Það vakti heimsathygli í gær þegar tenniskonan Maria Sharapova tilkynnti að hún hefði fallið á lyfjaprófi.
Hún sagðist hafa gert þau mistök að smella ekki á hlekk með lista yfir þau lyf sem færu á bannlista um áramótin. Á listanum var lyf sem hún hefur notað í tíu ár og heitir Meldonium.
„Þetta lyf er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ segir Birgir Sverrisson hjá Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ en átti Sharapova að vita betur?
Sjá einnig: Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð
„Það er erfitt að segja en málið er að hún ber ábyrgð á því. Íþróttamanninum ber að fylgjast með því að hann sé að taka inn lögleg lyf.“
Sharapova sagðist hafa tekið þetta lyf i tíu ár sem er áhugavert fyrir þær sakir að lyfið er bannað í Bandaríkjunum.
„Þetta tiltekna lyf er aðeins framleitt í Lettlandi og aðallega notað í Austur-Evrópu. Það er bannað í Bandaríkjunum þar sem hún býr. Hugsanlega hefði hún átt að vita betur,“ segir Birgir og bætir við að fjórir til fimm hafi fallið í ár vegna notkunar á þessu lyfi.
Sjá má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Birgi í heild sinni hér að ofan.
Sharapova átti hugsanlega að vita betur
Tengdar fréttir

Telur að Sharapova muni spila í Ríó
Yfirmaður rússneska tennissambandsins segir að yfirvofandi bann Mariu Sharapova sé bull.

Fallið hátt fyrir Sharapovu sem er tekjuhæst allra íþróttakvenna
Rússneska tennisdrottningin nú þegar búin að missa risastóran styrktaraðila.

Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband
Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi.