Meiðsli halda áfram að gera skíðakonunni Lindsey Vonn lífið leitt og nú er tímabilinu hjá henni lokið vegna meiðsla.
Hún byrjaði tímabilið seint þar sem hún var að jafna sig eftir ökklabrot og endar það snemma vegna meiðsla líka.
Vonn fótbrotnaði í keppni um síðustu helgi. Hún féll illa á laugardeginum en keppti samt daginn eftir. Í kjölfarið komu í ljós þrjú brot á sköflungnum rétt fyrir neðan hné.
Þetta er grátlegt fyrir Vonn sem er í efsta sæti stigalistans í baráttunni um heimsbikarinn.
Vonn er sigursælasta skíðakona allra tíma og menn spyrja sig nú að því hvort hún eigi meira inni eftir öll þessi meiðsli.
Tímabilinu lokið hjá Vonn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn


Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA
Enski boltinn


„Sé þá ekki vinna í ár“
Íslenski boltinn



Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn