Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Höskuldur Kári Schram skrifar 1. mars 2016 12:09 Daði Már Kristófersson. Vísir Nýju búvörusamningarnir þjóna ekki hagsmunum neytenda og endurspegla ekki þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla hér á landi. Þetta segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Þá sé afar óljóst hvort þeir nái uppfylla markmið varðandi byggðasjónarmið. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, stóðu í morgun að fundi þar sem ný undirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Daði segir að samningarnir þjóni ekki hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Hann segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. „Aðstæður landbúnaðarins hafa breyst mjög mikið á þessum árum frá því fyrsti samningurinn var gerður. Ég held að menn þurfi að horfast í augu við það. Það þarf að opna samninginn til að fleiri búgreinar njóti stuðnings. Það þarf að opna fyrir meira samkeppnisaðhald bæði frá innflutningi en líka að samkeppnislög nái t.d. til mjólkuriðnaðarins,“ segir Daði. „Ég held þetta hjálpi ekki greininni að þróast eðlilega. Það eru gríðarleg tækifæri í landbúnaðinum. Það eru miklar breytingar að eiga sér stað. Til dæmis þessi ferðamannastraumur hann sækir mjög mikið út á land. Það þarf að skapa tækifæri. Skapa möguleika fyrir bændur til að nýta þessar auðlindir sem þeir hafa aðgang að til þess að skapa sér ný tækifæri og nýjar tekjur.“ Þá sé óljóst hvernig menn geti réttlætt þessa samninga út frá byggðasjónarmiðum. „Skoði menn þróun í landbúnaðinum á Íslandi síðastliðna áratugi þá er ekki hægt að sjá að byggðasjónarmiðanna hafi verið sérstaklega gætt. Til dæmis hefur mjólkurframleiðslan verið að þjappast á fá svæði. Auðvitað er það hagkvæmt en það svarar varla ákalli um sterkari jaðarbyggðir. Þannig að það er ekki hægt að sjá í þessum samningi að það sé sérstaklega verið að taka á því,“ segir Daði Búvörusamningar Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Nýju búvörusamningarnir þjóna ekki hagsmunum neytenda og endurspegla ekki þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla hér á landi. Þetta segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Þá sé afar óljóst hvort þeir nái uppfylla markmið varðandi byggðasjónarmið. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, stóðu í morgun að fundi þar sem ný undirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Daði segir að samningarnir þjóni ekki hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Hann segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. „Aðstæður landbúnaðarins hafa breyst mjög mikið á þessum árum frá því fyrsti samningurinn var gerður. Ég held að menn þurfi að horfast í augu við það. Það þarf að opna samninginn til að fleiri búgreinar njóti stuðnings. Það þarf að opna fyrir meira samkeppnisaðhald bæði frá innflutningi en líka að samkeppnislög nái t.d. til mjólkuriðnaðarins,“ segir Daði. „Ég held þetta hjálpi ekki greininni að þróast eðlilega. Það eru gríðarleg tækifæri í landbúnaðinum. Það eru miklar breytingar að eiga sér stað. Til dæmis þessi ferðamannastraumur hann sækir mjög mikið út á land. Það þarf að skapa tækifæri. Skapa möguleika fyrir bændur til að nýta þessar auðlindir sem þeir hafa aðgang að til þess að skapa sér ný tækifæri og nýjar tekjur.“ Þá sé óljóst hvernig menn geti réttlætt þessa samninga út frá byggðasjónarmiðum. „Skoði menn þróun í landbúnaðinum á Íslandi síðastliðna áratugi þá er ekki hægt að sjá að byggðasjónarmiðanna hafi verið sérstaklega gætt. Til dæmis hefur mjólkurframleiðslan verið að þjappast á fá svæði. Auðvitað er það hagkvæmt en það svarar varla ákalli um sterkari jaðarbyggðir. Þannig að það er ekki hægt að sjá í þessum samningi að það sé sérstaklega verið að taka á því,“ segir Daði
Búvörusamningar Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira