Brynjar vill komast að í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2016 19:00 Brynjar Guðmundsson hefur sett stefnuna á að komast að hjá liði í NFL-deildinni og telur að hann eigi góðan möguleika á því. Brynjar sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þessi 22 ára kappi er nýútskrifaður úr University of South Florida þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann á íslenskan föður og hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Eftir að hafa vakið athygli fyrir góða frammistöðu með miðskólaliði sínu komst hann að í sterku háskólaliði þar sem hann spilaði í fjögur ár, ávallt sem byrjunarliðsmaður. „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var tíu ára gamall og hef því verið í þessu í tíu ár,“ segir Brynjar. „Það er draumur minn að gerast atvinnumaður eins og hjá svo mörgum, sérstaklega þeim sem spila í háskóla. Þar vilja allir komast áfram.“Vísir/GettyGóð viðbrögð frá NFL-liðum Hann er sáttur við sinn háskólaferil en þó nokkrir leikmenn hafa komið úr skóla hans í NFL-deildina. Meðal þeirra má nefna Jason Pierre-Paul, leikmann New York Giants. „Það gekk á ýmsu hjá mér í háskólanum og þetta var upp og niður eins og gengur og gerist en við enduðum þetta vel og komust í Bowl Game [úrslitaleik] í Miami. Það var ein besta reynsla lífs míns.“ Brynjar telur að hann eigi góðan möguleika á því að komast í NFL-deildina. „Ég hef lagt mikið á mig til þess og tekið margar ákvarðanir í mínu lífi sem hafa tekið mið af því að komast þangað,“ segir Brynjar sem er með umboðsmann á sínum snærum. „Hann hefur rætt við liðin og ég hef fengið góð viðbrögð, sem er hvatning fyrir mig. Það er svo bara spurning hvernig ég vinn úr því.“ Nýliðavalið fyrir NFL-deildina fer fram dagana 28.-30. apríl en þó svo að Brynjar verði ekki valinn þá er ekki öll nótt úti enn. „Alls ekki. Margir fá símtal strax eftir valið og er boðið að æfa með liðunum. Það er í raun það eina sem maður vill - að fá tækifæri til að sýna sig.“Vísir/GettySterkt nafn sem passar vel Brynjar tekur undir að það sé algeng saga um sóknarlínumenn að þeir séu almennt gáfaðri en aðrir leikmenn sem spila íþróttina. „Það er vissulega steríótýpa sem er í gangi. Við skorum kannski ekki snertimörkin eða fáum boltann. En við stjórnum hraða leiksins og í hverju einasta kerfi er maður að berjast við mann sem er jafn stórt og þú. Þetta er harður slagur í hvert einasta skipti og maður þarf á sama tíma að hugsa um kerfið og það næsta. Það er því að mörgu að huga.“ Hann segist einnig hafa fengið skemmtileg viðbrögð út á sitt íslenska nafn í gegnum tíðina og er stoltur af því að vera Íslendingur. „Það hafa allir margar spurningar út af nafninu mínu. En þegar það kynnist mér finnst því að það sé sterkt nafn sem passi vel við mig,“ sagði Brynjar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. NFL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blika stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Brynjar Guðmundsson hefur sett stefnuna á að komast að hjá liði í NFL-deildinni og telur að hann eigi góðan möguleika á því. Brynjar sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þessi 22 ára kappi er nýútskrifaður úr University of South Florida þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann á íslenskan föður og hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Eftir að hafa vakið athygli fyrir góða frammistöðu með miðskólaliði sínu komst hann að í sterku háskólaliði þar sem hann spilaði í fjögur ár, ávallt sem byrjunarliðsmaður. „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var tíu ára gamall og hef því verið í þessu í tíu ár,“ segir Brynjar. „Það er draumur minn að gerast atvinnumaður eins og hjá svo mörgum, sérstaklega þeim sem spila í háskóla. Þar vilja allir komast áfram.“Vísir/GettyGóð viðbrögð frá NFL-liðum Hann er sáttur við sinn háskólaferil en þó nokkrir leikmenn hafa komið úr skóla hans í NFL-deildina. Meðal þeirra má nefna Jason Pierre-Paul, leikmann New York Giants. „Það gekk á ýmsu hjá mér í háskólanum og þetta var upp og niður eins og gengur og gerist en við enduðum þetta vel og komust í Bowl Game [úrslitaleik] í Miami. Það var ein besta reynsla lífs míns.“ Brynjar telur að hann eigi góðan möguleika á því að komast í NFL-deildina. „Ég hef lagt mikið á mig til þess og tekið margar ákvarðanir í mínu lífi sem hafa tekið mið af því að komast þangað,“ segir Brynjar sem er með umboðsmann á sínum snærum. „Hann hefur rætt við liðin og ég hef fengið góð viðbrögð, sem er hvatning fyrir mig. Það er svo bara spurning hvernig ég vinn úr því.“ Nýliðavalið fyrir NFL-deildina fer fram dagana 28.-30. apríl en þó svo að Brynjar verði ekki valinn þá er ekki öll nótt úti enn. „Alls ekki. Margir fá símtal strax eftir valið og er boðið að æfa með liðunum. Það er í raun það eina sem maður vill - að fá tækifæri til að sýna sig.“Vísir/GettySterkt nafn sem passar vel Brynjar tekur undir að það sé algeng saga um sóknarlínumenn að þeir séu almennt gáfaðri en aðrir leikmenn sem spila íþróttina. „Það er vissulega steríótýpa sem er í gangi. Við skorum kannski ekki snertimörkin eða fáum boltann. En við stjórnum hraða leiksins og í hverju einasta kerfi er maður að berjast við mann sem er jafn stórt og þú. Þetta er harður slagur í hvert einasta skipti og maður þarf á sama tíma að hugsa um kerfið og það næsta. Það er því að mörgu að huga.“ Hann segist einnig hafa fengið skemmtileg viðbrögð út á sitt íslenska nafn í gegnum tíðina og er stoltur af því að vera Íslendingur. „Það hafa allir margar spurningar út af nafninu mínu. En þegar það kynnist mér finnst því að það sé sterkt nafn sem passi vel við mig,“ sagði Brynjar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
NFL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blika stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira