé að miða við gildistöku WTO-samningsins hér á landi. „Samkvæmt samningnum var leyft að flytja inn allt að 5% innanlandsneyslu á ýmsum búvörum og var þá miðað við neysluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Þetta neysluviðmið hefur ekkert breyst frá því WTO-samningurinn tók gildi – það er enn leyft að flytja inn 5% neyslunnar eins og hún var á þessu tímabili. Ef á að uppreikna tollverndina fyrir innlenda framleiðendur mjólkurvara, er þá ekki sanngjarnt að uppreikna líka innflutningsheimildirnar í þágu neytenda? Það myndi til dæmis þýða að leyfa yrði innflutning á tæplega 300 tonnum af ostum á lægri tollum, miðað við núverandi innanlandsneyslu, í stað rúmlega 100 tonna, sem eru miðuð við neysluna fyrir nærri 30 árum,“ segir Ólafur. Samanburð á innflutningsheimildum, miðað við neyslu í lok níunda áratugarins og í dag má sjá í töflunni hér til hliðar.
Búvörusamningar Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira