Íslenski boltinn

Stefán Ragnar baðst afsökunar í yfirlýsingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Ragnar Guðlaugsson gekk í raðir Selfoss fyrr á þessu ári.
Stefán Ragnar Guðlaugsson gekk í raðir Selfoss fyrr á þessu ári. Mynd/Sunnlenska.is
Stefán Ragnar Guðlaugsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar atvik í leik Selfoss og KA í Lengjubikar karla um helgina:

Stefán Ragnar, sem er fyrirliði Selfoss, skallaði þá Elfar Árna Aðalsteinsson, sóknarmann KA, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum í dag.

Sjá einnig: Aðeins gult spjald fyrir að skalla andstæðing

Yfirlýsingin birtist á sunnlenska.is í dag en Elfar Árni greindi frá því í samtali við Vísi í dag að Stefán Ragnar hefði hringt í hann og beðist afsökunar.

„Við áttum gott spjall og þessu máli er lokið af minni hálfu,“ sagði Elfar Árni.

Sjá einnig: Elfar Árni: Mjög hissa er ég sá að hann fékk aðeins gult

Yfirlýsing Stefáns Ragnars:

„Ég harma mjög atvikið sem gerðist í leiknum gegn KA um helgina. Ég missti stjórn á skapi mínu og brást ekki rétt við. Í morgun hringdi ég í Elvar Árna og bað hann afsökunar. Við áttum gott samtal og ég vil þakka honum skilninginn,“ segir Stefán Ragnar í yfirlýsingu sinni.

„Um leið vil ég biðja alla er málið varðar; hvort sem það eru ungir krakkar að æfa á Selfossi eða í öðrum félögum og líta upp til eldri leikmanna, aðstandendur, knattspyrnuáhugamenn eða liðsfélagar mínir innilega afsökunar. Ég brást á mikilvægum tímapunkti í leiknum og mun draga lærdóm af því.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×