Erlent

Leikarinn George Kennedy látinn

Atli Ísleifsson skrifar
George Kennedy varð 91 árs gamall.
George Kennedy varð 91 árs gamall. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn George Kennedy er látinn, 91 árs að aldri.

Cory Schenkel, barnabarn leikarans, staðfestir að hann hafi andast í borginni Boise í Idaho á sunnudagsmorgun.

Kennedy vann til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Cool Hand Luke þar sem hann lék á móti Paul Newman. Þá fór hann með hlutverk lögreglustjórans Ed Hocken í Naked Gun myndunum, auk þess að koma fram í myndum á borð við Earthquake og Airport.

Schenkel segir í samtali við TMZ að leikarinn hafi glímt við slæma heilsu allt frá láti eiginkonu sinnar Joan fyrir rúmu ári.

Kennedy fæddist í New York árið 1924 og starfaði faðir hans sem tónlistarmaður og móðir hans sem dansari. Hann var sem hermaður Bandaríkjahers sendur á vígvellina í Evrópu á tímum seinna stríðs og hlaut fjölda viðurkenninga.

Síðasta kvikmyndahlutverk Kennedy var í The Gambler árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×