Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2016 13:30 Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, stýrði liðinu gegn Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar þegar það tapaði, 85-79, gegn sjóðheitu liði Hauka á heimavelli í gærkvöldi. Friðrik Ingi var frá vegna veikinda. Njarðvíkingar eiga erfitt uppdráttar þessa dagana enda tveir lang bestu leikmenn liðsins; Haukur Helgi Pálsson og Logi Gunnarsson, frá vegna meiðsla. Haukarnir náðu mest 24 stiga forskoti í seinni hálfleik en þegar munurinn var fimmtán stig, 75-60, tók Teitur Örlygsson leikhlé sem vakti mikla athygli. „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa. Þetta er spurning um hvernig við ætlum að vinna og hvernig við ætlum að tapa. Við ætlum að bera þetta inn í úrslitakeppnina. Munið að við eigum bara eftir að styrkjast. Við verðum bara betri og betri og betri,“ sagði Teitur við sína menn. Ljónin tóku herforingjann sinn á orðinu og sóttu hart að Haukum næstu mínútur. Þegar Njarðvík minnkaði muninn í níu stig, 79-70, tóku Haukar leikhlé og þá sagði Teitur meðal annars við sína menn: „Munið hvað ég sagði: Mér er skítsama hvort við vinnum eða töpum þessum leik. Þetta er það sem ég vill sjá. Þetta er það sem við ætlum að gera næstu vikur, strákar. Gerum þetta að vana.“ Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær voru eðlilega heillaðir af þessum leikhléum og hvernig Teitur virkjaði unga leikmenn Njarðvíkur til að gefa frábæru liði Hauka alvöru leik. „Það er eitt sem grípur mig strax og er ólíkt öðrum íslenskum leikhléum. Það er þögn í kringum hann. Það eru allir að hlusta á hvað Teitur Örlygsson er að segja,“ sagði Kjartan Atli sem lék á sínum ferli sem leikmaður undir stjórn Teits hjá Stjörnuni. „Þú ert með leikmann sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari. Þetta er algjör sigurvegari. Það er eins gott að mennirnir á bekknum hlusti,“ sagði Fannar Ólafsson. „Teitur er fremstur íslenskra þjálfara í leik (e. in game coach). Hann kann að hvetja lið áfram á erfiðum og auðveldum stundum.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, stýrði liðinu gegn Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar þegar það tapaði, 85-79, gegn sjóðheitu liði Hauka á heimavelli í gærkvöldi. Friðrik Ingi var frá vegna veikinda. Njarðvíkingar eiga erfitt uppdráttar þessa dagana enda tveir lang bestu leikmenn liðsins; Haukur Helgi Pálsson og Logi Gunnarsson, frá vegna meiðsla. Haukarnir náðu mest 24 stiga forskoti í seinni hálfleik en þegar munurinn var fimmtán stig, 75-60, tók Teitur Örlygsson leikhlé sem vakti mikla athygli. „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa. Þetta er spurning um hvernig við ætlum að vinna og hvernig við ætlum að tapa. Við ætlum að bera þetta inn í úrslitakeppnina. Munið að við eigum bara eftir að styrkjast. Við verðum bara betri og betri og betri,“ sagði Teitur við sína menn. Ljónin tóku herforingjann sinn á orðinu og sóttu hart að Haukum næstu mínútur. Þegar Njarðvík minnkaði muninn í níu stig, 79-70, tóku Haukar leikhlé og þá sagði Teitur meðal annars við sína menn: „Munið hvað ég sagði: Mér er skítsama hvort við vinnum eða töpum þessum leik. Þetta er það sem ég vill sjá. Þetta er það sem við ætlum að gera næstu vikur, strákar. Gerum þetta að vana.“ Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær voru eðlilega heillaðir af þessum leikhléum og hvernig Teitur virkjaði unga leikmenn Njarðvíkur til að gefa frábæru liði Hauka alvöru leik. „Það er eitt sem grípur mig strax og er ólíkt öðrum íslenskum leikhléum. Það er þögn í kringum hann. Það eru allir að hlusta á hvað Teitur Örlygsson er að segja,“ sagði Kjartan Atli sem lék á sínum ferli sem leikmaður undir stjórn Teits hjá Stjörnuni. „Þú ert með leikmann sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari. Þetta er algjör sigurvegari. Það er eins gott að mennirnir á bekknum hlusti,“ sagði Fannar Ólafsson. „Teitur er fremstur íslenskra þjálfara í leik (e. in game coach). Hann kann að hvetja lið áfram á erfiðum og auðveldum stundum.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00
Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00
Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30