Brady: Peyton fullkomnaði fótboltann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2016 22:30 Brady og Manning eftir síðasta einvígi þeirra í janúar síðastliðnum. vísir/getty Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. Manning tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna eftir 18 ára feril. Hann verður fertugur eftir nokkra daga en hnn 38 ára Brady ætlar að spila nokkur ár í viðbót. „Það er alveg ömurlegt að fá ekki að spila aftur á móti honum,“ sagði Brady sem talar afar vel um Peyton. „Ég hef horft á hvern einasta leik sem hann hefur spilað. Ég er með möppur á tölvunni minni um hann og hvernig hann spilar. Það myndi taka mig mörg ár að horfa á þetta allt aftur.“ Brady hafði betur í 11 leikjum af 17 gegn Peyton en laut í lægra haldi í ár og Peyton fór svo alla leið með sitt lið. „Það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað í Denver og hann endaði ferilinn á hinn fullkomna hátt. Það er samt allt sem hann hefur afrekað á ferlinum sem er svo aðdáunarvert. Hann hefur verið undir pressu allt sitt líf. „Hann var stjarnan í menntaskóla, aðalmaðurinn í háskólanum og svo valinn fyrstur í nýliðavalinu. Hann hefur staðið undir væntingum ár eftir ár. Hver hefur gert það eins vel og Peyton? Hann hefur líka gert það af reisn. Hann setti markið fyrir okkur hina um hvernig eigi að spila leikstjórnandastöðuna,“ sagði Brady en hann segist hafa lært af Manning hversu mikilvægt það sé að leggja mikið á sig. „Ég áttaði mig á því hvaða vinnu þarf til svo maður verði frábær. Ég horfði á hann gera það. Þetta er engin níu til fimm vinna heldur skulbindur maður sig fyrir lífstíð. Fótbolti er íþrótt, list og trú. Peyton fullkomnaði fótboltann.“ NFL Tengdar fréttir Ríður inn í sólsetrið sem meistari Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. 7. mars 2016 18:43 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. Manning tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna eftir 18 ára feril. Hann verður fertugur eftir nokkra daga en hnn 38 ára Brady ætlar að spila nokkur ár í viðbót. „Það er alveg ömurlegt að fá ekki að spila aftur á móti honum,“ sagði Brady sem talar afar vel um Peyton. „Ég hef horft á hvern einasta leik sem hann hefur spilað. Ég er með möppur á tölvunni minni um hann og hvernig hann spilar. Það myndi taka mig mörg ár að horfa á þetta allt aftur.“ Brady hafði betur í 11 leikjum af 17 gegn Peyton en laut í lægra haldi í ár og Peyton fór svo alla leið með sitt lið. „Það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað í Denver og hann endaði ferilinn á hinn fullkomna hátt. Það er samt allt sem hann hefur afrekað á ferlinum sem er svo aðdáunarvert. Hann hefur verið undir pressu allt sitt líf. „Hann var stjarnan í menntaskóla, aðalmaðurinn í háskólanum og svo valinn fyrstur í nýliðavalinu. Hann hefur staðið undir væntingum ár eftir ár. Hver hefur gert það eins vel og Peyton? Hann hefur líka gert það af reisn. Hann setti markið fyrir okkur hina um hvernig eigi að spila leikstjórnandastöðuna,“ sagði Brady en hann segist hafa lært af Manning hversu mikilvægt það sé að leggja mikið á sig. „Ég áttaði mig á því hvaða vinnu þarf til svo maður verði frábær. Ég horfði á hann gera það. Þetta er engin níu til fimm vinna heldur skulbindur maður sig fyrir lífstíð. Fótbolti er íþrótt, list og trú. Peyton fullkomnaði fótboltann.“
NFL Tengdar fréttir Ríður inn í sólsetrið sem meistari Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. 7. mars 2016 18:43 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Ríður inn í sólsetrið sem meistari Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. 7. mars 2016 18:43
Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45