Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2016 19:15 Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. „Ég ákvað að koma bara heim og vera heima með fjölskyldunni áður en ég fer sjálfur út að æfa,“ segir Gunnar aðspurður um hvort það hafi ekki verið freistandi að fara út með Conor og njóta lífsins í Vegas í stað þess að undirbúa sig fyrir bardaga. Nate Diaz hljóp í skarðið er léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos meiddist. Það gerði hann með ellefu daga fyrirvara. „Þetta verður helvíti skemmtilegur bardagi. Ég er eiginlega spenntari fyrir þessum bardaga en Dos Anjos-bardaganum. Það eru tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi hvernig Diaz berst. Hann er líka lengri og stærri en Conor. Það verður áhugavert að horfa á það. Ég held samt að Conor sé miklu betri. Diaz er samt algjör hundur.“ Conor fór upp um tvo þyngdarflokka til þess að berjast gegn Diaz. Bardaginn fer fram í þyngdarflokki Gunnars, veltivigtinni. „Þeir eru að berjast í þeirri þyngd sem þeir labba um dags daglega. Conor er líklega svona 79 kíló dagsdaglega,“ segir Gunnar en í veltivigt er bardagakapparnir 77 kíló. „Mér finnst það vera til fyrirmyndar og gera þetta áhugaverðara. Menn ættu að vera ferskari.“ Bæði Conor og Diaz eru miklir strigakjaftar og munu láta hvorn annan heyra það í búrinu. „Það verður talað í búrinu. Ég get lofað þér því. Dos Anjos er betri bardagamaður en Diaz en þessir tveir stílar eru meira spennandi. Diaz-bræðurnir eru karakterar og ég hef gaman af Nate. Menn blaðra bara eitthvað út í bláinn. Það er enginn að finna upp hjólið í þessu. Menn eru bara að æfa sig.“ Conor er búinn að spá því að hann roti Diaz í fyrstu lotu. Gunna er ekki alveg sannfærður um það. „Ég held að Conor klári þetta í annarri lotu. Ef hann klárar þetta í fyrstu lotu þá gerir hann það seint í lotunni. Ég held það verði hreyfing og að Conor muni veðra hann niður. Setji hann upp. Ég held að það taki alveg lotu. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt.“ MMA Tengdar fréttir Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Di Caprio og Gordon Ramsay ætla að sjá Conor Aðdráttarafl Írans Conor McGregor er slíkt að stjörnurnar fjölmenna nú á bardaga hjá honum. 4. mars 2016 16:30 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Sjá meira
Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. „Ég ákvað að koma bara heim og vera heima með fjölskyldunni áður en ég fer sjálfur út að æfa,“ segir Gunnar aðspurður um hvort það hafi ekki verið freistandi að fara út með Conor og njóta lífsins í Vegas í stað þess að undirbúa sig fyrir bardaga. Nate Diaz hljóp í skarðið er léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos meiddist. Það gerði hann með ellefu daga fyrirvara. „Þetta verður helvíti skemmtilegur bardagi. Ég er eiginlega spenntari fyrir þessum bardaga en Dos Anjos-bardaganum. Það eru tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi hvernig Diaz berst. Hann er líka lengri og stærri en Conor. Það verður áhugavert að horfa á það. Ég held samt að Conor sé miklu betri. Diaz er samt algjör hundur.“ Conor fór upp um tvo þyngdarflokka til þess að berjast gegn Diaz. Bardaginn fer fram í þyngdarflokki Gunnars, veltivigtinni. „Þeir eru að berjast í þeirri þyngd sem þeir labba um dags daglega. Conor er líklega svona 79 kíló dagsdaglega,“ segir Gunnar en í veltivigt er bardagakapparnir 77 kíló. „Mér finnst það vera til fyrirmyndar og gera þetta áhugaverðara. Menn ættu að vera ferskari.“ Bæði Conor og Diaz eru miklir strigakjaftar og munu láta hvorn annan heyra það í búrinu. „Það verður talað í búrinu. Ég get lofað þér því. Dos Anjos er betri bardagamaður en Diaz en þessir tveir stílar eru meira spennandi. Diaz-bræðurnir eru karakterar og ég hef gaman af Nate. Menn blaðra bara eitthvað út í bláinn. Það er enginn að finna upp hjólið í þessu. Menn eru bara að æfa sig.“ Conor er búinn að spá því að hann roti Diaz í fyrstu lotu. Gunna er ekki alveg sannfærður um það. „Ég held að Conor klári þetta í annarri lotu. Ef hann klárar þetta í fyrstu lotu þá gerir hann það seint í lotunni. Ég held það verði hreyfing og að Conor muni veðra hann niður. Setji hann upp. Ég held að það taki alveg lotu. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt.“
MMA Tengdar fréttir Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Di Caprio og Gordon Ramsay ætla að sjá Conor Aðdráttarafl Írans Conor McGregor er slíkt að stjörnurnar fjölmenna nú á bardaga hjá honum. 4. mars 2016 16:30 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Sjá meira
Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45
Di Caprio og Gordon Ramsay ætla að sjá Conor Aðdráttarafl Írans Conor McGregor er slíkt að stjörnurnar fjölmenna nú á bardaga hjá honum. 4. mars 2016 16:30
Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45
Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00
Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00