Haraldur Nelson vill ekki MMA á ÓL: „Rugl reglum verður hrúgað í íþróttina“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 13:00 Haraldur Nelson vill ekki breyta MMA. vísir/vilhelm Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að gera blandaðar bardagalistir, MMA, að Ólympíuíþrótt. Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, sagði í viðtali við BBC í lok febrúar að það væri bara tímaspursmál hvenær MMA yrði hluti af Ólympíuleikunum vegna hratt vaxandi vinsælda íþróttarinnar. „Ólympíuleikarnir eru bara viðskipti. Þar vilja menn vilja yngri áhorfendur og stóra sjónvarpssamninga. Miðað við hvert við erum að fara með UFC þá verður MMA Ólympíuíþrótt,“ sagði Fertitta.Gunnar Nelson gæti orðið Ólympíufari.vísir/gettyTaekwondo eins og riverdance Haraldur vonar að svo verði ekki því hann er hræddur um að regluverkinu verði breytt mikið eins og gert hefur verið í öðrum bardagaíþróttum sem hafa orðið hluti af Ólympíuleikunm. „Maður er á tveimur áttum með þetta. Ég man eftir þessari umræðu hjá karatemönnum. Þar skiptust menn í tvo hópa og nýlega átti ég samtal við einn reyndasta karateþjálfara Íslands. Hann vill ekki sjá karate á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er af sömu ástæðu og ég staldra við þetta. Mér finnst allskonar vitleysa fara í gang þegar bardagaíþróttir eru teknar inn á Ólympíuleikana.“ „Þá fara menn að hrúga rugl reglum í þróttina og það er kannski ekkert bara Ólympíuleikunum að kenna. Horfðu bara á taekwondo á ÓL í dag. Það er líkara „riverdance“ en bardagaíþrótt á Ólympíuleikunum. Það er eins og menn séu handalausir. Þeir bara sparka og sparka til að fá sig.“ „Ég er alls ekki að segja að taekwondo sé ekki góð íþrótt eða hana sé ekki got að stunda. Hún er góð undirstaða fyrir aðrar bardagaíþróttir en maður hefur séð breytingar til hins verra á þeirri íþrótt á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur.Haraldur Nelson vill halda íþróttinni óbreyttri.vísir/gettyÍslensk glíma í galla Júdó er önnur íþrótt sem Haraldi finnst hafa verið breytt til hins verra í gegnum tíðina eftir að hún varð hluti af Ólympíuleikunum. „Það er búið að koma með hinar og þessar reglur í júdóið. Nú er bannað til dæmis að sækja í fætur. Ég veit að júdómenn skiptast í tvær fylkingar með þetta líka. Sumum finnst þetta bæta sportið en aðrir glímumenn sem ég hef talað við eru ekki sáttir við þetta aukna regluverk,“ segir Haraldur. „Einn þekktur júdómaður sem er búinn að vinna fjölda titla hér heima sagði við mig að júdó á Ólympíuleikum væri orðið eins og íslensk glíma í Gi (galla). Mér finnst það ansi góð samlíking.“ Haraldur er hræddur um að svipaðir hlutir verði gerðir við blandaðar bardagalistir verði þær einhverntíma teknar inn sem Ólympíuíþróttir. „Ég óttast að það verði dregið úr íþróttinni eins og hún er í dag og menn fari að hrúga inn einhverjum reglum sem skemma MMA. Þá yrði þetta ekki MMA heldur eitthvað ólympískt afstyrmi sem væri ekkert í líkingu við það sport sem við þekkjum í dag,“ segir Haraldur. „Á móti fengi íþróttin auðvitað enn meiri athygli, en hún fær það nú þegar. Ólympíuleikarnir eru ekkert upphaf og endir á íþróttum,“ segir Haraldur Nelson. MMA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að gera blandaðar bardagalistir, MMA, að Ólympíuíþrótt. Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, sagði í viðtali við BBC í lok febrúar að það væri bara tímaspursmál hvenær MMA yrði hluti af Ólympíuleikunum vegna hratt vaxandi vinsælda íþróttarinnar. „Ólympíuleikarnir eru bara viðskipti. Þar vilja menn vilja yngri áhorfendur og stóra sjónvarpssamninga. Miðað við hvert við erum að fara með UFC þá verður MMA Ólympíuíþrótt,“ sagði Fertitta.Gunnar Nelson gæti orðið Ólympíufari.vísir/gettyTaekwondo eins og riverdance Haraldur vonar að svo verði ekki því hann er hræddur um að regluverkinu verði breytt mikið eins og gert hefur verið í öðrum bardagaíþróttum sem hafa orðið hluti af Ólympíuleikunm. „Maður er á tveimur áttum með þetta. Ég man eftir þessari umræðu hjá karatemönnum. Þar skiptust menn í tvo hópa og nýlega átti ég samtal við einn reyndasta karateþjálfara Íslands. Hann vill ekki sjá karate á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er af sömu ástæðu og ég staldra við þetta. Mér finnst allskonar vitleysa fara í gang þegar bardagaíþróttir eru teknar inn á Ólympíuleikana.“ „Þá fara menn að hrúga rugl reglum í þróttina og það er kannski ekkert bara Ólympíuleikunum að kenna. Horfðu bara á taekwondo á ÓL í dag. Það er líkara „riverdance“ en bardagaíþrótt á Ólympíuleikunum. Það er eins og menn séu handalausir. Þeir bara sparka og sparka til að fá sig.“ „Ég er alls ekki að segja að taekwondo sé ekki góð íþrótt eða hana sé ekki got að stunda. Hún er góð undirstaða fyrir aðrar bardagaíþróttir en maður hefur séð breytingar til hins verra á þeirri íþrótt á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur.Haraldur Nelson vill halda íþróttinni óbreyttri.vísir/gettyÍslensk glíma í galla Júdó er önnur íþrótt sem Haraldi finnst hafa verið breytt til hins verra í gegnum tíðina eftir að hún varð hluti af Ólympíuleikunum. „Það er búið að koma með hinar og þessar reglur í júdóið. Nú er bannað til dæmis að sækja í fætur. Ég veit að júdómenn skiptast í tvær fylkingar með þetta líka. Sumum finnst þetta bæta sportið en aðrir glímumenn sem ég hef talað við eru ekki sáttir við þetta aukna regluverk,“ segir Haraldur. „Einn þekktur júdómaður sem er búinn að vinna fjölda titla hér heima sagði við mig að júdó á Ólympíuleikum væri orðið eins og íslensk glíma í Gi (galla). Mér finnst það ansi góð samlíking.“ Haraldur er hræddur um að svipaðir hlutir verði gerðir við blandaðar bardagalistir verði þær einhverntíma teknar inn sem Ólympíuíþróttir. „Ég óttast að það verði dregið úr íþróttinni eins og hún er í dag og menn fari að hrúga inn einhverjum reglum sem skemma MMA. Þá yrði þetta ekki MMA heldur eitthvað ólympískt afstyrmi sem væri ekkert í líkingu við það sport sem við þekkjum í dag,“ segir Haraldur. „Á móti fengi íþróttin auðvitað enn meiri athygli, en hún fær það nú þegar. Ólympíuleikarnir eru ekkert upphaf og endir á íþróttum,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti