Hinn drungalegi Ben Rothwell Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. apríl 2016 13:00 Ben Rothwell í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld berst hinn afar sérstaki Ben Rothwell sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum. Takist honum að sigra Junior dos Santos í kvöld fer hann langa leið með að tryggja sér titilbardaga. Ben Rothwell hefur óvænt sigrað fjóra bardaga í röð í þungavigtinni. Það er sjaldséð að sjá svo langar sigurgöngur í þungavigt UFC og fimm sigrar í röð ættu að gefa titilbardaga. Áður en sigurgangan hófst hafði honum aldrei tekist að vinna tvo bardaga í röð í UFC. Það var ekki fyrr en hann rotaði Alistair Overeem afar óvænt sem hjólin fóru að snúast. Síðast varð hann fyrsti maðurinn til að klára Josh Barnett með uppgjafartaki sem er hans stærsti sigur á ferlinum. Ben Rothwell hefur alltaf verið óvenjulegur maður. Stór, sköllóttur og með kafloðið bakið lítur hann út eins og drungalegi maðurinn í hryllingsmynd sem alla grunar um að sé morðinginn. Þegar betur er að gáð er þessi drungalegi maður sá vinalegasti og gæti staðið uppi sem hetjan í lokin. Eftir sigur hans á Matt Mitrione í fyrra átti hann eitt eftirminnilegasta og vandræðalegasta viðtal í manna minnum. Menn fóru að taka eftir honum og Rothwell fékk stærri bardaga og var meira í sviðsljósinu en áður. Það má samt ekki gleyma því að Rothwell á langan feril að baki, 20 rothögg og 13 sigra eftir uppgjafartök sem verður að teljast ansi gott. Þrátt fyrir ferilinn langa er óhætt að fullyrða að bardaginn í kvöld gegn fyrrum þungavigtarmeistaranum Junior dos Santos er hans stærsti á ferlinum. Bardagakvöldið hefst kl 18 í kvöld á Stöð 2 Sport 3 og verða sex bardagar á dagskrá. MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Í kvöld berst hinn afar sérstaki Ben Rothwell sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum. Takist honum að sigra Junior dos Santos í kvöld fer hann langa leið með að tryggja sér titilbardaga. Ben Rothwell hefur óvænt sigrað fjóra bardaga í röð í þungavigtinni. Það er sjaldséð að sjá svo langar sigurgöngur í þungavigt UFC og fimm sigrar í röð ættu að gefa titilbardaga. Áður en sigurgangan hófst hafði honum aldrei tekist að vinna tvo bardaga í röð í UFC. Það var ekki fyrr en hann rotaði Alistair Overeem afar óvænt sem hjólin fóru að snúast. Síðast varð hann fyrsti maðurinn til að klára Josh Barnett með uppgjafartaki sem er hans stærsti sigur á ferlinum. Ben Rothwell hefur alltaf verið óvenjulegur maður. Stór, sköllóttur og með kafloðið bakið lítur hann út eins og drungalegi maðurinn í hryllingsmynd sem alla grunar um að sé morðinginn. Þegar betur er að gáð er þessi drungalegi maður sá vinalegasti og gæti staðið uppi sem hetjan í lokin. Eftir sigur hans á Matt Mitrione í fyrra átti hann eitt eftirminnilegasta og vandræðalegasta viðtal í manna minnum. Menn fóru að taka eftir honum og Rothwell fékk stærri bardaga og var meira í sviðsljósinu en áður. Það má samt ekki gleyma því að Rothwell á langan feril að baki, 20 rothögg og 13 sigra eftir uppgjafartök sem verður að teljast ansi gott. Þrátt fyrir ferilinn langa er óhætt að fullyrða að bardaginn í kvöld gegn fyrrum þungavigtarmeistaranum Junior dos Santos er hans stærsti á ferlinum. Bardagakvöldið hefst kl 18 í kvöld á Stöð 2 Sport 3 og verða sex bardagar á dagskrá.
MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira