Gott að hafa Beck í KR-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2016 16:15 Þórólfur Beck. Myndasafn Fréttablaðsins KR-ingar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar á síðustu fjórum tímabilunum sem Þórólfur Beck kláraði með liðinu á sjöunda áratugnum. Sögufróðir KR-ingar fagna því að félagið hafi endurheimt Beck í liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni í fótbolta. Sigurður Helgason þekkir mjög vel til í KR enda hefur hann unnið fyrir félagið í tugi ára og þessi mikli KR-ingur sá strax mjög jákvæða hluti við komu Dananna Morten Beck Andersen og Morten Beck til félagsins. „Þetta veit á gott að hafa tvo Beck í liðinu. Síðast þegar Beck spilaði með KR vann liðið Íslandsmótið 1968. Það var Þórólfur Beck sem lék þá með KR eftir að hafa öðlazt á ný áhugamanna réttindi sín eftir glæstan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu," skrifaði Sigurður Helgason á fésbókina um leið og hann deildi frétt Vísis frá því í gær. Þórólfur Beck var lykilmaður í sigri KR á Íslandsmótinu 1968 en KR vann ekki titilinn síðan í 31 ár eftir að hann lagði skóna á hilluna. Þórólfur meiddist illa á ökkla sumarið eftir og lagði svo skóna á hilluna í kjölfarið. Þórólfur Beck varð alls þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR en hann vann titilinn einnig 1959 og 1961. Hann varð einnig þrisvar markahæsti leikmaður deildarinnar, 1959 (11 mörk), 1960 (15 mörk) og 1961 (16 mörk) áður en hann fór út í atvinnumennskuna og bætti markamet deildarinnar í tvö seinni skiptin. Markmet Þórólfs frá sumrinu 1961, 16 mörk, stóð í tólf ár eða þangað til að Hermann Gunnarsson bætti það sumarið 1973. Sumarið 1959 var spiluðu tvöföld umferð í fyrsta sinn og þá vann KR-liðið með Þórólfur Beck í fararbroddi alla tíu leiki tímabilsins. Það KR-liðið er eina liðið í efstu deild sem hefur náð fullu húsi á Íslandsmótinu síðan að liðin fóru að spila heima og að heiman. Kannski verður of af mikið Beck-áhrifum í KR-liðinu en það mun koma í ljós. Nýju mennirnir ættu að styrkja bæði vörnina og sóknina fyrir Pepsi-deildina í sumar. Morten Beck er 21 árs og 180 sentímetra hægri bakvörður en Morten Beck Andersen er 28 ára og 190 sentímetra sóknarmaður. Hvernig menn koma til að greina nöfnin í sundur á enn eftir að koma í ljós.Þetta veit á gott að hafa tvo Beck í liðinu. Síðast þegar Beck spilaði með KR vann liðið Íslandsmótið 1968. Það var Þóró...Posted by Siggi Helgason on 22. mars 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Annar Dani til KR Morten Beck Andersen, 28 ára Dani, er genginn til liðs við KR. 5. febrúar 2016 12:55 Tveir Morten Beck í KR Bakvörðurinn Morten Beck er kominn með leikheimild hjá KR. 22. mars 2016 19:46 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
KR-ingar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar á síðustu fjórum tímabilunum sem Þórólfur Beck kláraði með liðinu á sjöunda áratugnum. Sögufróðir KR-ingar fagna því að félagið hafi endurheimt Beck í liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni í fótbolta. Sigurður Helgason þekkir mjög vel til í KR enda hefur hann unnið fyrir félagið í tugi ára og þessi mikli KR-ingur sá strax mjög jákvæða hluti við komu Dananna Morten Beck Andersen og Morten Beck til félagsins. „Þetta veit á gott að hafa tvo Beck í liðinu. Síðast þegar Beck spilaði með KR vann liðið Íslandsmótið 1968. Það var Þórólfur Beck sem lék þá með KR eftir að hafa öðlazt á ný áhugamanna réttindi sín eftir glæstan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu," skrifaði Sigurður Helgason á fésbókina um leið og hann deildi frétt Vísis frá því í gær. Þórólfur Beck var lykilmaður í sigri KR á Íslandsmótinu 1968 en KR vann ekki titilinn síðan í 31 ár eftir að hann lagði skóna á hilluna. Þórólfur meiddist illa á ökkla sumarið eftir og lagði svo skóna á hilluna í kjölfarið. Þórólfur Beck varð alls þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR en hann vann titilinn einnig 1959 og 1961. Hann varð einnig þrisvar markahæsti leikmaður deildarinnar, 1959 (11 mörk), 1960 (15 mörk) og 1961 (16 mörk) áður en hann fór út í atvinnumennskuna og bætti markamet deildarinnar í tvö seinni skiptin. Markmet Þórólfs frá sumrinu 1961, 16 mörk, stóð í tólf ár eða þangað til að Hermann Gunnarsson bætti það sumarið 1973. Sumarið 1959 var spiluðu tvöföld umferð í fyrsta sinn og þá vann KR-liðið með Þórólfur Beck í fararbroddi alla tíu leiki tímabilsins. Það KR-liðið er eina liðið í efstu deild sem hefur náð fullu húsi á Íslandsmótinu síðan að liðin fóru að spila heima og að heiman. Kannski verður of af mikið Beck-áhrifum í KR-liðinu en það mun koma í ljós. Nýju mennirnir ættu að styrkja bæði vörnina og sóknina fyrir Pepsi-deildina í sumar. Morten Beck er 21 árs og 180 sentímetra hægri bakvörður en Morten Beck Andersen er 28 ára og 190 sentímetra sóknarmaður. Hvernig menn koma til að greina nöfnin í sundur á enn eftir að koma í ljós.Þetta veit á gott að hafa tvo Beck í liðinu. Síðast þegar Beck spilaði með KR vann liðið Íslandsmótið 1968. Það var Þóró...Posted by Siggi Helgason on 22. mars 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Annar Dani til KR Morten Beck Andersen, 28 ára Dani, er genginn til liðs við KR. 5. febrúar 2016 12:55 Tveir Morten Beck í KR Bakvörðurinn Morten Beck er kominn með leikheimild hjá KR. 22. mars 2016 19:46 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Annar Dani til KR Morten Beck Andersen, 28 ára Dani, er genginn til liðs við KR. 5. febrúar 2016 12:55
Tveir Morten Beck í KR Bakvörðurinn Morten Beck er kominn með leikheimild hjá KR. 22. mars 2016 19:46