Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2016 18:05 Gylfi Magnússon er dósent við viðskipta-og hagfræðideild Háskóla Íslands en hann var um tíma efnahags-og viðskiptaráðherra. vísir/valli Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. Um er að ræða vitnin Bjarna Frímann Karlsson, Gylfa Magnússon, Bjarka Andrew Brynjarsson, Erlend Davíðsson og Smára Rúnar Þorvaldsson en þeir unnu matsgerðir á verðmæti Aurum í einkamáli sem slitastjórn Glitnis höfðaði. Í dómi Hæstaréttar er það rakið að Bjarni og Gylfi hafi vegna einkamálsins unnið matsgerð í mars 2011 þar sem þeir mátu markaðsvirði 25,7 prósent eignahlutar Fons í Aurum. Matsgerðin barst sérstökum saksóknara frá slitastjórn Glitnis þann 26. apríl 2012 en hún var á meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar ákæru í Aurum-málinu. Eftir að matsgerðin lá hins vegar fyrir var í einkamálinu óskað eftir yfirmati á því og voru Bjarki, Erlendur og Smári dómkvaddir til þess starfs. Að mati Hæstaréttar verður að skilja það sem svo að með undirmatsgerðinni hafi sérstökum saksóknara verið veitt sérfræðileg aðstoð við rannsókn málsins sem og ákvörðun um saksókn. Með yfirmatsgerðinni voru síðan endurmetin þau atriði sem undirmatsgerðin tók til og samkvæmt því kann framburður matsmannanna að skipta máli varðandi gildi matsgerðanna sem sönnunargagna. Fær héraðssaksóknari því að kalla mennina fimm fyrir dóm sem vitni. Þá fékkst jafnframt úr því skorið í dag að sérfróður meðdómandi í málinu, Hrefna Sigríður Briem, muni ekki víkja sæti en krafa varðandi það var lögð fram í héraði af hálfu Lárusar Welding. Héraðsdómur hafnaði kröfunni en sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar. Hæstiréttur vísaði málinu hins vegar frá og mun Hrefna Sigríður því sitja áfram í dómnum. Í Aurum-málinu eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. 13. nóvember 2015 14:51 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. Um er að ræða vitnin Bjarna Frímann Karlsson, Gylfa Magnússon, Bjarka Andrew Brynjarsson, Erlend Davíðsson og Smára Rúnar Þorvaldsson en þeir unnu matsgerðir á verðmæti Aurum í einkamáli sem slitastjórn Glitnis höfðaði. Í dómi Hæstaréttar er það rakið að Bjarni og Gylfi hafi vegna einkamálsins unnið matsgerð í mars 2011 þar sem þeir mátu markaðsvirði 25,7 prósent eignahlutar Fons í Aurum. Matsgerðin barst sérstökum saksóknara frá slitastjórn Glitnis þann 26. apríl 2012 en hún var á meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar ákæru í Aurum-málinu. Eftir að matsgerðin lá hins vegar fyrir var í einkamálinu óskað eftir yfirmati á því og voru Bjarki, Erlendur og Smári dómkvaddir til þess starfs. Að mati Hæstaréttar verður að skilja það sem svo að með undirmatsgerðinni hafi sérstökum saksóknara verið veitt sérfræðileg aðstoð við rannsókn málsins sem og ákvörðun um saksókn. Með yfirmatsgerðinni voru síðan endurmetin þau atriði sem undirmatsgerðin tók til og samkvæmt því kann framburður matsmannanna að skipta máli varðandi gildi matsgerðanna sem sönnunargagna. Fær héraðssaksóknari því að kalla mennina fimm fyrir dóm sem vitni. Þá fékkst jafnframt úr því skorið í dag að sérfróður meðdómandi í málinu, Hrefna Sigríður Briem, muni ekki víkja sæti en krafa varðandi það var lögð fram í héraði af hálfu Lárusar Welding. Héraðsdómur hafnaði kröfunni en sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar. Hæstiréttur vísaði málinu hins vegar frá og mun Hrefna Sigríður því sitja áfram í dómnum. Í Aurum-málinu eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. 13. nóvember 2015 14:51 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17
Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30
Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. 13. nóvember 2015 14:51
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15