Frelsi að hafa val Birta Björnsdóttir skrifar 26. mars 2016 19:30 Fyrir ári síðan blésu íslenskar konur til sóknar á samfélagsmiðlum, meðal annars til að mótmæla þeirri staðreynd að þar mega geirvörtur karla sjást en ekki kvenna. Haldið var upp á tímamótin í Laugardalslauginni í dag. Kveikjan af brjóstabyltingunni svokölluðu hér á landi var þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af sér berbrjósta á Twitter. Til að þagga niður í gagnrýnisröddunum, skera upp herör gegn hefndarklámi og krefjast jafnrétti og fullveldi yfir eigin líkama birti gríðarlegur fjöldi íslenskra kvenna mynd af sér berbrjósta undir alþjóðlega myllumerkinu #freethenipple. Nú ári síðar, hittust fjölmargar konur í Laugardalslauginni til að halda upp á tímamótinn. Og efri hluti sundfatanna var í mörgum tilfellum skilinn eftir heima. „Þetta er í raun mjög táknrænt. Ójöfnuður er svo ósýnilegur, en hann er kannski hvað augljósastur hér í sundi. Þar þurfa konur að hylja á sér geirvörturnar en karlar ekki,“ segir Stefaní Pálsdóttir, einn skipuleggjenda viðburðarins í dag. Sóley Sigurjónsdóttir tekur í sama streng en hún segist merkja mikla breytingu á viðhorfi fólks á þessu eina ári sem liðið er. „Ég tók sérstaklega eftir því á Twitter undanfarna daga hvað margar stelpur tóku stoltar þátt í ár. Stelpur sem annaðhvort voru smeykar við að taka þátt í fyrra eða gerðu það og leið ekki nógu vel með það. En núna fannst þeim það ekkert mál,“ sagði Sóley. Karen Björk Eyþórsdóttir, sem jafnframt er einn skipuleggjenda, sagðist vona að ekki þyrfti að skipuleggja viðburði sem þessa í framtíðinni. Konur mættu vera berar að ofan þar sem þær vildu þegar þær vildu. Berbrjósta gestir laugarinnar voru sammála um að því fylgdi frelsi að hafa val um hverju mætti klæðast í sundi. Viðtöl við sundlaugargesti má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. #FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30 Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Fyrir ári síðan blésu íslenskar konur til sóknar á samfélagsmiðlum, meðal annars til að mótmæla þeirri staðreynd að þar mega geirvörtur karla sjást en ekki kvenna. Haldið var upp á tímamótin í Laugardalslauginni í dag. Kveikjan af brjóstabyltingunni svokölluðu hér á landi var þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af sér berbrjósta á Twitter. Til að þagga niður í gagnrýnisröddunum, skera upp herör gegn hefndarklámi og krefjast jafnrétti og fullveldi yfir eigin líkama birti gríðarlegur fjöldi íslenskra kvenna mynd af sér berbrjósta undir alþjóðlega myllumerkinu #freethenipple. Nú ári síðar, hittust fjölmargar konur í Laugardalslauginni til að halda upp á tímamótinn. Og efri hluti sundfatanna var í mörgum tilfellum skilinn eftir heima. „Þetta er í raun mjög táknrænt. Ójöfnuður er svo ósýnilegur, en hann er kannski hvað augljósastur hér í sundi. Þar þurfa konur að hylja á sér geirvörturnar en karlar ekki,“ segir Stefaní Pálsdóttir, einn skipuleggjenda viðburðarins í dag. Sóley Sigurjónsdóttir tekur í sama streng en hún segist merkja mikla breytingu á viðhorfi fólks á þessu eina ári sem liðið er. „Ég tók sérstaklega eftir því á Twitter undanfarna daga hvað margar stelpur tóku stoltar þátt í ár. Stelpur sem annaðhvort voru smeykar við að taka þátt í fyrra eða gerðu það og leið ekki nógu vel með það. En núna fannst þeim það ekkert mál,“ sagði Sóley. Karen Björk Eyþórsdóttir, sem jafnframt er einn skipuleggjenda, sagðist vona að ekki þyrfti að skipuleggja viðburði sem þessa í framtíðinni. Konur mættu vera berar að ofan þar sem þær vildu þegar þær vildu. Berbrjósta gestir laugarinnar voru sammála um að því fylgdi frelsi að hafa val um hverju mætti klæðast í sundi. Viðtöl við sundlaugargesti má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
#FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30 Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04
Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30
Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50
Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30