Handbolti

Tap gegn Austurríki og Ísland úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta U20 ára landsliðsins.
Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta U20 ára landsliðsins. vísir/daniel
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri spilar ekki í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar eftir tap gegn Austurríki í dag, 25-22.

Ísland hefði þurft sigur í leiknum í dag eftir stórtap, 39-21, fyrir Ungverjalandi í gær, en allt kom fyrir ekki og sitja því okkar stelpur eftir.

Austurríki var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-11, og sigldi sigrinum svo heim í síðari hálfleik, en lokatölur urðu þriggja marka sigur Austuríkis, 25-22.

Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst með sjö mörk, en næst kom Bryndhildur Bergmann Kjartansdóttir með fjögur mörk. Þær Thea Irmani Sturludóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor og Sólveig Kristjánsdóttir og Birta Sveinsdóttir sitt hvort eitt markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×