Þrettán mínútum frá því að drepa Hitler Magnús Guðmundssson skrifar 8. mars 2016 10:30 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, segir Þýska kvikmyndadaga vera þá allra vinsælustu á hverju starfsári. Visir/GVA „Þetta er í sjötta sinn sem við stöndum fyrir Þýskum kvikmyndadögum og þetta eru langvinsælustu kvikmyndadagarnir á hverju einasta ári í Bíói Paradís,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. „Það er mjög þéttur og flottur kjarni sem hefur einstakt dálæti á þýskri kvikmyndagerðarlist sem mætir alltaf. Þetta eru fyrstu kvikmyndadagarnir sem var byrjað með í Bíói Paradís og við höfum alveg frá upphafi gert þetta í góðu samstarfi við Goethe-stofnunina og þýska sendiráðið. Þetta hefur alltaf tekist ákaflega vel enda höfum við alltaf leitast við að hafa þetta fjölbreytt. Erum að sýna það ferskasta og besta en með áherslu á fjölbreytni þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Mér finnst ákaflega erfitt að gera upp á milli myndanna sem við erum með í ár. Við erum með sex nýjar og spennandi myndir sem eru þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndagerð hefur að bjóða. Það er líka rétt að fólk viti af því að það er enskur texti á öllum myndunum svona fyrir þá sem eru ekkert of sterkir í þýskunni.“„Ég er sérstaklega spennt að sjá opnunarmyndina 13 mínútur, Elser en hún fjallar um manninn sem reyndi að drepa Hitler og tókst það næstum því. Það hefði að öllum líkindum gengið ef hann hefði haft þrettán mínútur til viðbótar. Myndinni er leikstýrt af Oliver Hirschbiegel sem frægur er fyrir kvikmyndina Downfall þannig að það er ljóst að hann er góður í að sýna þennan svarta tíma í þýskri sögu og er eiginlega algjör Hitlersérfræðingur en þetta er margverðlaunuð mynd.“„Phoenix finnst mér líka vera mjög spennandi og fólk hefur borið henni ákaflega vel söguna. Svo er mynd þarna sem heitir We are Young. We are Strong (Wir Sind Jung. Wir Sind Stark) og tekst á við viðfangsefni sem er ofarlega á baugi þessa dagana. Hún fjallar um hvernig nýnasistarnir urðu til í Þýskalandi, uppruna þeirra og uppgang, en þremur árum eftir fall Berlínarmúrsins hófust miklar óeirðir gegn innflytjendum í borginni Rostock í Austur-Þýskalandi. Árásir voru gerðar á flóttamannabúðir í jaðri borgarinnar. Þremur dögum eftir árásirnar náði þessi ólga hámarki þegar þrjú þúsund mótmælendur, nýnasistar, kveiktu í búðum þar sem Víetnamar höfðust við. Myndin er byggð á þessum atburðum og er afar sjónræn og spennandi reynsla. Þetta er svart-hvít mynd þar sem leikstjórinn, Burhan Qurbani, leyfir hverju skoti að lifa og nær að láta senurnar skila reiðinni og kraftinum sem ólgaði undir í samfélaginu. Mjög spennandi mynd.“„Svo erum við að sýna eina alveg geggjaða mynd sem heitir B-Movie: Lust & Sound in West Berlin 1979-1989. Þetta er svona tónlistar- og tíðarandaveisla með alveg æðislegu myndefni. Þetta var svo geggjaður tími í Berlín sem var eins og útgáfa af New York á þessum árum og stemningin greinilega alveg mögnuð, Nick Cave í banastuði og allt að gerast. Þannig að það er bara um að gera að koma og njóta.“ Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Þetta er í sjötta sinn sem við stöndum fyrir Þýskum kvikmyndadögum og þetta eru langvinsælustu kvikmyndadagarnir á hverju einasta ári í Bíói Paradís,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. „Það er mjög þéttur og flottur kjarni sem hefur einstakt dálæti á þýskri kvikmyndagerðarlist sem mætir alltaf. Þetta eru fyrstu kvikmyndadagarnir sem var byrjað með í Bíói Paradís og við höfum alveg frá upphafi gert þetta í góðu samstarfi við Goethe-stofnunina og þýska sendiráðið. Þetta hefur alltaf tekist ákaflega vel enda höfum við alltaf leitast við að hafa þetta fjölbreytt. Erum að sýna það ferskasta og besta en með áherslu á fjölbreytni þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Mér finnst ákaflega erfitt að gera upp á milli myndanna sem við erum með í ár. Við erum með sex nýjar og spennandi myndir sem eru þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndagerð hefur að bjóða. Það er líka rétt að fólk viti af því að það er enskur texti á öllum myndunum svona fyrir þá sem eru ekkert of sterkir í þýskunni.“„Ég er sérstaklega spennt að sjá opnunarmyndina 13 mínútur, Elser en hún fjallar um manninn sem reyndi að drepa Hitler og tókst það næstum því. Það hefði að öllum líkindum gengið ef hann hefði haft þrettán mínútur til viðbótar. Myndinni er leikstýrt af Oliver Hirschbiegel sem frægur er fyrir kvikmyndina Downfall þannig að það er ljóst að hann er góður í að sýna þennan svarta tíma í þýskri sögu og er eiginlega algjör Hitlersérfræðingur en þetta er margverðlaunuð mynd.“„Phoenix finnst mér líka vera mjög spennandi og fólk hefur borið henni ákaflega vel söguna. Svo er mynd þarna sem heitir We are Young. We are Strong (Wir Sind Jung. Wir Sind Stark) og tekst á við viðfangsefni sem er ofarlega á baugi þessa dagana. Hún fjallar um hvernig nýnasistarnir urðu til í Þýskalandi, uppruna þeirra og uppgang, en þremur árum eftir fall Berlínarmúrsins hófust miklar óeirðir gegn innflytjendum í borginni Rostock í Austur-Þýskalandi. Árásir voru gerðar á flóttamannabúðir í jaðri borgarinnar. Þremur dögum eftir árásirnar náði þessi ólga hámarki þegar þrjú þúsund mótmælendur, nýnasistar, kveiktu í búðum þar sem Víetnamar höfðust við. Myndin er byggð á þessum atburðum og er afar sjónræn og spennandi reynsla. Þetta er svart-hvít mynd þar sem leikstjórinn, Burhan Qurbani, leyfir hverju skoti að lifa og nær að láta senurnar skila reiðinni og kraftinum sem ólgaði undir í samfélaginu. Mjög spennandi mynd.“„Svo erum við að sýna eina alveg geggjaða mynd sem heitir B-Movie: Lust & Sound in West Berlin 1979-1989. Þetta er svona tónlistar- og tíðarandaveisla með alveg æðislegu myndefni. Þetta var svo geggjaður tími í Berlín sem var eins og útgáfa af New York á þessum árum og stemningin greinilega alveg mögnuð, Nick Cave í banastuði og allt að gerast. Þannig að það er bara um að gera að koma og njóta.“
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira