Boltinn er hjá bankaráðinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. mars 2016 14:10 Fulltrúar Bankasýslu ríkisins sóttu fund fjárlaganefndar í morgun. Fréttablaðið/Stefán Bankasýsla ríkisins telur að sölumeðferð Landsbankans hlut sínum í Borgun hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýsla ríksins sendi á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í morgun.Þá sendi Bankasýslan bréf til bankaráðs Landsbankans á föstudaginn þar sem fram kemur að Bankasýsla ríkisins telji að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun sína um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. Bankasýslan segir að margt hafi verið ábótavant í samningagerð Landsbankans í söluferlinu og gagnrýnivert að eini viðsemjandinn hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar. Bankasýslan fer fram á að hluthöfum í Landsbankanum verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við. það verði gert ekki síður en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl en í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að Bankaráð bankans muni svara Bankasýslunni innan þessa frests og svarið birt opinberlega.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmÞá er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á allra næstu dögum.Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mættu fyrir fund Fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að greina frá afstöðu sinni í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir boltan vera hjá bankaráðinu. Hann er sannfærður um að málið undirstriki nauðsyn þess að selja eignir af þessum toga í opnu ferli. „Bankasýslan telur að svör bankans varðandi söluna á Borgun séu algerlega ófullnægjandi,“ segir Guðlaugur. „Þetta snýr að Borgun en síðan á eftir að fara í gegn um tölu á öðrum eignarhlutum. Einnig eru menn að skoða það að kalla eftir sambærilegum upplýsingum frá öðrum bönkum.“Í hverskonar stöðu telur þú þetta setja bankaráð Landsbankans? „Boltinn er hjá þeim. Þetta bréf frá Bankasýslunni er mjög ákveðið en mér finnst það mjög rökrétt,“ segir hann. „Ég hef verið sannfærður fram til þessa og ekki minnkar sannfæring mín því sem fram líður á að það á að selja allar eignir í opnu söluferli nema að það séu einhverjar mjög sérstakar ástæður eða aðstæður, helst bara í neyð.“ Guðlaugur segir málið þó vera stærra en bara vandamál Landsbankans. „Þetta mál er mjög stórt, ekki bara það sem snýr að þessu fyrirtæki. Heldur snýr þetta að því að endurheimta traust á þessum markaði. Ríkið situr uppi með margar eignir sem það þarf að selja en það er ekki hægt að gera það nema að almenningur getur verið viss um það að það sé opið og gagnsætt söluferli og hlutlægar reglur sem að gildi,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Bankasýsla ríkisins telur að sölumeðferð Landsbankans hlut sínum í Borgun hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýsla ríksins sendi á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í morgun.Þá sendi Bankasýslan bréf til bankaráðs Landsbankans á föstudaginn þar sem fram kemur að Bankasýsla ríkisins telji að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun sína um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. Bankasýslan segir að margt hafi verið ábótavant í samningagerð Landsbankans í söluferlinu og gagnrýnivert að eini viðsemjandinn hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar. Bankasýslan fer fram á að hluthöfum í Landsbankanum verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við. það verði gert ekki síður en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl en í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að Bankaráð bankans muni svara Bankasýslunni innan þessa frests og svarið birt opinberlega.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmÞá er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á allra næstu dögum.Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mættu fyrir fund Fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að greina frá afstöðu sinni í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir boltan vera hjá bankaráðinu. Hann er sannfærður um að málið undirstriki nauðsyn þess að selja eignir af þessum toga í opnu ferli. „Bankasýslan telur að svör bankans varðandi söluna á Borgun séu algerlega ófullnægjandi,“ segir Guðlaugur. „Þetta snýr að Borgun en síðan á eftir að fara í gegn um tölu á öðrum eignarhlutum. Einnig eru menn að skoða það að kalla eftir sambærilegum upplýsingum frá öðrum bönkum.“Í hverskonar stöðu telur þú þetta setja bankaráð Landsbankans? „Boltinn er hjá þeim. Þetta bréf frá Bankasýslunni er mjög ákveðið en mér finnst það mjög rökrétt,“ segir hann. „Ég hef verið sannfærður fram til þessa og ekki minnkar sannfæring mín því sem fram líður á að það á að selja allar eignir í opnu söluferli nema að það séu einhverjar mjög sérstakar ástæður eða aðstæður, helst bara í neyð.“ Guðlaugur segir málið þó vera stærra en bara vandamál Landsbankans. „Þetta mál er mjög stórt, ekki bara það sem snýr að þessu fyrirtæki. Heldur snýr þetta að því að endurheimta traust á þessum markaði. Ríkið situr uppi með margar eignir sem það þarf að selja en það er ekki hægt að gera það nema að almenningur getur verið viss um það að það sé opið og gagnsætt söluferli og hlutlægar reglur sem að gildi,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent