Umhverfissóðaskapur í páskaeggjum? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2016 15:15 Páskaeggin eru ómissandi hefð en spurningin er hvort allt plastið sem þeim fylgir sé einnig ómissandi? Vísir/Stefán Að gæða sér á páskaeggi er ein helsta páskahefðin hér á landi og kaupa Íslendingar gríðarlegt magn af páskaeggjum fyrir hverja páska. Í þeim leynist ýmislegt sælgæti en þó er galli á gjöf Njarðar. Sælgætinu er oftar en ekki pakkað inn í marga litla plastpoka líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd, og sýnist sitt hverjum, telja ýmsir að þetta sé mikill umhverfissóðaskapur. Andrési Skúlasyni blöskraði magnið af plastpokum sem finna mátti í páskaegginu sem hann gæddi sér á um páskana og setti hann mynd á Facebook-síðu sína sem vakið hefur talsverða athygli. Var myndinni deilt inn á Facebook-síðu Vakandi, samtökum sem vilja auka vitundarvakningu um sóun matvæla. Virðist þetta vera mörgum hugleikið en inn á Facebook-síðu Byltingu gegn umbúðum, síðu sem ætluð er að vekja íbúa Íslands til umhugsunar um umbúðaflæmi og óþarfar umbúðir, er mörgum áþekkum myndum deilt inn á síðuna þar sem páskaeggjaframleiðendur eru hvattir til að draga úr plastnotkun sinni.Ansi margir plastpokar hér á ferð.Mynd/Andrés SkúlasonÍ samtali við Vísi segir Andrés að honum hafi hreinlega blöskrað að veiða sex poka úr plasti utan um nammi upp úr páskaeggi sínu. „Maður hélt kannski að hér væri fólk að vakna til meðvitundar varðandi umbúðafarganið hér þá virðist fara vaxandi,“ segir Andrés. „Ef menn horfa á þetta í víðara samhengi varðandi hvernig uppsöfnun á plasti er að verða í lífkeðjunni, bæði á sjó og landi þá er það fáranleg stefna að framleiðendur séu ekki orðnir meðvitaðri en þetta.“Gríðarlegt magn af plasti losað út í umhverfið á ári hverju Samkvæmt skýrslu sem Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) gaf út fyrr á árinu er gríðarlegt magn af plasti losað út í umhverfið á hverju ári. Áætlað er að um 8 milljón tonn af plasti endi í sjónum á hverju ári. Það jafngildir því að heilum ruslabíl af plasti sé sturtað út í sjóinn á mínútu fresti. Áætlað er nú að um 150 milljón tonn af plasti séu í sjónum og er það ein helsta niðurstaða skýrslunnar að árið 2050 verði meira magn af plasti í sjónum heldur en af fiski. Það getur tekið hundruð ár fyrir plast til þess að brotna niður í umhverfinu.Talið er að magn plasts í sjónum muni aukast til muna á næstu árum verði ekkert að gert.Vísir/GettyTil þess að stemma stigu við þetta hafa sprottið upp hreyfingar, meðal annars Bylting gegn umbúðum hér á landi, þar sem reynt er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun, það sé óþarfi að pakka öllu inn í plast. Víða erlendis tíðkast það að búðir bjóða upp á það að viðskiptavinir geti losað sig við óþarfa umbúðir og hefur myndast vísir af því hér á landi.Plastið hverfur ekki á næstunni en stefnt að því að minnka notkun þess Auðjón Guðmundsson, markaðsstjóri hjá Nóa-Síríus segir að ástæðan fyrir öllu þessu plasti utan um nammið í páskaeggjunum sé í raun einföld. „Ástæðan fyrir að sumar vörur eru settar í plast inn í eggjunum er sú að það er verið að verja þær eða aðrar vörur, það getur verið smitun á milli, sérstaklega í bragði,“ segir Auðjón. Hann segir þó að það sé stefna fyrirtækisins að minnka notkun á plasti og fyrirtækið hafi nú þegar tekið skref í þá átt. „Við vorum með egg í plastbökkum þar sem við minnkuðum plastbakkana og hættum svo síðar að nota þá og færðum okkur yfir í hefðbundna eggjabakka úr pappa. Lítil páskaegg í lausu voru einnig í plastbökkum og við erum hættir að nota þá,“ segir Auðjón.Sjá einnig: Gísli Marteinn skilur umbúðir eftir í búðumAðspurður að því hvort að það kæmi til greina að nota aðra tegund af umbúðum, jafnvel einhverjar sem brotni niður í náttúrunni á fljótari hátt en plastið, segir Auðjón að þróunin í umbúðum sé hröð en tryggja verði þó gæði þess sem umbúðirnar eigi að fara utan um. „Þetta eru viðkvæmar vörur og við verðum þá að vera öruggir með það sem er inn í egginu þannig að það sé ekki að brotna niður þar inni,“ segir Auðjón. „Það eru að verða miklar framfarir hvað varðar umbúðir, gerð þeirra og endurvinnslu og það er eitthvað sem við fylgjumst með.“ Hann segir að fyrirtækið stefni að því að minnka umhverfisspor sitt og mögulega sé hægt að skoða betur hvaða vörur fari inn í páskaeggin þannig að ekki sé jafn mikil þörf á plastinu og nú. Eitthvað sé þó í það að páskaeggjanamminu verði ekki lengur pakkað í plast. „Það er hagur okkur að gera hlutina á umhverfisvænan hátt ef við finnum góðar lausnir,“ segir Auðjón. „Ég get hinsvegar ekki lofaði því að við losnum við plastið alveg, í það minnsta ekki í einu skrefi.“ Páskar Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Að gæða sér á páskaeggi er ein helsta páskahefðin hér á landi og kaupa Íslendingar gríðarlegt magn af páskaeggjum fyrir hverja páska. Í þeim leynist ýmislegt sælgæti en þó er galli á gjöf Njarðar. Sælgætinu er oftar en ekki pakkað inn í marga litla plastpoka líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd, og sýnist sitt hverjum, telja ýmsir að þetta sé mikill umhverfissóðaskapur. Andrési Skúlasyni blöskraði magnið af plastpokum sem finna mátti í páskaegginu sem hann gæddi sér á um páskana og setti hann mynd á Facebook-síðu sína sem vakið hefur talsverða athygli. Var myndinni deilt inn á Facebook-síðu Vakandi, samtökum sem vilja auka vitundarvakningu um sóun matvæla. Virðist þetta vera mörgum hugleikið en inn á Facebook-síðu Byltingu gegn umbúðum, síðu sem ætluð er að vekja íbúa Íslands til umhugsunar um umbúðaflæmi og óþarfar umbúðir, er mörgum áþekkum myndum deilt inn á síðuna þar sem páskaeggjaframleiðendur eru hvattir til að draga úr plastnotkun sinni.Ansi margir plastpokar hér á ferð.Mynd/Andrés SkúlasonÍ samtali við Vísi segir Andrés að honum hafi hreinlega blöskrað að veiða sex poka úr plasti utan um nammi upp úr páskaeggi sínu. „Maður hélt kannski að hér væri fólk að vakna til meðvitundar varðandi umbúðafarganið hér þá virðist fara vaxandi,“ segir Andrés. „Ef menn horfa á þetta í víðara samhengi varðandi hvernig uppsöfnun á plasti er að verða í lífkeðjunni, bæði á sjó og landi þá er það fáranleg stefna að framleiðendur séu ekki orðnir meðvitaðri en þetta.“Gríðarlegt magn af plasti losað út í umhverfið á ári hverju Samkvæmt skýrslu sem Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) gaf út fyrr á árinu er gríðarlegt magn af plasti losað út í umhverfið á hverju ári. Áætlað er að um 8 milljón tonn af plasti endi í sjónum á hverju ári. Það jafngildir því að heilum ruslabíl af plasti sé sturtað út í sjóinn á mínútu fresti. Áætlað er nú að um 150 milljón tonn af plasti séu í sjónum og er það ein helsta niðurstaða skýrslunnar að árið 2050 verði meira magn af plasti í sjónum heldur en af fiski. Það getur tekið hundruð ár fyrir plast til þess að brotna niður í umhverfinu.Talið er að magn plasts í sjónum muni aukast til muna á næstu árum verði ekkert að gert.Vísir/GettyTil þess að stemma stigu við þetta hafa sprottið upp hreyfingar, meðal annars Bylting gegn umbúðum hér á landi, þar sem reynt er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun, það sé óþarfi að pakka öllu inn í plast. Víða erlendis tíðkast það að búðir bjóða upp á það að viðskiptavinir geti losað sig við óþarfa umbúðir og hefur myndast vísir af því hér á landi.Plastið hverfur ekki á næstunni en stefnt að því að minnka notkun þess Auðjón Guðmundsson, markaðsstjóri hjá Nóa-Síríus segir að ástæðan fyrir öllu þessu plasti utan um nammið í páskaeggjunum sé í raun einföld. „Ástæðan fyrir að sumar vörur eru settar í plast inn í eggjunum er sú að það er verið að verja þær eða aðrar vörur, það getur verið smitun á milli, sérstaklega í bragði,“ segir Auðjón. Hann segir þó að það sé stefna fyrirtækisins að minnka notkun á plasti og fyrirtækið hafi nú þegar tekið skref í þá átt. „Við vorum með egg í plastbökkum þar sem við minnkuðum plastbakkana og hættum svo síðar að nota þá og færðum okkur yfir í hefðbundna eggjabakka úr pappa. Lítil páskaegg í lausu voru einnig í plastbökkum og við erum hættir að nota þá,“ segir Auðjón.Sjá einnig: Gísli Marteinn skilur umbúðir eftir í búðumAðspurður að því hvort að það kæmi til greina að nota aðra tegund af umbúðum, jafnvel einhverjar sem brotni niður í náttúrunni á fljótari hátt en plastið, segir Auðjón að þróunin í umbúðum sé hröð en tryggja verði þó gæði þess sem umbúðirnar eigi að fara utan um. „Þetta eru viðkvæmar vörur og við verðum þá að vera öruggir með það sem er inn í egginu þannig að það sé ekki að brotna niður þar inni,“ segir Auðjón. „Það eru að verða miklar framfarir hvað varðar umbúðir, gerð þeirra og endurvinnslu og það er eitthvað sem við fylgjumst með.“ Hann segir að fyrirtækið stefni að því að minnka umhverfisspor sitt og mögulega sé hægt að skoða betur hvaða vörur fari inn í páskaeggin þannig að ekki sé jafn mikil þörf á plastinu og nú. Eitthvað sé þó í það að páskaeggjanamminu verði ekki lengur pakkað í plast. „Það er hagur okkur að gera hlutina á umhverfisvænan hátt ef við finnum góðar lausnir,“ segir Auðjón. „Ég get hinsvegar ekki lofaði því að við losnum við plastið alveg, í það minnsta ekki í einu skrefi.“
Páskar Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira