Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2016 12:08 Mynd af vef Félags atvinnurekenda. Í nýundirrituðum búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar er ákvæði um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra muni beita sér fyrir því að breyta magntollum á mjólkur- og undanrennudufti og ostum „til sama raunverðs og gilti í júní 1995, fyrir tæpu 21 ári.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Mjólkur- og undanrennuduft er meðal annars notað til ostaframleiðslu, sælgætisframleiðslu og í ýmsum öðrum matvælaiðnaði. Eini framleiðandi þess hér á landi er Mjólkursamsalan. Samningurinn var undirritaður á föstudaginn en útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári vegna samningsins. Það nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og 2023. Alþingi á enn eftir að greiða atkvæði um samninginn.Í frétt á vef Félags atvinnurekenda segir að tímapunkturinn 1995 sé valinn vegna þess að þá tók samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), öðru nafni GATT-samningurinn, gildi á Íslandi. Fram að því hafði einfaldlega verið bannað að flytja inn ýmsar búvörur en með gildistöku samningsins var ekki lengur heimilt að banna innflutning.Ofurtollar í stað innflutningsbanns „Í stað innflutningsbannsins komu því ofurtollar, nógu háir til að engum manni dytti í hug að reyna að flytja inn viðkomandi búvörur. Jafnframt voru í samningnum ákvæði um að stjórnvöld yrðu að leyfa innflutning á takmörkuðu magni af búvörum á lægri tollum, svo að íslenskur landbúnaður fengi einhverja samkeppni.“ Ólafur útskýrir hvernig ofurtollunum er alla jafna skipt í 30% verðtoll, sem leggst ofan á innflutningsverð vörunnar, og svo magntoll, fasta krónutölu á kíló. Vegna mikillar rýrnunar íslensku krónunnar frá 1995 og tilheyrandi verðbólgu hafi magntollarnir rýrnað að raungildi. „Nú er svo komið að hagsmunaaðilar í landbúnaði hafa áhyggjur af að með áframhaldandi rýrnun krónunnar gæti einn daginn farið að borga sig að flytja inn vörur og greiða almennu tollana,“ segir Ólafur. „Þessi breyting er gerð nú til að stoppa í þetta gat sem menn óttast að gæti komið í tollmúrana.“Ólafur spyr hvers vegna neytendur fái ekki sambærilega leiðréttingu, fyrst verið sé að miða við gildistöku WTO-samningsins hér á landi. „Samkvæmt samningnum var leyft að flytja inn allt að 5% innanlandsneyslu á ýmsum búvörum og var þá miðað við neysluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Þetta neysluviðmið hefur ekkert breyst frá því WTO-samningurinn tók gildi – það er enn leyft að flytja inn 5% neyslunnar eins og hún var á þessu tímabili. Ef á að uppreikna tollverndina fyrir innlenda framleiðendur mjólkurvara, er þá ekki sanngjarnt að uppreikna líka innflutningsheimildirnar í þágu neytenda? Það myndi til dæmis þýða að leyfa yrði innflutning á tæplega 300 tonnum af ostum á lægri tollum, miðað við núverandi innanlandsneyslu, í stað rúmlega 100 tonna, sem eru miðuð við neysluna fyrir nærri 30 árum,“ segir Ólafur. Samanburð á innflutningsheimildum, miðað við neyslu í lok níunda áratugarins og í dag má sjá í töflunni hér til hliðar. Búvörusamningar Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Í nýundirrituðum búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar er ákvæði um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra muni beita sér fyrir því að breyta magntollum á mjólkur- og undanrennudufti og ostum „til sama raunverðs og gilti í júní 1995, fyrir tæpu 21 ári.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Mjólkur- og undanrennuduft er meðal annars notað til ostaframleiðslu, sælgætisframleiðslu og í ýmsum öðrum matvælaiðnaði. Eini framleiðandi þess hér á landi er Mjólkursamsalan. Samningurinn var undirritaður á föstudaginn en útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári vegna samningsins. Það nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og 2023. Alþingi á enn eftir að greiða atkvæði um samninginn.Í frétt á vef Félags atvinnurekenda segir að tímapunkturinn 1995 sé valinn vegna þess að þá tók samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), öðru nafni GATT-samningurinn, gildi á Íslandi. Fram að því hafði einfaldlega verið bannað að flytja inn ýmsar búvörur en með gildistöku samningsins var ekki lengur heimilt að banna innflutning.Ofurtollar í stað innflutningsbanns „Í stað innflutningsbannsins komu því ofurtollar, nógu háir til að engum manni dytti í hug að reyna að flytja inn viðkomandi búvörur. Jafnframt voru í samningnum ákvæði um að stjórnvöld yrðu að leyfa innflutning á takmörkuðu magni af búvörum á lægri tollum, svo að íslenskur landbúnaður fengi einhverja samkeppni.“ Ólafur útskýrir hvernig ofurtollunum er alla jafna skipt í 30% verðtoll, sem leggst ofan á innflutningsverð vörunnar, og svo magntoll, fasta krónutölu á kíló. Vegna mikillar rýrnunar íslensku krónunnar frá 1995 og tilheyrandi verðbólgu hafi magntollarnir rýrnað að raungildi. „Nú er svo komið að hagsmunaaðilar í landbúnaði hafa áhyggjur af að með áframhaldandi rýrnun krónunnar gæti einn daginn farið að borga sig að flytja inn vörur og greiða almennu tollana,“ segir Ólafur. „Þessi breyting er gerð nú til að stoppa í þetta gat sem menn óttast að gæti komið í tollmúrana.“Ólafur spyr hvers vegna neytendur fái ekki sambærilega leiðréttingu, fyrst verið sé að miða við gildistöku WTO-samningsins hér á landi. „Samkvæmt samningnum var leyft að flytja inn allt að 5% innanlandsneyslu á ýmsum búvörum og var þá miðað við neysluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Þetta neysluviðmið hefur ekkert breyst frá því WTO-samningurinn tók gildi – það er enn leyft að flytja inn 5% neyslunnar eins og hún var á þessu tímabili. Ef á að uppreikna tollverndina fyrir innlenda framleiðendur mjólkurvara, er þá ekki sanngjarnt að uppreikna líka innflutningsheimildirnar í þágu neytenda? Það myndi til dæmis þýða að leyfa yrði innflutning á tæplega 300 tonnum af ostum á lægri tollum, miðað við núverandi innanlandsneyslu, í stað rúmlega 100 tonna, sem eru miðuð við neysluna fyrir nærri 30 árum,“ segir Ólafur. Samanburð á innflutningsheimildum, miðað við neyslu í lok níunda áratugarins og í dag má sjá í töflunni hér til hliðar.
Búvörusamningar Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent