Nítján ára með krabbamein tók við bikarnum: „Hjálpar mikið að fá svona andlegan styrk“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 13:30 Þórarinn Leví Traustason lyftir deildarmeistarabikarnum í miðri krabbameinsmeðferð. vísir/anton brink Það kom kannski einhverjum á óvart að Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyfti ekki bikarnum þegar Íslandsmeistararnir voru krýndir deildarmeistarar 2016 í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Val í Schenker-höllinni að Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Það var heldur ekki Jón Þorbjörn Jóhannsson, Heimir Óli Heimisson, Tjörvi Þorgeirsson, Janus Daði Smárason eða önnur af stjörnum liðsins. Sá sem tók við bikarnum var hinn 19 ára gamli Þórarinn Leví Traustason, strákur sem hefur spilað með Haukum alla sína tíð. Þórarinn var að spila sinn fyrsta leik síðan í byrjun móts en þetta var aðeins í sjötta skipti sem hann var á skýrslu í vetur. Hann varð nefnilega fyrir því áfalli í október á síðasta ári að greinast með krabbamein. „Það var frábært að fá að vera í hóp og hita upp með strákunum. Ég bjóst kannski við að fá að fara inn á og taka eitt víti en strákarnir komu mér á óvart með því að leyfa mér að lyfta bikarnum. Það var ekki leiðinlegt að lyfta dollunni,“ segir Þórarinn Leví í viðtali við Vísi. „Þetta hjálpar alveg gríðarlega í veikindunum. Mamma átti líka afmæli þennan dag þannig þetta var bara stórkostlegt. Það hjálpar mér svo mikið að fá svona andlegan styrk.“Þórarinn Leví hefur bikarinn á loft með vinum sínum og liðsfélögum.vísir/anton brinkÚr melónu í vínber Þessi 19 ára gamli drengur greindist með krabbamein í vöðva í mjaðmagrind fyrir hálfu ári og hefur sem fyrr segir ekkert spilað síðan. Það er þó gaman frá því að segja að meðferðin gengur vonum framar. „Æxlið var orðið jafn stórt og melóna en lyfjagjöfin gekk svo vel að 90 prósent af því er farið þannig þetta er eins og vínber núna,“ segir Þórarinn léttur. „Læknarnir segja að þetta sé alveg magnað og vegna þess að það hefur minnkað svona mikið þá var hætt við aðgerðina sem stóð til. Það eru bestu fréttir sem ég hef fengið á ævinni.“ Meðferðin gengur svo vel hjá Þórarni að stefnt er að hann úrskrifist úr öllu nánast sléttu ári eftir að hann var fyrst greindur.vísir/anton brinkNámið nú í forgang „Þetta hefur gengið svo svakalega vel að samkvæmt plani eru fimm lyfjameðferðir eftir og ellefu geislameðferðir. Það er talað um útskrift í október. Eftir það verð ég bara í eftirliti en ekki lyfjameðferðum þannig þá get ég hægt og rólega komið mér í form og vonandi aftur í boltann,“ segir Þórarinn sem hefur mjög eðlilega lítið getað æft í veikindunum. „Ég reyni að æfa smá en það er nú samt eitthvað minna. Það skiptir mig miklu meira máli að fara að hitta strákana og vera hluti af hópnum af og til. Það gerir meira fyrir mig andlega heldur líkamlega. Ég viðurkenni líka alveg að ég hef fitnað smá,“ segir Þórarinn léttur í bragði. Þórarinn, sem varð Íslandsmeistari með Haukum í fyrra, vonast til að getað spilað handbolta sem fyrst aftur enda er það sportið sem brennur inn í honum. Hann er þó skynsamur og ætlar að passa upp á námið. „Handboltinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér en í veikindunum hef ég ekki getað stundað skólann þannig núna verð ég líklega að setja hann í fyrsta sæti,“ segir Þórarinn sem stundar nám við Flensborgarskólann eins og alvöru Hafnfirðingur. „Markmiðið hefur alltaf verið að standa sig í handboltanum en nú held ég að maður verði að drífa sig í skólann og læra frekar en að taka aukaæfingar,“ segir Þórarinn Leví Traustason. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Það kom kannski einhverjum á óvart að Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyfti ekki bikarnum þegar Íslandsmeistararnir voru krýndir deildarmeistarar 2016 í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Val í Schenker-höllinni að Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Það var heldur ekki Jón Þorbjörn Jóhannsson, Heimir Óli Heimisson, Tjörvi Þorgeirsson, Janus Daði Smárason eða önnur af stjörnum liðsins. Sá sem tók við bikarnum var hinn 19 ára gamli Þórarinn Leví Traustason, strákur sem hefur spilað með Haukum alla sína tíð. Þórarinn var að spila sinn fyrsta leik síðan í byrjun móts en þetta var aðeins í sjötta skipti sem hann var á skýrslu í vetur. Hann varð nefnilega fyrir því áfalli í október á síðasta ári að greinast með krabbamein. „Það var frábært að fá að vera í hóp og hita upp með strákunum. Ég bjóst kannski við að fá að fara inn á og taka eitt víti en strákarnir komu mér á óvart með því að leyfa mér að lyfta bikarnum. Það var ekki leiðinlegt að lyfta dollunni,“ segir Þórarinn Leví í viðtali við Vísi. „Þetta hjálpar alveg gríðarlega í veikindunum. Mamma átti líka afmæli þennan dag þannig þetta var bara stórkostlegt. Það hjálpar mér svo mikið að fá svona andlegan styrk.“Þórarinn Leví hefur bikarinn á loft með vinum sínum og liðsfélögum.vísir/anton brinkÚr melónu í vínber Þessi 19 ára gamli drengur greindist með krabbamein í vöðva í mjaðmagrind fyrir hálfu ári og hefur sem fyrr segir ekkert spilað síðan. Það er þó gaman frá því að segja að meðferðin gengur vonum framar. „Æxlið var orðið jafn stórt og melóna en lyfjagjöfin gekk svo vel að 90 prósent af því er farið þannig þetta er eins og vínber núna,“ segir Þórarinn léttur. „Læknarnir segja að þetta sé alveg magnað og vegna þess að það hefur minnkað svona mikið þá var hætt við aðgerðina sem stóð til. Það eru bestu fréttir sem ég hef fengið á ævinni.“ Meðferðin gengur svo vel hjá Þórarni að stefnt er að hann úrskrifist úr öllu nánast sléttu ári eftir að hann var fyrst greindur.vísir/anton brinkNámið nú í forgang „Þetta hefur gengið svo svakalega vel að samkvæmt plani eru fimm lyfjameðferðir eftir og ellefu geislameðferðir. Það er talað um útskrift í október. Eftir það verð ég bara í eftirliti en ekki lyfjameðferðum þannig þá get ég hægt og rólega komið mér í form og vonandi aftur í boltann,“ segir Þórarinn sem hefur mjög eðlilega lítið getað æft í veikindunum. „Ég reyni að æfa smá en það er nú samt eitthvað minna. Það skiptir mig miklu meira máli að fara að hitta strákana og vera hluti af hópnum af og til. Það gerir meira fyrir mig andlega heldur líkamlega. Ég viðurkenni líka alveg að ég hef fitnað smá,“ segir Þórarinn léttur í bragði. Þórarinn, sem varð Íslandsmeistari með Haukum í fyrra, vonast til að getað spilað handbolta sem fyrst aftur enda er það sportið sem brennur inn í honum. Hann er þó skynsamur og ætlar að passa upp á námið. „Handboltinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér en í veikindunum hef ég ekki getað stundað skólann þannig núna verð ég líklega að setja hann í fyrsta sæti,“ segir Þórarinn sem stundar nám við Flensborgarskólann eins og alvöru Hafnfirðingur. „Markmiðið hefur alltaf verið að standa sig í handboltanum en nú held ég að maður verði að drífa sig í skólann og læra frekar en að taka aukaæfingar,“ segir Þórarinn Leví Traustason.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira