Bláa spjaldið og sex sendingar | Nýjar reglur í handbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2016 12:13 Tveggja mínútna brottvísunin verður óbreytt í handboltareglunum. Vísir/Getty Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í gær að fimm breytingar hafa verið gerðar á leikreglum í handbolta en þær munu taka gildi strax í sumar. Það þýðir að þær verða notaðar á Ólympíuleikunum í Ríó. Á heimasíðu sambandsins má sjá formlegar útskýringar [PDF-skjal] á reglubreytingunum sem voru prófaðar á HM yngri landsliða bæði í Brasilíu og Rússlandi. Samkvæmt tilkynningu sem sérsambönd fengu frá IHF fengu breytingar almennt góðar viðtökur, ekki síst frá leikmönnunum sjálfum.Ekkert vesti Fyrsta breytingin snýr að því að liðum er nú heimilt að tefla fram sjö útileikmönnum samtímis. Markvörðurinn er þá tekinn af velli en sjöundi útileikmaðurinn þarf ekki að klæðast vesti. Að sama skapi þýðir það að enginn útileikmannanna getur tekið að sér hlutverk markvarðar. Sé það gert og andstæðingurinn rændur upplögðu marktækifæri skal vítakast vera dæmt.Þriggja sókna bið Eftir því sem kemur fram í greinagerð IHF vill sambandið bregðast við því að leikmenn geri sér upp meiðsli á vellinum í þeim tilgangi að trufla takt leiksins og tefja hann. Telur IHF að of algengt sé að leikmenn sýni óíþróttamannslega hegðun með þessu. Til að að bregðast við þessu má leikmaður sem hefur fengið aðhlynningu á vellinum aðeins snúa aftur þegar lið hans hefur klárað þrjár heilar sóknir. Er það undir eftirlitsmanni á ritaraborði að fylgja þessu eftir.Leiktöf eftir sex sendingar Nú er það betur skilgreint hvenær dómarar geta dæmt leiktöf. Þegar höndin fer á loft til merkis um að leiktöf sé í vændum má sóknarlið að hámarki nota sex sendingar áður en skot er tekið að marki. Aukaköst eða varin skot í vörn núllstilla ekki talninguna á sendingum en ef að sóknarliðið fær aukakast eftir sex sendingar en áður en skot er tekið, fær liðið eina aukasendingu til að spila úr - eða þá að skjóta beint úr aukakastinu.Lokamínútan Árið 2010 var sú breyting gerð að harðari refsingar voru fyrir brot á lokamínútu leiks. Var það gert til að draga úr óíþróttamannslegri framkomu eða grófum brotum á lokamínútum leiks. Þessari reglu er haldið í grunninn óbreyttri nema að nú á þetta aðeins við á síðustu 30 sekúndum leiksins.Bláa spjaldið Nýtt spjald verður tekið í notkun og er það blátt. Bláa spjaldið fylgir rauða spjaldinu ef brotið er það alvarlegt að því eigi að fylgja skrifleg skýrsla sem aganefnd tekur fyrir á fundi. Getur því fylgt leikbann fyrir viðeigandi leikmenn. Að fá rauða spjaldið án þess bláa þýðir að leikmaður er útilokaður frá leiknum en tekur ekki út leikbann. Samkvæmt greinagerð er bláa spjaldið tekið í notkun til að taka af allan vafa fyrir áhorfendur og fjölmiðla hvort að skýrsla fylgi viðkomandi broti. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í gær að fimm breytingar hafa verið gerðar á leikreglum í handbolta en þær munu taka gildi strax í sumar. Það þýðir að þær verða notaðar á Ólympíuleikunum í Ríó. Á heimasíðu sambandsins má sjá formlegar útskýringar [PDF-skjal] á reglubreytingunum sem voru prófaðar á HM yngri landsliða bæði í Brasilíu og Rússlandi. Samkvæmt tilkynningu sem sérsambönd fengu frá IHF fengu breytingar almennt góðar viðtökur, ekki síst frá leikmönnunum sjálfum.Ekkert vesti Fyrsta breytingin snýr að því að liðum er nú heimilt að tefla fram sjö útileikmönnum samtímis. Markvörðurinn er þá tekinn af velli en sjöundi útileikmaðurinn þarf ekki að klæðast vesti. Að sama skapi þýðir það að enginn útileikmannanna getur tekið að sér hlutverk markvarðar. Sé það gert og andstæðingurinn rændur upplögðu marktækifæri skal vítakast vera dæmt.Þriggja sókna bið Eftir því sem kemur fram í greinagerð IHF vill sambandið bregðast við því að leikmenn geri sér upp meiðsli á vellinum í þeim tilgangi að trufla takt leiksins og tefja hann. Telur IHF að of algengt sé að leikmenn sýni óíþróttamannslega hegðun með þessu. Til að að bregðast við þessu má leikmaður sem hefur fengið aðhlynningu á vellinum aðeins snúa aftur þegar lið hans hefur klárað þrjár heilar sóknir. Er það undir eftirlitsmanni á ritaraborði að fylgja þessu eftir.Leiktöf eftir sex sendingar Nú er það betur skilgreint hvenær dómarar geta dæmt leiktöf. Þegar höndin fer á loft til merkis um að leiktöf sé í vændum má sóknarlið að hámarki nota sex sendingar áður en skot er tekið að marki. Aukaköst eða varin skot í vörn núllstilla ekki talninguna á sendingum en ef að sóknarliðið fær aukakast eftir sex sendingar en áður en skot er tekið, fær liðið eina aukasendingu til að spila úr - eða þá að skjóta beint úr aukakastinu.Lokamínútan Árið 2010 var sú breyting gerð að harðari refsingar voru fyrir brot á lokamínútu leiks. Var það gert til að draga úr óíþróttamannslegri framkomu eða grófum brotum á lokamínútum leiks. Þessari reglu er haldið í grunninn óbreyttri nema að nú á þetta aðeins við á síðustu 30 sekúndum leiksins.Bláa spjaldið Nýtt spjald verður tekið í notkun og er það blátt. Bláa spjaldið fylgir rauða spjaldinu ef brotið er það alvarlegt að því eigi að fylgja skrifleg skýrsla sem aganefnd tekur fyrir á fundi. Getur því fylgt leikbann fyrir viðeigandi leikmenn. Að fá rauða spjaldið án þess bláa þýðir að leikmaður er útilokaður frá leiknum en tekur ekki út leikbann. Samkvæmt greinagerð er bláa spjaldið tekið í notkun til að taka af allan vafa fyrir áhorfendur og fjölmiðla hvort að skýrsla fylgi viðkomandi broti.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita