Mansal í Vík: Sætir nálgunarbanni gegn eiginkonu sinni Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2016 14:13 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða nálgunarbann gagnvart eiginkonu sinni. Að mati lögreglustjórans á Suðurlandi er fyrir hendi rökstuddur grunur um að maðurinn hafi ítrekað beitt konu sína ofbeldi. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en það var í nóvember síðastliðnum. Þá hafði lögregla verið kölluð til vegna ofbeldis sem konan sagði hann hafa beitt sig. Konan óskaði þó stuttu síðar sjálf eftir því að nálgunarbannið yrði fellt úr gildi, þar sem hún vildi reyna að láta hjónabandið ganga.Að því er segir í úrskurði Hæstaréttar frá því fyrir helgi var maðurinn þó ákærður fyrir hina meintu árás og hófst aðalmeðferð í því máli í byrjun febrúar. Eftir aðalmeðferðina hafði konan samband við réttargæslumann sinn og óskaði eftir aðstoð af ótta við manninn, sem hún sagði hafa reiðst eftir aðalmeðferðina.Sjá einnig: Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Manninum var því vísað af heimili þeirra og hann látinn sæta nálgunarbanni með ákvörðun lögreglustjóra þann 10. febrúar, rétt rúmri viku áður en lögreglan á Suðurlandi réðst í umfangsmiklar aðgerðir vegna hins meinta mansals og vinnuþrælkunar og handtók manninn. Í úrskurði Hæstaréttar var meðal annars litið til þess að konan saki mann sinn, sem látinn hefur verið laus úr gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins en sætir enn farbanni, meðal annars um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð hennar við skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins. Brotin sem manninum eru gerð að sök í mansalsmálinu varða allt að tólf ára fangelsi. Lögregla segir rannsókn sína hafa leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar vörur frá saumastofu sinni í Vík, Vonta International, á heimili sitt og látið konurnar þar vinna að þeim í leyni. Þær hafi aldrei fengið launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna. Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða nálgunarbann gagnvart eiginkonu sinni. Að mati lögreglustjórans á Suðurlandi er fyrir hendi rökstuddur grunur um að maðurinn hafi ítrekað beitt konu sína ofbeldi. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en það var í nóvember síðastliðnum. Þá hafði lögregla verið kölluð til vegna ofbeldis sem konan sagði hann hafa beitt sig. Konan óskaði þó stuttu síðar sjálf eftir því að nálgunarbannið yrði fellt úr gildi, þar sem hún vildi reyna að láta hjónabandið ganga.Að því er segir í úrskurði Hæstaréttar frá því fyrir helgi var maðurinn þó ákærður fyrir hina meintu árás og hófst aðalmeðferð í því máli í byrjun febrúar. Eftir aðalmeðferðina hafði konan samband við réttargæslumann sinn og óskaði eftir aðstoð af ótta við manninn, sem hún sagði hafa reiðst eftir aðalmeðferðina.Sjá einnig: Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Manninum var því vísað af heimili þeirra og hann látinn sæta nálgunarbanni með ákvörðun lögreglustjóra þann 10. febrúar, rétt rúmri viku áður en lögreglan á Suðurlandi réðst í umfangsmiklar aðgerðir vegna hins meinta mansals og vinnuþrælkunar og handtók manninn. Í úrskurði Hæstaréttar var meðal annars litið til þess að konan saki mann sinn, sem látinn hefur verið laus úr gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins en sætir enn farbanni, meðal annars um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð hennar við skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins. Brotin sem manninum eru gerð að sök í mansalsmálinu varða allt að tólf ára fangelsi. Lögregla segir rannsókn sína hafa leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar vörur frá saumastofu sinni í Vík, Vonta International, á heimili sitt og látið konurnar þar vinna að þeim í leyni. Þær hafi aldrei fengið launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30
Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07
Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00
Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15