Handbolti

Ekki búið að velja hópinn fimm dögum fyrir landsleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Einar og Guðjón Valur landsliðsfyrirliði.
Einar og Guðjón Valur landsliðsfyrirliði. vísir/valli
Norska landsliðið kemur saman í dag til þess að undirbúa sig fyrir landsleiki gegn Íslandi enda aðeins fimm dagar í fyrri leikinn.

Báðir leikirnir fara fram í Þrándheimi. Fyrri leikurinn er á sunnudag en hinn á þriðjudag. Á meðan Norðmenn byrja að æfa er Ísland án þjálfara og ekki er heldur búið að velja endanlegan hóp.

„Liðið kemur ekki saman fyrr en á laugardag,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en eins og glöggir lesendur sjá er það aðeins degi fyrir fyrri leikinn.

Sjá einnig: Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari

Einar segir að leikmannahópurinn sé ekki tilbúinn þó svo örstutt sé í landsleik.

„Það er ekki búið að velja endanlegan hóp,“ segir Einar en þarf ekki að bóka flugfarseðla fyrir leikmenn í tíma?

„Það er búið að undirbúa þetta og forvinna málið. Hópurinn er ekki klár og það mun fylgja þjálfararáðningunni. Það er búið að bóka fullt af farmiðum samt fyrir ákveðna leikmenn.“

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun þá heldur formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, enn í vonina að ganga frá ráðningu á nýjum þjálfara fyrir leikina. Landsliðið hefur verið án þjálfara síðan 22. janúar.


Tengdar fréttir

Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ

Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ.

Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði

Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×