„Á þessum fimm árum sem Reykjavíkurskákmótið hefur verið haldið þá hefur einn einstaklingur gert athugasemd við þetta og hann heitir Héðinn Steingrímsson,“ segir Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands.


Tíu sentímetra vík milli vina
Gunnar segir að nú sé hátíð í gangi en Héðinn sé ekki sáttur við breiddina. Hann segir til einhverjir Fide-staðlar, til viðmiðunar. „Við erum ekki alveg samkvæmt þeim stöðlum, við vitum af því og höfum alltaf vitað af því. En, þetta mót hefur verið haldið síðan árið 2012, í Hörpu og allan þann tíma hefur aðeins einn keppandi kvartað undan þessu,“ segir Gunnar og bendir á að þarna hafi skákmeistarar í fremstu röð att kappi. Og verst sé þetta kannski fyrir smábörn. En, um er að ræða 10 sentímetra, 5 sentímetra á einstakling. Gunnar segir að þau hjá Skáksambandinu hafi ekki séð ástæðu til að bregðast við vegna kvartana eins manns. Það hefði falið í sér óheyrilegan kostnað, sem ekki var einu sinni farið í að athuga.

Héðinn á stórmeistaralaunum ríksins
Óneitanlega er þetta sérviskulegt, Héðinn er ólíkindatól og minnir kannski einna helst á Bobby Fischer heitinn í því sambandi. Héðinn er núverandi Íslandsmeistari en hann teflir lítið og er búsettur í Houston Texas. Ísland á 13 stórmeistara en aðeins fimm þeirra eru atvinnumenn og þiggja sem slíkir laun úr stórmeistarasjóði ríkisins. Mætti þá ekki segja sem svo að honum beri skylda til að mæta á mót sem Reykjavíkurskákmótið, sem er langstærsta mót sem haldið er ár hvert?
Gunnar segir að það sé ekki lagaleg krafa, hún sé sú að stórmeistararnir á launum tefli fyrir Íslands hönd sé þess óskað. „En, Héðinn mætti tefla meira. Það eru allir stórmeistararnir hérna.“
Rétt skal vera rétt
Vísir setti sig í samband við Héðinn í gær og spurði hvernig þetta mál horfði við honum. Héðinn benti einfaldlega á að um breidd á skáborðum sé fjallað á tvennum stöðum:
„Alþjóðlegar FIDE reglur:
“4. Chess tables For all official FIDE tournaments the length of the table is 110 cm (with 15% tolerance). The width is 85 cm (for each player at least 15 cm). The height of the table is 74 cm. The chairs should be comfortable for the players. Special dispensation should be given for children’s events. Any noise when moving the chairs must be avoided.”
Width = breidd.“
Að auki nefnir Héðinn þýska skáksambandið til sögunnar:
„Þýska Bundesligan er til fyrirmyndar á sviði reglna um aðbúnað á skákmótum. Hún er starfrækt síðan 1980.
Grein 5.1.5 er svohljóðandi:
„5.1.5 Für jedes Brett ist ein separater Tisch von mindestens 1,20 m x 0,80 m vorzusehen. Er soll nicht tiefer als 90 cm sein.“
Þýtt yfir á íslensku: Hvert skákborð á að vera á sérstæðu borði, sem á að vera a.m.k. 1,20 m x 0.80 m. Borðið má ekki vera breiðara en 90 cm.“
Og, svo mörg voru þau orð.