Frelsi að hafa val Birta Björnsdóttir skrifar 26. mars 2016 19:30 Fyrir ári síðan blésu íslenskar konur til sóknar á samfélagsmiðlum, meðal annars til að mótmæla þeirri staðreynd að þar mega geirvörtur karla sjást en ekki kvenna. Haldið var upp á tímamótin í Laugardalslauginni í dag. Kveikjan af brjóstabyltingunni svokölluðu hér á landi var þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af sér berbrjósta á Twitter. Til að þagga niður í gagnrýnisröddunum, skera upp herör gegn hefndarklámi og krefjast jafnrétti og fullveldi yfir eigin líkama birti gríðarlegur fjöldi íslenskra kvenna mynd af sér berbrjósta undir alþjóðlega myllumerkinu #freethenipple. Nú ári síðar, hittust fjölmargar konur í Laugardalslauginni til að halda upp á tímamótinn. Og efri hluti sundfatanna var í mörgum tilfellum skilinn eftir heima. „Þetta er í raun mjög táknrænt. Ójöfnuður er svo ósýnilegur, en hann er kannski hvað augljósastur hér í sundi. Þar þurfa konur að hylja á sér geirvörturnar en karlar ekki,“ segir Stefaní Pálsdóttir, einn skipuleggjenda viðburðarins í dag. Sóley Sigurjónsdóttir tekur í sama streng en hún segist merkja mikla breytingu á viðhorfi fólks á þessu eina ári sem liðið er. „Ég tók sérstaklega eftir því á Twitter undanfarna daga hvað margar stelpur tóku stoltar þátt í ár. Stelpur sem annaðhvort voru smeykar við að taka þátt í fyrra eða gerðu það og leið ekki nógu vel með það. En núna fannst þeim það ekkert mál,“ sagði Sóley. Karen Björk Eyþórsdóttir, sem jafnframt er einn skipuleggjenda, sagðist vona að ekki þyrfti að skipuleggja viðburði sem þessa í framtíðinni. Konur mættu vera berar að ofan þar sem þær vildu þegar þær vildu. Berbrjósta gestir laugarinnar voru sammála um að því fylgdi frelsi að hafa val um hverju mætti klæðast í sundi. Viðtöl við sundlaugargesti má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. #FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30 Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fyrir ári síðan blésu íslenskar konur til sóknar á samfélagsmiðlum, meðal annars til að mótmæla þeirri staðreynd að þar mega geirvörtur karla sjást en ekki kvenna. Haldið var upp á tímamótin í Laugardalslauginni í dag. Kveikjan af brjóstabyltingunni svokölluðu hér á landi var þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af sér berbrjósta á Twitter. Til að þagga niður í gagnrýnisröddunum, skera upp herör gegn hefndarklámi og krefjast jafnrétti og fullveldi yfir eigin líkama birti gríðarlegur fjöldi íslenskra kvenna mynd af sér berbrjósta undir alþjóðlega myllumerkinu #freethenipple. Nú ári síðar, hittust fjölmargar konur í Laugardalslauginni til að halda upp á tímamótinn. Og efri hluti sundfatanna var í mörgum tilfellum skilinn eftir heima. „Þetta er í raun mjög táknrænt. Ójöfnuður er svo ósýnilegur, en hann er kannski hvað augljósastur hér í sundi. Þar þurfa konur að hylja á sér geirvörturnar en karlar ekki,“ segir Stefaní Pálsdóttir, einn skipuleggjenda viðburðarins í dag. Sóley Sigurjónsdóttir tekur í sama streng en hún segist merkja mikla breytingu á viðhorfi fólks á þessu eina ári sem liðið er. „Ég tók sérstaklega eftir því á Twitter undanfarna daga hvað margar stelpur tóku stoltar þátt í ár. Stelpur sem annaðhvort voru smeykar við að taka þátt í fyrra eða gerðu það og leið ekki nógu vel með það. En núna fannst þeim það ekkert mál,“ sagði Sóley. Karen Björk Eyþórsdóttir, sem jafnframt er einn skipuleggjenda, sagðist vona að ekki þyrfti að skipuleggja viðburði sem þessa í framtíðinni. Konur mættu vera berar að ofan þar sem þær vildu þegar þær vildu. Berbrjósta gestir laugarinnar voru sammála um að því fylgdi frelsi að hafa val um hverju mætti klæðast í sundi. Viðtöl við sundlaugargesti má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
#FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30 Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04
Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30
Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50
Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30