Skipuleggendur Ólympíuleikanna í Ríó sem fara fram í ágúst næstkomandi hafa ekki náð að selja helming miða í boði á viðburði leikanna.
7,5 milljónir miða voru í boði á íþróttaviðburði Ólympíuleikanna sem standa yfir frá 5. til 21. ágúst.
„Við höfum selt um 47 prósent miðanna," sagði Mario Andrada sem er talsmaður skipulagsnefndar leikanna í samtali við BBC.
Það hefur samt gengið mun betur að selja miða á eftirsóttustu viðburðina á ÓL í Ríó 2016 en 75 prósent miða hafa verið seldir á Opnunarhátíðina sem og vinsælustu íþróttakeppnirnar.
Forráðamenn leikanna hafa þegar fengið 195 milljónir dollara í kassann fyrir sölu á þeim miðum eða rúmlega 25 milljarða íslenskra króna.
Það hefur verið mikið skrifað um Zika vírusinn í aðdraganda leikanna og óttinn um útbreiðslu hans er ekki að hjálpa til við sölu miða á leikana ekki frekar en mun verra efnahagsástand innan Brasilíu.
Skipuleggendur Ólympíuleikanna í London 2012 voru búnir að ná markmiði sínum í miðasölu mörgum mánuðum fyrir leikanna.
Alls voru seldir 8,2 milljónir miða á leikana í London eða 96 prósent þeirra miða sem voru í boði.
