Michelle Rodriguez á 320 km hraða í Nevada Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 14:29 Frægasta kvenpersóna Fast & Furious myndanna er þokkadísin Michelle Rodriguez, en nú er einmitt verið að mynda áttundu slíka myndina hér á landi með þátttöku hennar. Um daginn nýtti Jaguar sér frægð hennar til auglýsinga og lét hana aka Jaguar F-TYPE SVR, hraðskreiðasta framleiðslubíl Jaguar til þessa, í eyðimörkinni í Nevada. Þar má finna þráðbeina rennislétta vegi sem tilvalið er að nota ef aka skal á 320 km hraða, eða 200 mílur. Það er einmitt það sem Michelle gerði og hafði hún aðstoðarmann frá Jaguar sér við hlið. Og þá er líka vissara að fá veginum lokað fyrir annarri umferð, sem einmitt var gert. Michelle hafði aldrei áður ekið svo hratt á bíl þó svo oft sé greitt farið við tökur Fast & Furious myndunum. Sjá má akstur þokkadísarinnar hér að ofan og ekki síst gleði hennar eftirá við að ná þessum mikla hraða. Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent
Frægasta kvenpersóna Fast & Furious myndanna er þokkadísin Michelle Rodriguez, en nú er einmitt verið að mynda áttundu slíka myndina hér á landi með þátttöku hennar. Um daginn nýtti Jaguar sér frægð hennar til auglýsinga og lét hana aka Jaguar F-TYPE SVR, hraðskreiðasta framleiðslubíl Jaguar til þessa, í eyðimörkinni í Nevada. Þar má finna þráðbeina rennislétta vegi sem tilvalið er að nota ef aka skal á 320 km hraða, eða 200 mílur. Það er einmitt það sem Michelle gerði og hafði hún aðstoðarmann frá Jaguar sér við hlið. Og þá er líka vissara að fá veginum lokað fyrir annarri umferð, sem einmitt var gert. Michelle hafði aldrei áður ekið svo hratt á bíl þó svo oft sé greitt farið við tökur Fast & Furious myndunum. Sjá má akstur þokkadísarinnar hér að ofan og ekki síst gleði hennar eftirá við að ná þessum mikla hraða.
Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent