FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti ingvar haraldsson skrifar 31. mars 2016 13:11 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Fjármálaeftirlitið (FME) telur verklag Landsbankans við sölu á 31,2 prósenta eignarhlut hans í Borgun hafi ekki að öllu leyti samræmst eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum á fjármálamarkaði samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Þá telur FME að verklagi Landsbankans við söluna hafi verið áfátt og það heilt á litið ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FME.FME telur að gera verði sérstaklega ríka kröfu til fagmennsku og vandvirkni í vinnubrögðum þegar verið er að selja eignir í eigu viðskiptabanka að stærstum hluta í eigu ríkisins, ekki í opnu söluferli og með einn tilboðsgjafa. „Í því felst m.a. að leggja sérstakt mat á orðsporsáhættu sem getur fylgt því að hafa söluferlið ekki opið og kanna hvort sérfræðiaðstoð þriðja aðila og/eða sjálfstæð áreiðanleikakönnun sé til þess fallin að veita bankanum aukinn aðgang að gögnum og upplýsingum um félagið í söluferlinu,“ segir FME.FME telur Landsbankann hafa brugðist viðÞá hefur Landsbankinn tilkynnt um að hann hafi komið á fót aðgerðaáætlun til að efla stjórnarhætti bankans varðandi sölu eigna til að koma í veg fyrir sambærileg álitamál komi upp og við söluna á eignarhlutnum í Borgun. Þar kemur meðal annars fram að meginreglan sé að söluferli sé opið. Frávik frá þeirri meginreglu verður að vera rökstutt, skráð og háð samþykki bankaráðs.FME segir að þar sem bankinn hefur að eigin frumkvæði tilkynnt stofnuninni að hann hafi í hyggju að grípa til aðgerða, í því skyni að taka þá þætti í starfsemi sinni er málið varðar til endurskoðunar, telur stofnunin ekki tilefni til frekari aðgerða að svo stöddu en óskar þó eftir að vera upplýst um framgang endurskoðunar á verklagi. Borgunarmálið Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) telur verklag Landsbankans við sölu á 31,2 prósenta eignarhlut hans í Borgun hafi ekki að öllu leyti samræmst eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum á fjármálamarkaði samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Þá telur FME að verklagi Landsbankans við söluna hafi verið áfátt og það heilt á litið ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FME.FME telur að gera verði sérstaklega ríka kröfu til fagmennsku og vandvirkni í vinnubrögðum þegar verið er að selja eignir í eigu viðskiptabanka að stærstum hluta í eigu ríkisins, ekki í opnu söluferli og með einn tilboðsgjafa. „Í því felst m.a. að leggja sérstakt mat á orðsporsáhættu sem getur fylgt því að hafa söluferlið ekki opið og kanna hvort sérfræðiaðstoð þriðja aðila og/eða sjálfstæð áreiðanleikakönnun sé til þess fallin að veita bankanum aukinn aðgang að gögnum og upplýsingum um félagið í söluferlinu,“ segir FME.FME telur Landsbankann hafa brugðist viðÞá hefur Landsbankinn tilkynnt um að hann hafi komið á fót aðgerðaáætlun til að efla stjórnarhætti bankans varðandi sölu eigna til að koma í veg fyrir sambærileg álitamál komi upp og við söluna á eignarhlutnum í Borgun. Þar kemur meðal annars fram að meginreglan sé að söluferli sé opið. Frávik frá þeirri meginreglu verður að vera rökstutt, skráð og háð samþykki bankaráðs.FME segir að þar sem bankinn hefur að eigin frumkvæði tilkynnt stofnuninni að hann hafi í hyggju að grípa til aðgerða, í því skyni að taka þá þætti í starfsemi sinni er málið varðar til endurskoðunar, telur stofnunin ekki tilefni til frekari aðgerða að svo stöddu en óskar þó eftir að vera upplýst um framgang endurskoðunar á verklagi.
Borgunarmálið Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent