Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 26-26 | Háspenna á Ásvöllum Ingvi Þór Sæmundsson á Ásvöllum skrifar 9. mars 2016 22:00 Heimir Óli skoraði fimm mörk fyrir Hauka. Vísir/Ernir Haukar og FH skildu jöfn, 26-26, þegar liðin mættust í Hafnarfjarðarslag í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru sterkari aðilinn lengst af en Haukar unnu á eftir því sem leið á leikinn og voru komnir í kjörstöðu til að vinna leikinn, marki yfir, 26-25, þegar tæp hálf mínúta var eftir. En hinn 16 ára Gísli Þorgeir Kristjánsson fiskaði víti á lokasekúndunum sem Einar Rafn Eiðsson skoraði úr og tryggði FH-ingum annað stigið. Haukar eru enn á toppi deildarinnar, nú með 39 stig, sjö stigum meira en Valur sem er í 2. sæti. FH situr áfram í 7. sætinu en nú með 21 stig. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en samt leiddu Haukar að honum loknum, 10-9. Bæði lið voru róleg framan af og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir sex mínútna leik og fyrsta markið úr opnum leik ekki fyrr en eftir 10 mínútur. Markverðirnir, Giedrius Morkunas og Ágúst Elí Björgvinsson, voru hins vegar í miklum ham og vörðu báðir 11 skot í fyrri hálfleiknum. FH-ingar náðu fljótlega góðum tökum á leiknum og náðu í tvígang þriggja marka forystu. Sóknarleikur Hauka var mjög slakur en lykilmenn á borð við Adam Hauk Baumruk og Janus Daða Smárason fundu sig engan veginn. Sóknarleikur FH var engin snilld en þeir voru skynsamir og tóku sér góðan tíma í allar aðgerðir. Gísli Þorgeir stjórnaði leik FH allan tímann og stóð sig vel. Það er margt auðveldara en að vera 16 ára og stýra sóknarleik í 60 mínútur á móti Íslandsmeisturunum en strákurinn leysti það vel, skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú víti. Hægri vængurinn hjá FH var sterkur en þeir Einar Rafn Eiðsson og Halldór Ingi Jónasson skoruðu sex af níu mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Ekkert mark kom hins vegar af vinstri vængnum í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir slaka spilamennsku héldu Haukar alltaf haus og þeir unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 5-1 og fóru með eins marks forystu, 10-9, til búningsherbergja. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur og náðu mest fimm marka forystu, 11-16. Ásbjörn hrökk loksins í gang en hann skoraði fjögur af fyrstu átta mörkum gestanna í seinni hálfleik. FH-ingar höfðu góð tök á leiknum og þegar 14 mínútur voru til leiksloka leiddu þeir með fjórum mörkum, 15-19. En þá vöknuðu Haukar, eða öllu heldur Janus Daði, til lífsins. Selfyssingurinn var ólíkur sjálfum sér lengi framan af leik en hann var magnaður á lokamínútunum. Janus skoraði öll sín fimm mörk á síðustu 10 mínútum leiksins og átti beinan þátt í níu af síðustu 11 mörkum Hauka sem skoruðu að vild gegn þreyttri vörn FH á lokakaflanum. Meistararnir skoruðu átta mörk á síðustu 10 mínútum leiksins en FH-ingar sýndu styrk og náðu að landa öðru stiginu. Lokatölur 26-26 í hörkuleik. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði Hauka með átta mörk en Janus Daði og Heimir Óli Heimisson komu næstir með fimm mörk hvor. Giedrius varði 17 skot (40%), þar af 11 í fyrri hálfleik. Einar Rafn skoraði sjö mörk fyrir FH, þ.á.m. jöfnunarmarkið mikilvæga. Ásbjörn gerði fimm mörk, öll í seinni hálfleik, og þeir Gísli Þorgeir, Halldór Ingi og Ágúst Birgisson þrjú hver. Ágúst Elí varði 19 bolta í markinu.Janus Daði: Þetta er ástæðan fyrir því að við erum í þessu "Það er grátlegt að ná ekki að klára þetta," sagði Janus Daði Smárason, leikmaður Hauka, eftir jafntefli við FH í kvöld. Haukarnir voru í vandræðum lengi vel en leiddu með einu marki, 26-25, þegar tæp hálf mínúta var eftir. FH-ingum tókst hins vegar að jafna og tryggja sér annað stigið. "Þetta var hörkuleikur. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum í þessu, til að fá svona alvöru leiki. Við erum rosalega svekktir að ná ekki að klára þetta fyrir framan okkar áhorfendur," sagði Janus en hvað fannst honum um spilamennsku Hauka í kvöld? "Varnarleikurinn var á köflum mjög góður. Í fyrri hálfleik var hann nánast óaðfinnanlegur. Þeir ná reyndar að troða boltanum nokkrum sinnum inn á línu en annars var ekkert út á varnarleikinn að setja. "Í sókninni vorum við of hægir og staðir til að byrja með og það vantaði smá kraft í fæturnar á okkur." Þrátt fyrir jafnteflið eru Haukar með gott forskot á toppi deildarinnar þar sem þeir ætla að vera að sögn Janusar. "Það eru fjórir leikir eftir, við lærum af þessu og mætum klárir í næsta leik," sagði Janus að lokum.Halldór: Aldur skiptir ekki máli Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var sáttur með að fá allavega annað stigið gegn Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. "Þetta er klárlega stig unnið þegar maður á víti á síðustu sekúndunni," sagði Halldór og vitnaði til vítakastsins sem Einar Rafn Eiðsson jafnaði metin úr eftir að leiktíminn var runninn út. "Við vorum dálítið óheppnir síðustu mínúturnar og kannski óskynsamir. En heilt yfir var ég ánægður, sérstaklega með varnarleikinn í fyrri hálfleik. Hann var frábær. "Ég hefði alveg þegið bæði stigin úr þessum leik en stigið er okkur mikilvægara en Haukum." Vörn FH var sterk framan af leik en gaf eftir á lokakaflanum þar sem Haukarnir áttu alltaf auðveldara með að skora. Spilaði þreyta þar inn í að mati Halldórs? "Við erum búnir að vera með menn í veikindum og þeir hafa lítið getað æft. Það getur verið. Þegar það er vika á milli leikja höfum við reynt að spila á sama liðinu," sagði Halldór. Hinn 16 ára Gísli Þorgeir Kristjánsson var í stóru hlutverki hjá FH annan leikinn í röð og stóð sig með miklum sóma. Halldór er að vonum ánægður með frammistöðu stráksins sem fiskaði m.a. vítið sem FH jafnaði metin úr. "Hann hefur staðið sig mjög vel og aldur skiptir ekki máli ef hann er góður. Hann hefur líka líkamlega burði og er búinn að standa sig vel eins og margir aðrir. Þetta var liðsheildarvinna en hann gerði mjög vel þegar hann náði í vítið undir lokin," sagði Halldór að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Haukar og FH skildu jöfn, 26-26, þegar liðin mættust í Hafnarfjarðarslag í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru sterkari aðilinn lengst af en Haukar unnu á eftir því sem leið á leikinn og voru komnir í kjörstöðu til að vinna leikinn, marki yfir, 26-25, þegar tæp hálf mínúta var eftir. En hinn 16 ára Gísli Þorgeir Kristjánsson fiskaði víti á lokasekúndunum sem Einar Rafn Eiðsson skoraði úr og tryggði FH-ingum annað stigið. Haukar eru enn á toppi deildarinnar, nú með 39 stig, sjö stigum meira en Valur sem er í 2. sæti. FH situr áfram í 7. sætinu en nú með 21 stig. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en samt leiddu Haukar að honum loknum, 10-9. Bæði lið voru róleg framan af og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir sex mínútna leik og fyrsta markið úr opnum leik ekki fyrr en eftir 10 mínútur. Markverðirnir, Giedrius Morkunas og Ágúst Elí Björgvinsson, voru hins vegar í miklum ham og vörðu báðir 11 skot í fyrri hálfleiknum. FH-ingar náðu fljótlega góðum tökum á leiknum og náðu í tvígang þriggja marka forystu. Sóknarleikur Hauka var mjög slakur en lykilmenn á borð við Adam Hauk Baumruk og Janus Daða Smárason fundu sig engan veginn. Sóknarleikur FH var engin snilld en þeir voru skynsamir og tóku sér góðan tíma í allar aðgerðir. Gísli Þorgeir stjórnaði leik FH allan tímann og stóð sig vel. Það er margt auðveldara en að vera 16 ára og stýra sóknarleik í 60 mínútur á móti Íslandsmeisturunum en strákurinn leysti það vel, skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú víti. Hægri vængurinn hjá FH var sterkur en þeir Einar Rafn Eiðsson og Halldór Ingi Jónasson skoruðu sex af níu mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Ekkert mark kom hins vegar af vinstri vængnum í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir slaka spilamennsku héldu Haukar alltaf haus og þeir unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 5-1 og fóru með eins marks forystu, 10-9, til búningsherbergja. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur og náðu mest fimm marka forystu, 11-16. Ásbjörn hrökk loksins í gang en hann skoraði fjögur af fyrstu átta mörkum gestanna í seinni hálfleik. FH-ingar höfðu góð tök á leiknum og þegar 14 mínútur voru til leiksloka leiddu þeir með fjórum mörkum, 15-19. En þá vöknuðu Haukar, eða öllu heldur Janus Daði, til lífsins. Selfyssingurinn var ólíkur sjálfum sér lengi framan af leik en hann var magnaður á lokamínútunum. Janus skoraði öll sín fimm mörk á síðustu 10 mínútum leiksins og átti beinan þátt í níu af síðustu 11 mörkum Hauka sem skoruðu að vild gegn þreyttri vörn FH á lokakaflanum. Meistararnir skoruðu átta mörk á síðustu 10 mínútum leiksins en FH-ingar sýndu styrk og náðu að landa öðru stiginu. Lokatölur 26-26 í hörkuleik. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði Hauka með átta mörk en Janus Daði og Heimir Óli Heimisson komu næstir með fimm mörk hvor. Giedrius varði 17 skot (40%), þar af 11 í fyrri hálfleik. Einar Rafn skoraði sjö mörk fyrir FH, þ.á.m. jöfnunarmarkið mikilvæga. Ásbjörn gerði fimm mörk, öll í seinni hálfleik, og þeir Gísli Þorgeir, Halldór Ingi og Ágúst Birgisson þrjú hver. Ágúst Elí varði 19 bolta í markinu.Janus Daði: Þetta er ástæðan fyrir því að við erum í þessu "Það er grátlegt að ná ekki að klára þetta," sagði Janus Daði Smárason, leikmaður Hauka, eftir jafntefli við FH í kvöld. Haukarnir voru í vandræðum lengi vel en leiddu með einu marki, 26-25, þegar tæp hálf mínúta var eftir. FH-ingum tókst hins vegar að jafna og tryggja sér annað stigið. "Þetta var hörkuleikur. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum í þessu, til að fá svona alvöru leiki. Við erum rosalega svekktir að ná ekki að klára þetta fyrir framan okkar áhorfendur," sagði Janus en hvað fannst honum um spilamennsku Hauka í kvöld? "Varnarleikurinn var á köflum mjög góður. Í fyrri hálfleik var hann nánast óaðfinnanlegur. Þeir ná reyndar að troða boltanum nokkrum sinnum inn á línu en annars var ekkert út á varnarleikinn að setja. "Í sókninni vorum við of hægir og staðir til að byrja með og það vantaði smá kraft í fæturnar á okkur." Þrátt fyrir jafnteflið eru Haukar með gott forskot á toppi deildarinnar þar sem þeir ætla að vera að sögn Janusar. "Það eru fjórir leikir eftir, við lærum af þessu og mætum klárir í næsta leik," sagði Janus að lokum.Halldór: Aldur skiptir ekki máli Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var sáttur með að fá allavega annað stigið gegn Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. "Þetta er klárlega stig unnið þegar maður á víti á síðustu sekúndunni," sagði Halldór og vitnaði til vítakastsins sem Einar Rafn Eiðsson jafnaði metin úr eftir að leiktíminn var runninn út. "Við vorum dálítið óheppnir síðustu mínúturnar og kannski óskynsamir. En heilt yfir var ég ánægður, sérstaklega með varnarleikinn í fyrri hálfleik. Hann var frábær. "Ég hefði alveg þegið bæði stigin úr þessum leik en stigið er okkur mikilvægara en Haukum." Vörn FH var sterk framan af leik en gaf eftir á lokakaflanum þar sem Haukarnir áttu alltaf auðveldara með að skora. Spilaði þreyta þar inn í að mati Halldórs? "Við erum búnir að vera með menn í veikindum og þeir hafa lítið getað æft. Það getur verið. Þegar það er vika á milli leikja höfum við reynt að spila á sama liðinu," sagði Halldór. Hinn 16 ára Gísli Þorgeir Kristjánsson var í stóru hlutverki hjá FH annan leikinn í röð og stóð sig með miklum sóma. Halldór er að vonum ánægður með frammistöðu stráksins sem fiskaði m.a. vítið sem FH jafnaði metin úr. "Hann hefur staðið sig mjög vel og aldur skiptir ekki máli ef hann er góður. Hann hefur líka líkamlega burði og er búinn að standa sig vel eins og margir aðrir. Þetta var liðsheildarvinna en hann gerði mjög vel þegar hann náði í vítið undir lokin," sagði Halldór að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira