Boltinn er hjá bankaráðinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. mars 2016 14:10 Fulltrúar Bankasýslu ríkisins sóttu fund fjárlaganefndar í morgun. Fréttablaðið/Stefán Bankasýsla ríkisins telur að sölumeðferð Landsbankans hlut sínum í Borgun hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýsla ríksins sendi á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í morgun.Þá sendi Bankasýslan bréf til bankaráðs Landsbankans á föstudaginn þar sem fram kemur að Bankasýsla ríkisins telji að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun sína um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. Bankasýslan segir að margt hafi verið ábótavant í samningagerð Landsbankans í söluferlinu og gagnrýnivert að eini viðsemjandinn hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar. Bankasýslan fer fram á að hluthöfum í Landsbankanum verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við. það verði gert ekki síður en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl en í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að Bankaráð bankans muni svara Bankasýslunni innan þessa frests og svarið birt opinberlega.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmÞá er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á allra næstu dögum.Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mættu fyrir fund Fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að greina frá afstöðu sinni í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir boltan vera hjá bankaráðinu. Hann er sannfærður um að málið undirstriki nauðsyn þess að selja eignir af þessum toga í opnu ferli. „Bankasýslan telur að svör bankans varðandi söluna á Borgun séu algerlega ófullnægjandi,“ segir Guðlaugur. „Þetta snýr að Borgun en síðan á eftir að fara í gegn um tölu á öðrum eignarhlutum. Einnig eru menn að skoða það að kalla eftir sambærilegum upplýsingum frá öðrum bönkum.“Í hverskonar stöðu telur þú þetta setja bankaráð Landsbankans? „Boltinn er hjá þeim. Þetta bréf frá Bankasýslunni er mjög ákveðið en mér finnst það mjög rökrétt,“ segir hann. „Ég hef verið sannfærður fram til þessa og ekki minnkar sannfæring mín því sem fram líður á að það á að selja allar eignir í opnu söluferli nema að það séu einhverjar mjög sérstakar ástæður eða aðstæður, helst bara í neyð.“ Guðlaugur segir málið þó vera stærra en bara vandamál Landsbankans. „Þetta mál er mjög stórt, ekki bara það sem snýr að þessu fyrirtæki. Heldur snýr þetta að því að endurheimta traust á þessum markaði. Ríkið situr uppi með margar eignir sem það þarf að selja en það er ekki hægt að gera það nema að almenningur getur verið viss um það að það sé opið og gagnsætt söluferli og hlutlægar reglur sem að gildi,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bankasýsla ríkisins telur að sölumeðferð Landsbankans hlut sínum í Borgun hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýsla ríksins sendi á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í morgun.Þá sendi Bankasýslan bréf til bankaráðs Landsbankans á föstudaginn þar sem fram kemur að Bankasýsla ríkisins telji að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun sína um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. Bankasýslan segir að margt hafi verið ábótavant í samningagerð Landsbankans í söluferlinu og gagnrýnivert að eini viðsemjandinn hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar. Bankasýslan fer fram á að hluthöfum í Landsbankanum verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við. það verði gert ekki síður en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl en í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að Bankaráð bankans muni svara Bankasýslunni innan þessa frests og svarið birt opinberlega.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmÞá er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á allra næstu dögum.Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mættu fyrir fund Fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að greina frá afstöðu sinni í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir boltan vera hjá bankaráðinu. Hann er sannfærður um að málið undirstriki nauðsyn þess að selja eignir af þessum toga í opnu ferli. „Bankasýslan telur að svör bankans varðandi söluna á Borgun séu algerlega ófullnægjandi,“ segir Guðlaugur. „Þetta snýr að Borgun en síðan á eftir að fara í gegn um tölu á öðrum eignarhlutum. Einnig eru menn að skoða það að kalla eftir sambærilegum upplýsingum frá öðrum bönkum.“Í hverskonar stöðu telur þú þetta setja bankaráð Landsbankans? „Boltinn er hjá þeim. Þetta bréf frá Bankasýslunni er mjög ákveðið en mér finnst það mjög rökrétt,“ segir hann. „Ég hef verið sannfærður fram til þessa og ekki minnkar sannfæring mín því sem fram líður á að það á að selja allar eignir í opnu söluferli nema að það séu einhverjar mjög sérstakar ástæður eða aðstæður, helst bara í neyð.“ Guðlaugur segir málið þó vera stærra en bara vandamál Landsbankans. „Þetta mál er mjög stórt, ekki bara það sem snýr að þessu fyrirtæki. Heldur snýr þetta að því að endurheimta traust á þessum markaði. Ríkið situr uppi með margar eignir sem það þarf að selja en það er ekki hægt að gera það nema að almenningur getur verið viss um það að það sé opið og gagnsætt söluferli og hlutlægar reglur sem að gildi,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira