Hjólreiðamenn eltir af strúti á 50 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2016 12:18 Strútar eru ótrúlegar skepnur og geta hlaupið á allt að 65 km hraða og geta haldið 50 km hraða samfellt í yfir 30 mínútur. Þeir eru fótfráustu skepnur jarðar á tveimur fótum. Það er því ekki gaman að vera eltur af strúti á einmitt þeim hraða mjög lengi. Það fengu þessir tveir hjólreiðamenn að reyna í S-Afríku um daginn og líklega gætti örlítillar hræðslu hjá þeim, enda eru strútar grimmar skepnur og nokkur dæmi um að strútar hafi drepið fólk í árásum sínum ef þeim finnst þeim ógnað. Eins og á myndskeiðinu sést heldur strúturinn miklum hraða og sá sem tók myndirnar, sem líklega var á mótorhjóli, sagði að hann hafi farið létt með að halda 50 km hraða á eftir hjólreiðamönnunum, sem áttu að vonum fullt í fangi með að halda þeim hraða og er slíkt aðeins góðum hjólreiðamönnum gerlegt. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent
Strútar eru ótrúlegar skepnur og geta hlaupið á allt að 65 km hraða og geta haldið 50 km hraða samfellt í yfir 30 mínútur. Þeir eru fótfráustu skepnur jarðar á tveimur fótum. Það er því ekki gaman að vera eltur af strúti á einmitt þeim hraða mjög lengi. Það fengu þessir tveir hjólreiðamenn að reyna í S-Afríku um daginn og líklega gætti örlítillar hræðslu hjá þeim, enda eru strútar grimmar skepnur og nokkur dæmi um að strútar hafi drepið fólk í árásum sínum ef þeim finnst þeim ógnað. Eins og á myndskeiðinu sést heldur strúturinn miklum hraða og sá sem tók myndirnar, sem líklega var á mótorhjóli, sagði að hann hafi farið létt með að halda 50 km hraða á eftir hjólreiðamönnunum, sem áttu að vonum fullt í fangi með að halda þeim hraða og er slíkt aðeins góðum hjólreiðamönnum gerlegt.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent