Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2016 18:45 Geirmundur heljarskinn, sem fornsögurnar segja hafa verið göfgastan allra landnámsmanna Íslands, er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. Þetta kemur fram í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Á hinum forna konungsgarði Avaldnesi við Haugasund er rekið sögusafn og þar telja menn að Geirmundur hafi alist upp sem konungssonur. Þar hafi foreldrar Geirmundar, þau Hjör konungur og Ljúfvina drottning, ríkt áður en Haraldur hárfagri braut Noreg undir sig.Geirmundur heljarskinn á barnsaldri, eins og norska safnið sýnir þann sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands.Í kafla Landnámabókar um Geirmund heljarskinn segir að faðir hans, Hjör, hafi herjað á Bjarmaland og tekið þar herfangi Ljúfvinu, dóttur Bjarmakonungs, og flutt hana heim til sín til Rogalands í Noregi. „Þá ól hún sonu tvo; hét annar Geirmundur, en annar Hámundur; þeir voru svartir mjög," segir í Landnámu. „Landnámabók sjálf segir þetta og þeir bræðurnir hafa eitthvað framandi útlit,“ segir Bergsveinn Birgisson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, en hann er aðalviðmælandi þáttar Landnemanna um Geirmund heljarskinn. Árið 2014 kom út í Noregi bók hans „Den svarte vikingen“ um Geirmund.Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali á Ögvaldsnesi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hjör konungur er sagður fara til Bjarmalands og hann er greinilega þar í verslun og viðskiptum við fólk þar, sem er ekki germanskt. Það er með annað útlit. Það er svart og ljótt, eins og það er kallað,“ segir Bergsveinn. „Við vitum að heljarskinn merkir dökkur á hörund,“ segir Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Avaldsnesi, en Bjarmaland er talið hafa verið við Arkangelsk og Hvítahaf í Rússlandi. Á safninu er Ljúfvina, móðir Geirmundar og Hámundar, sögð mongólskrar ættar. „Miðað við aðra innfædda í Síberíu á þessum tíma var Sikirtíja-fólkið enn dekkra á hörund, samkvæmt fornum heimildum. Þau voru því hörundsdekkri en gekk og gerðist í Bjarmalandi,“ segir Marit.Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Ögvaldsnesi, eins og Avaldsnes hét til forna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. 7. mars 2016 19:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Geirmundur heljarskinn, sem fornsögurnar segja hafa verið göfgastan allra landnámsmanna Íslands, er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. Þetta kemur fram í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Á hinum forna konungsgarði Avaldnesi við Haugasund er rekið sögusafn og þar telja menn að Geirmundur hafi alist upp sem konungssonur. Þar hafi foreldrar Geirmundar, þau Hjör konungur og Ljúfvina drottning, ríkt áður en Haraldur hárfagri braut Noreg undir sig.Geirmundur heljarskinn á barnsaldri, eins og norska safnið sýnir þann sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands.Í kafla Landnámabókar um Geirmund heljarskinn segir að faðir hans, Hjör, hafi herjað á Bjarmaland og tekið þar herfangi Ljúfvinu, dóttur Bjarmakonungs, og flutt hana heim til sín til Rogalands í Noregi. „Þá ól hún sonu tvo; hét annar Geirmundur, en annar Hámundur; þeir voru svartir mjög," segir í Landnámu. „Landnámabók sjálf segir þetta og þeir bræðurnir hafa eitthvað framandi útlit,“ segir Bergsveinn Birgisson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, en hann er aðalviðmælandi þáttar Landnemanna um Geirmund heljarskinn. Árið 2014 kom út í Noregi bók hans „Den svarte vikingen“ um Geirmund.Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali á Ögvaldsnesi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hjör konungur er sagður fara til Bjarmalands og hann er greinilega þar í verslun og viðskiptum við fólk þar, sem er ekki germanskt. Það er með annað útlit. Það er svart og ljótt, eins og það er kallað,“ segir Bergsveinn. „Við vitum að heljarskinn merkir dökkur á hörund,“ segir Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Avaldsnesi, en Bjarmaland er talið hafa verið við Arkangelsk og Hvítahaf í Rússlandi. Á safninu er Ljúfvina, móðir Geirmundar og Hámundar, sögð mongólskrar ættar. „Miðað við aðra innfædda í Síberíu á þessum tíma var Sikirtíja-fólkið enn dekkra á hörund, samkvæmt fornum heimildum. Þau voru því hörundsdekkri en gekk og gerðist í Bjarmalandi,“ segir Marit.Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Ögvaldsnesi, eins og Avaldsnes hét til forna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. 7. mars 2016 19:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. 7. mars 2016 19:00
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30