Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 26-26 | Háspenna á Ásvöllum Ingvi Þór Sæmundsson á Ásvöllum skrifar 9. mars 2016 22:00 Heimir Óli skoraði fimm mörk fyrir Hauka. Vísir/Ernir Haukar og FH skildu jöfn, 26-26, þegar liðin mættust í Hafnarfjarðarslag í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru sterkari aðilinn lengst af en Haukar unnu á eftir því sem leið á leikinn og voru komnir í kjörstöðu til að vinna leikinn, marki yfir, 26-25, þegar tæp hálf mínúta var eftir. En hinn 16 ára Gísli Þorgeir Kristjánsson fiskaði víti á lokasekúndunum sem Einar Rafn Eiðsson skoraði úr og tryggði FH-ingum annað stigið. Haukar eru enn á toppi deildarinnar, nú með 39 stig, sjö stigum meira en Valur sem er í 2. sæti. FH situr áfram í 7. sætinu en nú með 21 stig. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en samt leiddu Haukar að honum loknum, 10-9. Bæði lið voru róleg framan af og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir sex mínútna leik og fyrsta markið úr opnum leik ekki fyrr en eftir 10 mínútur. Markverðirnir, Giedrius Morkunas og Ágúst Elí Björgvinsson, voru hins vegar í miklum ham og vörðu báðir 11 skot í fyrri hálfleiknum. FH-ingar náðu fljótlega góðum tökum á leiknum og náðu í tvígang þriggja marka forystu. Sóknarleikur Hauka var mjög slakur en lykilmenn á borð við Adam Hauk Baumruk og Janus Daða Smárason fundu sig engan veginn. Sóknarleikur FH var engin snilld en þeir voru skynsamir og tóku sér góðan tíma í allar aðgerðir. Gísli Þorgeir stjórnaði leik FH allan tímann og stóð sig vel. Það er margt auðveldara en að vera 16 ára og stýra sóknarleik í 60 mínútur á móti Íslandsmeisturunum en strákurinn leysti það vel, skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú víti. Hægri vængurinn hjá FH var sterkur en þeir Einar Rafn Eiðsson og Halldór Ingi Jónasson skoruðu sex af níu mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Ekkert mark kom hins vegar af vinstri vængnum í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir slaka spilamennsku héldu Haukar alltaf haus og þeir unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 5-1 og fóru með eins marks forystu, 10-9, til búningsherbergja. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur og náðu mest fimm marka forystu, 11-16. Ásbjörn hrökk loksins í gang en hann skoraði fjögur af fyrstu átta mörkum gestanna í seinni hálfleik. FH-ingar höfðu góð tök á leiknum og þegar 14 mínútur voru til leiksloka leiddu þeir með fjórum mörkum, 15-19. En þá vöknuðu Haukar, eða öllu heldur Janus Daði, til lífsins. Selfyssingurinn var ólíkur sjálfum sér lengi framan af leik en hann var magnaður á lokamínútunum. Janus skoraði öll sín fimm mörk á síðustu 10 mínútum leiksins og átti beinan þátt í níu af síðustu 11 mörkum Hauka sem skoruðu að vild gegn þreyttri vörn FH á lokakaflanum. Meistararnir skoruðu átta mörk á síðustu 10 mínútum leiksins en FH-ingar sýndu styrk og náðu að landa öðru stiginu. Lokatölur 26-26 í hörkuleik. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði Hauka með átta mörk en Janus Daði og Heimir Óli Heimisson komu næstir með fimm mörk hvor. Giedrius varði 17 skot (40%), þar af 11 í fyrri hálfleik. Einar Rafn skoraði sjö mörk fyrir FH, þ.á.m. jöfnunarmarkið mikilvæga. Ásbjörn gerði fimm mörk, öll í seinni hálfleik, og þeir Gísli Þorgeir, Halldór Ingi og Ágúst Birgisson þrjú hver. Ágúst Elí varði 19 bolta í markinu.Janus Daði: Þetta er ástæðan fyrir því að við erum í þessu "Það er grátlegt að ná ekki að klára þetta," sagði Janus Daði Smárason, leikmaður Hauka, eftir jafntefli við FH í kvöld. Haukarnir voru í vandræðum lengi vel en leiddu með einu marki, 26-25, þegar tæp hálf mínúta var eftir. FH-ingum tókst hins vegar að jafna og tryggja sér annað stigið. "Þetta var hörkuleikur. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum í þessu, til að fá svona alvöru leiki. Við erum rosalega svekktir að ná ekki að klára þetta fyrir framan okkar áhorfendur," sagði Janus en hvað fannst honum um spilamennsku Hauka í kvöld? "Varnarleikurinn var á köflum mjög góður. Í fyrri hálfleik var hann nánast óaðfinnanlegur. Þeir ná reyndar að troða boltanum nokkrum sinnum inn á línu en annars var ekkert út á varnarleikinn að setja. "Í sókninni vorum við of hægir og staðir til að byrja með og það vantaði smá kraft í fæturnar á okkur." Þrátt fyrir jafnteflið eru Haukar með gott forskot á toppi deildarinnar þar sem þeir ætla að vera að sögn Janusar. "Það eru fjórir leikir eftir, við lærum af þessu og mætum klárir í næsta leik," sagði Janus að lokum.Halldór: Aldur skiptir ekki máli Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var sáttur með að fá allavega annað stigið gegn Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. "Þetta er klárlega stig unnið þegar maður á víti á síðustu sekúndunni," sagði Halldór og vitnaði til vítakastsins sem Einar Rafn Eiðsson jafnaði metin úr eftir að leiktíminn var runninn út. "Við vorum dálítið óheppnir síðustu mínúturnar og kannski óskynsamir. En heilt yfir var ég ánægður, sérstaklega með varnarleikinn í fyrri hálfleik. Hann var frábær. "Ég hefði alveg þegið bæði stigin úr þessum leik en stigið er okkur mikilvægara en Haukum." Vörn FH var sterk framan af leik en gaf eftir á lokakaflanum þar sem Haukarnir áttu alltaf auðveldara með að skora. Spilaði þreyta þar inn í að mati Halldórs? "Við erum búnir að vera með menn í veikindum og þeir hafa lítið getað æft. Það getur verið. Þegar það er vika á milli leikja höfum við reynt að spila á sama liðinu," sagði Halldór. Hinn 16 ára Gísli Þorgeir Kristjánsson var í stóru hlutverki hjá FH annan leikinn í röð og stóð sig með miklum sóma. Halldór er að vonum ánægður með frammistöðu stráksins sem fiskaði m.a. vítið sem FH jafnaði metin úr. "Hann hefur staðið sig mjög vel og aldur skiptir ekki máli ef hann er góður. Hann hefur líka líkamlega burði og er búinn að standa sig vel eins og margir aðrir. Þetta var liðsheildarvinna en hann gerði mjög vel þegar hann náði í vítið undir lokin," sagði Halldór að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Haukar og FH skildu jöfn, 26-26, þegar liðin mættust í Hafnarfjarðarslag í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru sterkari aðilinn lengst af en Haukar unnu á eftir því sem leið á leikinn og voru komnir í kjörstöðu til að vinna leikinn, marki yfir, 26-25, þegar tæp hálf mínúta var eftir. En hinn 16 ára Gísli Þorgeir Kristjánsson fiskaði víti á lokasekúndunum sem Einar Rafn Eiðsson skoraði úr og tryggði FH-ingum annað stigið. Haukar eru enn á toppi deildarinnar, nú með 39 stig, sjö stigum meira en Valur sem er í 2. sæti. FH situr áfram í 7. sætinu en nú með 21 stig. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en samt leiddu Haukar að honum loknum, 10-9. Bæði lið voru róleg framan af og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir sex mínútna leik og fyrsta markið úr opnum leik ekki fyrr en eftir 10 mínútur. Markverðirnir, Giedrius Morkunas og Ágúst Elí Björgvinsson, voru hins vegar í miklum ham og vörðu báðir 11 skot í fyrri hálfleiknum. FH-ingar náðu fljótlega góðum tökum á leiknum og náðu í tvígang þriggja marka forystu. Sóknarleikur Hauka var mjög slakur en lykilmenn á borð við Adam Hauk Baumruk og Janus Daða Smárason fundu sig engan veginn. Sóknarleikur FH var engin snilld en þeir voru skynsamir og tóku sér góðan tíma í allar aðgerðir. Gísli Þorgeir stjórnaði leik FH allan tímann og stóð sig vel. Það er margt auðveldara en að vera 16 ára og stýra sóknarleik í 60 mínútur á móti Íslandsmeisturunum en strákurinn leysti það vel, skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú víti. Hægri vængurinn hjá FH var sterkur en þeir Einar Rafn Eiðsson og Halldór Ingi Jónasson skoruðu sex af níu mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Ekkert mark kom hins vegar af vinstri vængnum í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir slaka spilamennsku héldu Haukar alltaf haus og þeir unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 5-1 og fóru með eins marks forystu, 10-9, til búningsherbergja. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur og náðu mest fimm marka forystu, 11-16. Ásbjörn hrökk loksins í gang en hann skoraði fjögur af fyrstu átta mörkum gestanna í seinni hálfleik. FH-ingar höfðu góð tök á leiknum og þegar 14 mínútur voru til leiksloka leiddu þeir með fjórum mörkum, 15-19. En þá vöknuðu Haukar, eða öllu heldur Janus Daði, til lífsins. Selfyssingurinn var ólíkur sjálfum sér lengi framan af leik en hann var magnaður á lokamínútunum. Janus skoraði öll sín fimm mörk á síðustu 10 mínútum leiksins og átti beinan þátt í níu af síðustu 11 mörkum Hauka sem skoruðu að vild gegn þreyttri vörn FH á lokakaflanum. Meistararnir skoruðu átta mörk á síðustu 10 mínútum leiksins en FH-ingar sýndu styrk og náðu að landa öðru stiginu. Lokatölur 26-26 í hörkuleik. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði Hauka með átta mörk en Janus Daði og Heimir Óli Heimisson komu næstir með fimm mörk hvor. Giedrius varði 17 skot (40%), þar af 11 í fyrri hálfleik. Einar Rafn skoraði sjö mörk fyrir FH, þ.á.m. jöfnunarmarkið mikilvæga. Ásbjörn gerði fimm mörk, öll í seinni hálfleik, og þeir Gísli Þorgeir, Halldór Ingi og Ágúst Birgisson þrjú hver. Ágúst Elí varði 19 bolta í markinu.Janus Daði: Þetta er ástæðan fyrir því að við erum í þessu "Það er grátlegt að ná ekki að klára þetta," sagði Janus Daði Smárason, leikmaður Hauka, eftir jafntefli við FH í kvöld. Haukarnir voru í vandræðum lengi vel en leiddu með einu marki, 26-25, þegar tæp hálf mínúta var eftir. FH-ingum tókst hins vegar að jafna og tryggja sér annað stigið. "Þetta var hörkuleikur. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum í þessu, til að fá svona alvöru leiki. Við erum rosalega svekktir að ná ekki að klára þetta fyrir framan okkar áhorfendur," sagði Janus en hvað fannst honum um spilamennsku Hauka í kvöld? "Varnarleikurinn var á köflum mjög góður. Í fyrri hálfleik var hann nánast óaðfinnanlegur. Þeir ná reyndar að troða boltanum nokkrum sinnum inn á línu en annars var ekkert út á varnarleikinn að setja. "Í sókninni vorum við of hægir og staðir til að byrja með og það vantaði smá kraft í fæturnar á okkur." Þrátt fyrir jafnteflið eru Haukar með gott forskot á toppi deildarinnar þar sem þeir ætla að vera að sögn Janusar. "Það eru fjórir leikir eftir, við lærum af þessu og mætum klárir í næsta leik," sagði Janus að lokum.Halldór: Aldur skiptir ekki máli Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var sáttur með að fá allavega annað stigið gegn Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. "Þetta er klárlega stig unnið þegar maður á víti á síðustu sekúndunni," sagði Halldór og vitnaði til vítakastsins sem Einar Rafn Eiðsson jafnaði metin úr eftir að leiktíminn var runninn út. "Við vorum dálítið óheppnir síðustu mínúturnar og kannski óskynsamir. En heilt yfir var ég ánægður, sérstaklega með varnarleikinn í fyrri hálfleik. Hann var frábær. "Ég hefði alveg þegið bæði stigin úr þessum leik en stigið er okkur mikilvægara en Haukum." Vörn FH var sterk framan af leik en gaf eftir á lokakaflanum þar sem Haukarnir áttu alltaf auðveldara með að skora. Spilaði þreyta þar inn í að mati Halldórs? "Við erum búnir að vera með menn í veikindum og þeir hafa lítið getað æft. Það getur verið. Þegar það er vika á milli leikja höfum við reynt að spila á sama liðinu," sagði Halldór. Hinn 16 ára Gísli Þorgeir Kristjánsson var í stóru hlutverki hjá FH annan leikinn í röð og stóð sig með miklum sóma. Halldór er að vonum ánægður með frammistöðu stráksins sem fiskaði m.a. vítið sem FH jafnaði metin úr. "Hann hefur staðið sig mjög vel og aldur skiptir ekki máli ef hann er góður. Hann hefur líka líkamlega burði og er búinn að standa sig vel eins og margir aðrir. Þetta var liðsheildarvinna en hann gerði mjög vel þegar hann náði í vítið undir lokin," sagði Halldór að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira