Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2016 20:08 Gísli Þorgeir Kristjánsson, 16 ára FH-ingur, skaust fram á sjónarsviðið þegar Fimleikafélagið vann bikarmeistara Vals, 23-28, í Olís-deild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið. Gísli á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hans eru þau Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hörður Magnússon spjallaði við þá feðga, Gísla og Kristján, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er mjög klókur handboltamaður og með handboltagen í sér,“ sagði Kristján um soninn og segir að hann minni sig á Snorra Stein Guðjónsson, leikstjórnanda íslenska landsliðsins. „Það er mikill munur á því að vera efnilegur og góður. Ef þú ert efnilegur þarftu að nýta það. Maður hefur séð svo marga efnilega detta út. En mér finnst Gísli vera að gera þetta allt rétt og hann er rosalega metnaðargjarn þannig að ég á eftir að sjá hann í Bundesligunni eftir einhver ár,“ bætti Kristján við. Kristján er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands. Hann segist hafa heyrt frá HSÍ skömmu eftir að Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu að EM í Póllandi loknu en ekkert síðan. Hann kveðst hafa áhuga á starfinu. „Mér finnst landsliðið spennandi. Ég fékk símtal strax eftir mótið, eftir að Aron ákvað að halda ekki áfram. Síðan hef ég ekkert heyrt en ég vona að þeir séu bara að vinna sína vinnu vel. Íslenski handboltaheimurinn bíður eftir því að eitthvað gerist,“ sagði Kristján. Kristján, sem gerði FH tvívegis að Íslandsmeisturum sem þjálfari, vill einnig sjá deildina hér heima styrkjast. „Það eru rosalega margir góðir handboltamenn sem eru að spila erlendis. Það væri skemmtilegra að fá þá heim, þar sem maður hefur heyrt að það þeim þeir eru að fá úti sé ekkert sérstakt. Ég held að deildin yrði miklu skemmtilegri,“ sagði Kristján og bætti við: „Síðan þurfa félögin í deildinni að hugsa sinn gang og gera samstilltara átak um að hífa þessa deild upp. Hún á það skilið.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson, 16 ára FH-ingur, skaust fram á sjónarsviðið þegar Fimleikafélagið vann bikarmeistara Vals, 23-28, í Olís-deild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið. Gísli á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hans eru þau Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hörður Magnússon spjallaði við þá feðga, Gísla og Kristján, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er mjög klókur handboltamaður og með handboltagen í sér,“ sagði Kristján um soninn og segir að hann minni sig á Snorra Stein Guðjónsson, leikstjórnanda íslenska landsliðsins. „Það er mikill munur á því að vera efnilegur og góður. Ef þú ert efnilegur þarftu að nýta það. Maður hefur séð svo marga efnilega detta út. En mér finnst Gísli vera að gera þetta allt rétt og hann er rosalega metnaðargjarn þannig að ég á eftir að sjá hann í Bundesligunni eftir einhver ár,“ bætti Kristján við. Kristján er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands. Hann segist hafa heyrt frá HSÍ skömmu eftir að Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu að EM í Póllandi loknu en ekkert síðan. Hann kveðst hafa áhuga á starfinu. „Mér finnst landsliðið spennandi. Ég fékk símtal strax eftir mótið, eftir að Aron ákvað að halda ekki áfram. Síðan hef ég ekkert heyrt en ég vona að þeir séu bara að vinna sína vinnu vel. Íslenski handboltaheimurinn bíður eftir því að eitthvað gerist,“ sagði Kristján. Kristján, sem gerði FH tvívegis að Íslandsmeisturum sem þjálfari, vill einnig sjá deildina hér heima styrkjast. „Það eru rosalega margir góðir handboltamenn sem eru að spila erlendis. Það væri skemmtilegra að fá þá heim, þar sem maður hefur heyrt að það þeim þeir eru að fá úti sé ekkert sérstakt. Ég held að deildin yrði miklu skemmtilegri,“ sagði Kristján og bætti við: „Síðan þurfa félögin í deildinni að hugsa sinn gang og gera samstilltara átak um að hífa þessa deild upp. Hún á það skilið.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30
Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00