Geysir opnar verslun í Kringlunni Ritstjórn skrifar 8. mars 2016 11:30 Bás Geysis í Kaupmannahöfn var fallegur. Verslunin Geysir er í mikilli sókn þessa dagana en þann 17.mars í næstkomandi mun verslunin opna glænýja búð í Kringlunni. Búðin verður staðsett þar sem Islandia var áður, við hliðin á Pennanum/Eymundsson á annarri hæðinni. Hún verður í anda hinna verslana Geysis og hönnuð af Hálfdáni Lárusi Pedersen. Geysir opnaði fyrir jólin aðra verslun á Skólavörðustíg og samhliða því frumsýndu þau nýja fatalínu sem Erna Einarsdóttir hannar. Þau voru á dögunum á tískuvikunni í Kaupamannahöfn með haust og vetrarlínu merksins sem vakti mikla athygli. „Þetta er í annað skipti sem við fórum með línuna okkar á þessa sýninguna Revolver en við höfum verið að fara til Kaupmannahafnar að kaupa inn fyrir búðina í mörg ár. Það sem hefur verið mest áberandi seinustu ár er hversu stór skandinavískur tískuiðnaður er að verða. Það er greinilega eftirspurn eftir merkjum frá Skandinavíu alls staðar í heiminum. Það er því alveg jafn líklegt að hitta innkaupaaðila frá Danmörku eins og það er að hitta einn frá Hong Kong,“ segi Erna en fatalínu í Geysis fyrir næsta vetur er aðallega verið að einbeita sér að prjóninu.Úr bás Geysis á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.„Við elskum íslensku ullina og viljum því vinna mikið með hana ásamt öðrum gæðaefnum eins og móher, silki, alpaca og hör. Við erum að koma með fleiri slár, peysur og stóra djúsí trefla í ótrúlega fallegum litasamsetningum. Við erum líka með æðislegar saumaðar flíkur ásamt nokkrum stílum fyrir strákana. Það má því segja að við erum með eitthvað fyrir alla.“ Erna og Ásdís Eva, sölustjóri Geysis, segja að merkinu hafi verið vel tekið í Kaupmannahöfn enda veki það mikla athygli að vera frá Íslandi og bjóða upp á fatnað úr íslenskri ull. „Okkur þykir mjög vænt um hversu vel fólk tekur eftir gæðum fatnaðarins og því finnst við vera með eitthvað nýtt sem er samt svo klassískt á sama tíma… og þar erum við mjög sammála,“ segir Ásdís. Mest lesið Kylie litar sig aftur dökkhærða Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Sturlaðir tímar Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Bestu #Freethenipple dress Kim Kardashian Glamour Beint af tískupallinum í sölu Glamour Skandinavísk snyrtivörulína kemur í verslanir í dag Glamour „Eins og að vera í öskubuskuævintýri“ Glamour
Verslunin Geysir er í mikilli sókn þessa dagana en þann 17.mars í næstkomandi mun verslunin opna glænýja búð í Kringlunni. Búðin verður staðsett þar sem Islandia var áður, við hliðin á Pennanum/Eymundsson á annarri hæðinni. Hún verður í anda hinna verslana Geysis og hönnuð af Hálfdáni Lárusi Pedersen. Geysir opnaði fyrir jólin aðra verslun á Skólavörðustíg og samhliða því frumsýndu þau nýja fatalínu sem Erna Einarsdóttir hannar. Þau voru á dögunum á tískuvikunni í Kaupamannahöfn með haust og vetrarlínu merksins sem vakti mikla athygli. „Þetta er í annað skipti sem við fórum með línuna okkar á þessa sýninguna Revolver en við höfum verið að fara til Kaupmannahafnar að kaupa inn fyrir búðina í mörg ár. Það sem hefur verið mest áberandi seinustu ár er hversu stór skandinavískur tískuiðnaður er að verða. Það er greinilega eftirspurn eftir merkjum frá Skandinavíu alls staðar í heiminum. Það er því alveg jafn líklegt að hitta innkaupaaðila frá Danmörku eins og það er að hitta einn frá Hong Kong,“ segi Erna en fatalínu í Geysis fyrir næsta vetur er aðallega verið að einbeita sér að prjóninu.Úr bás Geysis á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.„Við elskum íslensku ullina og viljum því vinna mikið með hana ásamt öðrum gæðaefnum eins og móher, silki, alpaca og hör. Við erum að koma með fleiri slár, peysur og stóra djúsí trefla í ótrúlega fallegum litasamsetningum. Við erum líka með æðislegar saumaðar flíkur ásamt nokkrum stílum fyrir strákana. Það má því segja að við erum með eitthvað fyrir alla.“ Erna og Ásdís Eva, sölustjóri Geysis, segja að merkinu hafi verið vel tekið í Kaupmannahöfn enda veki það mikla athygli að vera frá Íslandi og bjóða upp á fatnað úr íslenskri ull. „Okkur þykir mjög vænt um hversu vel fólk tekur eftir gæðum fatnaðarins og því finnst við vera með eitthvað nýtt sem er samt svo klassískt á sama tíma… og þar erum við mjög sammála,“ segir Ásdís.
Mest lesið Kylie litar sig aftur dökkhærða Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Sturlaðir tímar Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Bestu #Freethenipple dress Kim Kardashian Glamour Beint af tískupallinum í sölu Glamour Skandinavísk snyrtivörulína kemur í verslanir í dag Glamour „Eins og að vera í öskubuskuævintýri“ Glamour