Skilur ekki af hverju Rory MacDonald fær minna borgað en Gunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2016 12:00 Vísir/Getty E. Spencer Kyle birtir áhugaverða grein á íþróttavefnum fansided.com þar sem hann bendir á að mikið misræmi er á hversu mikið bardagakappar fá greitt frá UFC-bardagasambandinu. Í greininni bendir hann á að Kanadamaðurinn Rory MacDonald, einn þekktasti veltivigtarmaðurinn í UFC, hafi aðeins fengið 59 þúsund Bandaríkjadala (7,3 milljónir) fyrir ótrúlegan bardaga sinn gegn Robbie Lawler síðasta sumar. Þetta sama kvöld barðist Gunnar Nelson við Brandon Thatch og bar sigur úr býtum. Fyrir það fékk hann 58 þúsund Bandaríkjala (7,3 milljónir) fyrir sigurinn. Í desember barðist Gunnar svo við Demian Maia og fékk fyrir það 75 þúsund dollara (9,3 milljónir). Sjá einnig: Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari „Íslendingurinn er án nokkurs vafa hæfileikaríkur en hann hefur aldrei komist á tíu efstu [á styrkleikalista UFC í veltivigt] og er nú dottinn út af fimmtán efstu. Sigurinn á Thatch er sá stærsti á hans ferli.“ „Það verður að hrósa umboðsmönnum Gunnars fyrir að landa þessum samningi en það gefur líka ákveðið viðmið fyrir næsta samning MacDonald þar sem að hann hefur notið meiri velgengni en Gunni á ferlinum og er nú í efsta sæti styrkleikalistans [á eftir meistaranum, Robbie Lawler].“ Sjá einnig: Gunnar Nelson vill fá að berjast við öflugan Kanadamann MacDonald mun berjast við Stephen Thompson í júní og er það síðasti bardaginn á núverandi samningi hans við UFC. MacDonald segist afar viljugur að fara aftur út á markaðinn og kanna hvaða aðrir möguleikar eru í boði fyrir hann, fyrir utan UFC. Kyle segir augljóst að til að sporna við þessari þróun þurfi UFC að borga bardagamönnum sínum í samræmi við þær miklu tekjur sem sambandið hefur af viðburðum sínum, bæði sjónvarpstekjur og af miðasölu. Nú þegar hafi Conor McGregor notið góðs af því og nokkrar aðrar stjörnur, en fleiri þurfi að fá stærri sneið af kökunni.Smelltu hér til að lesa greinina á fansided.com. MMA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira
E. Spencer Kyle birtir áhugaverða grein á íþróttavefnum fansided.com þar sem hann bendir á að mikið misræmi er á hversu mikið bardagakappar fá greitt frá UFC-bardagasambandinu. Í greininni bendir hann á að Kanadamaðurinn Rory MacDonald, einn þekktasti veltivigtarmaðurinn í UFC, hafi aðeins fengið 59 þúsund Bandaríkjadala (7,3 milljónir) fyrir ótrúlegan bardaga sinn gegn Robbie Lawler síðasta sumar. Þetta sama kvöld barðist Gunnar Nelson við Brandon Thatch og bar sigur úr býtum. Fyrir það fékk hann 58 þúsund Bandaríkjala (7,3 milljónir) fyrir sigurinn. Í desember barðist Gunnar svo við Demian Maia og fékk fyrir það 75 þúsund dollara (9,3 milljónir). Sjá einnig: Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari „Íslendingurinn er án nokkurs vafa hæfileikaríkur en hann hefur aldrei komist á tíu efstu [á styrkleikalista UFC í veltivigt] og er nú dottinn út af fimmtán efstu. Sigurinn á Thatch er sá stærsti á hans ferli.“ „Það verður að hrósa umboðsmönnum Gunnars fyrir að landa þessum samningi en það gefur líka ákveðið viðmið fyrir næsta samning MacDonald þar sem að hann hefur notið meiri velgengni en Gunni á ferlinum og er nú í efsta sæti styrkleikalistans [á eftir meistaranum, Robbie Lawler].“ Sjá einnig: Gunnar Nelson vill fá að berjast við öflugan Kanadamann MacDonald mun berjast við Stephen Thompson í júní og er það síðasti bardaginn á núverandi samningi hans við UFC. MacDonald segist afar viljugur að fara aftur út á markaðinn og kanna hvaða aðrir möguleikar eru í boði fyrir hann, fyrir utan UFC. Kyle segir augljóst að til að sporna við þessari þróun þurfi UFC að borga bardagamönnum sínum í samræmi við þær miklu tekjur sem sambandið hefur af viðburðum sínum, bæði sjónvarpstekjur og af miðasölu. Nú þegar hafi Conor McGregor notið góðs af því og nokkrar aðrar stjörnur, en fleiri þurfi að fá stærri sneið af kökunni.Smelltu hér til að lesa greinina á fansided.com.
MMA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira