Elías og Svana Katla vörðu Íslandsmeistaratitla sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 10:45 Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki. Mynd/Karatesamband Ísland Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki urðu í gær Íslandsmeistarar í kata fullorðinna í karate en Íslandsmeistaramótið fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í umsjón karatefélagsins Þórshamars. Elías og Svana Katla voru bæði að verja titlana sína frá því í fyrra en Svana Katla gerði betur en að vinna einstaklingskeppnina því hún hjálpaði einnig Breiðabliki að vinna liðakeppnina og vann því tvöfalt í gær. Elías Snorrason vann Bogi Benediktsson úr Þórshamri í úrslitum karla. Báðir höfðu sýnt frábært kata í undankeppninni og unnið alla sína andstæðinga svo ljóst var að það stefndi í spennandi og harðri keppni á milli þeirra. Elías hafði betur og er þetta ekki aðeins annað árið í röð sem Elías vinnur titilinn því hann hefur nú fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari. Hópkatalið Þórshamar var mætt til að verja titil sinn síðan í fyrra og unnu þeir Bogi Benediktsson, Sæmundur Ragnarsson og Ásmundur Ísak Jónsson félaga sína í Þórshamri í úrslitum. Í úrslitum kvenna áttust við sömu landsliðskonurnar og síðustu 3 ár eða þær Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir, báðar úr Breiðablik. Báðar tvær sýndu frábæra útfærsla á þessum kata og stóð Svana Katla uppi sem sigurvegari annað árið í röð. Svana Katla og Kristín ásamt Örnu Katrínu Kristinsdóttur unnu svo hópkata kvenna og vörðu þar með titil sinn síðan í fyrra, er þetta fimmta árið í röð sem sveit Breiðabliks með þeim Kristínu og Svönu vinnur hópkata kvenna. Svana Katla er því tvöfaldur Íslandsmeistari í kata. Þegar öll stigin voru tekin saman stóð karatefélagið Þórshamar uppi sem sigurvegari með 19 stig og er því Íslandsmeistari félaga í kata fullorðinna. Mótsstjóri var Valgerður H. Sigurðardóttir og yfirdómari Helgi Jóhannesson. Næstu verkefni landsliðsfólks okkar í kata er sterkt sænskt katamót 12.mars og Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Danmörku 9.apríl næstkomandi.Allir Íslandsmeistarar dagsins, frá vinstri Bogi, Ásmundur Ísak, Sæmundur, Arna Katrín, Kristín, Svana og Elías.Mynd/Karatesamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki urðu í gær Íslandsmeistarar í kata fullorðinna í karate en Íslandsmeistaramótið fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í umsjón karatefélagsins Þórshamars. Elías og Svana Katla voru bæði að verja titlana sína frá því í fyrra en Svana Katla gerði betur en að vinna einstaklingskeppnina því hún hjálpaði einnig Breiðabliki að vinna liðakeppnina og vann því tvöfalt í gær. Elías Snorrason vann Bogi Benediktsson úr Þórshamri í úrslitum karla. Báðir höfðu sýnt frábært kata í undankeppninni og unnið alla sína andstæðinga svo ljóst var að það stefndi í spennandi og harðri keppni á milli þeirra. Elías hafði betur og er þetta ekki aðeins annað árið í röð sem Elías vinnur titilinn því hann hefur nú fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari. Hópkatalið Þórshamar var mætt til að verja titil sinn síðan í fyrra og unnu þeir Bogi Benediktsson, Sæmundur Ragnarsson og Ásmundur Ísak Jónsson félaga sína í Þórshamri í úrslitum. Í úrslitum kvenna áttust við sömu landsliðskonurnar og síðustu 3 ár eða þær Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir, báðar úr Breiðablik. Báðar tvær sýndu frábæra útfærsla á þessum kata og stóð Svana Katla uppi sem sigurvegari annað árið í röð. Svana Katla og Kristín ásamt Örnu Katrínu Kristinsdóttur unnu svo hópkata kvenna og vörðu þar með titil sinn síðan í fyrra, er þetta fimmta árið í röð sem sveit Breiðabliks með þeim Kristínu og Svönu vinnur hópkata kvenna. Svana Katla er því tvöfaldur Íslandsmeistari í kata. Þegar öll stigin voru tekin saman stóð karatefélagið Þórshamar uppi sem sigurvegari með 19 stig og er því Íslandsmeistari félaga í kata fullorðinna. Mótsstjóri var Valgerður H. Sigurðardóttir og yfirdómari Helgi Jóhannesson. Næstu verkefni landsliðsfólks okkar í kata er sterkt sænskt katamót 12.mars og Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Danmörku 9.apríl næstkomandi.Allir Íslandsmeistarar dagsins, frá vinstri Bogi, Ásmundur Ísak, Sæmundur, Arna Katrín, Kristín, Svana og Elías.Mynd/Karatesamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira