Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2016 20:08 Gísli Þorgeir Kristjánsson, 16 ára FH-ingur, skaust fram á sjónarsviðið þegar Fimleikafélagið vann bikarmeistara Vals, 23-28, í Olís-deild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið. Gísli á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hans eru þau Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hörður Magnússon spjallaði við þá feðga, Gísla og Kristján, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er mjög klókur handboltamaður og með handboltagen í sér,“ sagði Kristján um soninn og segir að hann minni sig á Snorra Stein Guðjónsson, leikstjórnanda íslenska landsliðsins. „Það er mikill munur á því að vera efnilegur og góður. Ef þú ert efnilegur þarftu að nýta það. Maður hefur séð svo marga efnilega detta út. En mér finnst Gísli vera að gera þetta allt rétt og hann er rosalega metnaðargjarn þannig að ég á eftir að sjá hann í Bundesligunni eftir einhver ár,“ bætti Kristján við. Kristján er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands. Hann segist hafa heyrt frá HSÍ skömmu eftir að Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu að EM í Póllandi loknu en ekkert síðan. Hann kveðst hafa áhuga á starfinu. „Mér finnst landsliðið spennandi. Ég fékk símtal strax eftir mótið, eftir að Aron ákvað að halda ekki áfram. Síðan hef ég ekkert heyrt en ég vona að þeir séu bara að vinna sína vinnu vel. Íslenski handboltaheimurinn bíður eftir því að eitthvað gerist,“ sagði Kristján. Kristján, sem gerði FH tvívegis að Íslandsmeisturum sem þjálfari, vill einnig sjá deildina hér heima styrkjast. „Það eru rosalega margir góðir handboltamenn sem eru að spila erlendis. Það væri skemmtilegra að fá þá heim, þar sem maður hefur heyrt að það þeim þeir eru að fá úti sé ekkert sérstakt. Ég held að deildin yrði miklu skemmtilegri,“ sagði Kristján og bætti við: „Síðan þurfa félögin í deildinni að hugsa sinn gang og gera samstilltara átak um að hífa þessa deild upp. Hún á það skilið.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson, 16 ára FH-ingur, skaust fram á sjónarsviðið þegar Fimleikafélagið vann bikarmeistara Vals, 23-28, í Olís-deild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið. Gísli á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hans eru þau Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hörður Magnússon spjallaði við þá feðga, Gísla og Kristján, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er mjög klókur handboltamaður og með handboltagen í sér,“ sagði Kristján um soninn og segir að hann minni sig á Snorra Stein Guðjónsson, leikstjórnanda íslenska landsliðsins. „Það er mikill munur á því að vera efnilegur og góður. Ef þú ert efnilegur þarftu að nýta það. Maður hefur séð svo marga efnilega detta út. En mér finnst Gísli vera að gera þetta allt rétt og hann er rosalega metnaðargjarn þannig að ég á eftir að sjá hann í Bundesligunni eftir einhver ár,“ bætti Kristján við. Kristján er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands. Hann segist hafa heyrt frá HSÍ skömmu eftir að Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu að EM í Póllandi loknu en ekkert síðan. Hann kveðst hafa áhuga á starfinu. „Mér finnst landsliðið spennandi. Ég fékk símtal strax eftir mótið, eftir að Aron ákvað að halda ekki áfram. Síðan hef ég ekkert heyrt en ég vona að þeir séu bara að vinna sína vinnu vel. Íslenski handboltaheimurinn bíður eftir því að eitthvað gerist,“ sagði Kristján. Kristján, sem gerði FH tvívegis að Íslandsmeisturum sem þjálfari, vill einnig sjá deildina hér heima styrkjast. „Það eru rosalega margir góðir handboltamenn sem eru að spila erlendis. Það væri skemmtilegra að fá þá heim, þar sem maður hefur heyrt að það þeim þeir eru að fá úti sé ekkert sérstakt. Ég held að deildin yrði miklu skemmtilegri,“ sagði Kristján og bætti við: „Síðan þurfa félögin í deildinni að hugsa sinn gang og gera samstilltara átak um að hífa þessa deild upp. Hún á það skilið.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30
Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn