Gunnar: Tumenov virkar grjótharður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2016 12:55 Gunnar í búrinu í Las Vegas. vísir/getty „Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. „Það er alltaf gaman að koma á nýja staði. Ég hef hvorki komið til Rotterdam né Amsterdam áður. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er 24 ára gamall Rússi sem hefur unnið fimm bardaga í röð í UFC. „Mér líst vel á hann. Þetta er góður andstæðingur sem hefur verið að standa sig vel. Virkar grjótharður og er mjög flinkur standandi. Er með hraðar hendur,“ segir Gunnar en þó svo Rússinn sé sterkur standandi þá er hann ekki mikið fyrir að fara í gólfið þar sem Gunnar er sterkastur. „Ég veit ekki alveg hvernig hann er í gólfinu en það hefur ekki reynt mikið á það hjá honum. Þetta er strákur á svipuðum stað í UFC og ég og kom því til greina. Ég hef séð síðustu bardaga hans.“Gunnar er hér að klára Brandon Thatch.vísir/gettySjá einnig: Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Gunnar viðurkennir að vera aðeins farinn að hugsa um bardagann en þó svo hann sé að gera það er þetta eins og áður hjá honum. „Ég fíla best að fara inn í búrið og láta hlutina ráðast þar. Það eru líkur á því að þetta fari á gólfið á einhverjum tímapunkti. Þeir eru grjótharðir flestir sem koma þarna austan frá. Ég hef kynnst því.“ Gunnar mun æfa hér heima næstu vikurnar en fer svo til Dublin þar sem lokaundirbúningurinn fer fram með þjálfara hans, John Kavanagh. „Það koma strákar frá Dublin og Manchester til að æfa með mér áður en ég fer til Dublin. Ég hef verið að æfa vel, eins og alltaf, og er í mjög góðu formi. Nú verður haldið áfram.“ MMA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira
„Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. „Það er alltaf gaman að koma á nýja staði. Ég hef hvorki komið til Rotterdam né Amsterdam áður. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er 24 ára gamall Rússi sem hefur unnið fimm bardaga í röð í UFC. „Mér líst vel á hann. Þetta er góður andstæðingur sem hefur verið að standa sig vel. Virkar grjótharður og er mjög flinkur standandi. Er með hraðar hendur,“ segir Gunnar en þó svo Rússinn sé sterkur standandi þá er hann ekki mikið fyrir að fara í gólfið þar sem Gunnar er sterkastur. „Ég veit ekki alveg hvernig hann er í gólfinu en það hefur ekki reynt mikið á það hjá honum. Þetta er strákur á svipuðum stað í UFC og ég og kom því til greina. Ég hef séð síðustu bardaga hans.“Gunnar er hér að klára Brandon Thatch.vísir/gettySjá einnig: Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Gunnar viðurkennir að vera aðeins farinn að hugsa um bardagann en þó svo hann sé að gera það er þetta eins og áður hjá honum. „Ég fíla best að fara inn í búrið og láta hlutina ráðast þar. Það eru líkur á því að þetta fari á gólfið á einhverjum tímapunkti. Þeir eru grjótharðir flestir sem koma þarna austan frá. Ég hef kynnst því.“ Gunnar mun æfa hér heima næstu vikurnar en fer svo til Dublin þar sem lokaundirbúningurinn fer fram með þjálfara hans, John Kavanagh. „Það koma strákar frá Dublin og Manchester til að æfa með mér áður en ég fer til Dublin. Ég hef verið að æfa vel, eins og alltaf, og er í mjög góðu formi. Nú verður haldið áfram.“
MMA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira