Rosberg: Ræsingin var lykillinn að þessu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. apríl 2016 00:00 Nico Rosberg fagnaði gríðarlega enda búinn að vinna fimm keppnir í röð. Vísir/Getty Nico Rosberg kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum. Formúlu 1 keppnin í Bahrein var spennandi frá upphafi til enda. Það var mikið um fram úr akstur en Rosberg var ekki ógnað af viti. Hver sagði hvað eftir keppnina? Rosberg vann sína 16. keppni á ferlinum í dag, sína fimmtu í röð og aðra í röð á tímabilinu. Hann leiddi örugglega eftir slaka ræsingu liðsfélaga síns, Lewis Hamilton. Rosberg er núna 17 stigum á undan Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Það hefur enginn annar unnið Formúlu 1 keppni, síðan í Austin Texas í fyrra þegar Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn. „[Valtteri] Bottas var um að kenna, hann bremsaði allt of seint og lenti á miðjum bíl Hamiltons sem gat ekkert gert,“ sagði Niki Lauda sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins um árekstur Hamilton og Bottas í fyrstu beygju. „Ræsingin var lykillinn að þessu. Það var frábært að ná öðrum sigri. Við náðum að stjórna keppninni,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Ég átti slaka ræsingu, við vorum þó fljótlega rétt á eftir Nico. Það var lítið sem ég gat gert eftir það. Það er leiðinlegt að hinn bíllinn hafi ekki náð að klára en þetta er eins gott og við gátum í dag,“ sagði Kimi Raikkonen á verðlaunapallinum. „Báðar ræsingarnar voru slæmar, bæði hér og í Ástralíu. Þær eru þó ekki tengdar. Bíllinn var skaddaður og ég gat því ekki haldið í við Kimi,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum.Stoffel Vandoorne kom inn til að aka bíl Fernando Alonso og stóð sig mjög vel. Hann náði í stig fyrir McLaren liðið með frábærum akstri.Vísir/Getty„Ég reyndi að njóta helgarinnar frá upphafi til enda. Ég vissi að ég gæti þetta, ég vildi bara passa að gera engin mistök og það tókst. Keppnin var skemmtileg og fyrsti hringurinn var svakalegur. Bíllinn var góður í dag. Það voru kannski smá tækifæri til að ná í fleiri stig en það kemur með meiri reynslu,“ sagði Stoffel Vandoorne sem varð 10. á McLaren bílnum í fjarrveru Fernando Alonso. „Ræsingin var áhugaverð, ég kom ekki hratt inn í fyrstu beygju. Framvængurinn varð fyrir tjóni í fyrstu beygjunni og ég var hræddur um að ég þyrfti að koma inn til að skipta um væng en við létum þetta sleppa,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull bílnum. „Ræsingin virkaði ekki fullkomlega fyrir Kimi [Raikkonen]. Hann sagðist ekki hafa náð fullkominni ræsingu,“ sagði Jock Clear, verkfræðingur Ferrari liðsins. „Það er margt sem við getum bætt, við verðum að halda fótunum á jörðinni en þessi keppni var klikkuð. Það var ótrúlegt að berjast við Williams, Red Bull og Toro Rosso. Keppnisáætlunin virkaði vel. Ég er mjög ánægður með bílinn og hann hentar mér og ég treysti honum,“ sagði Romain Grosjean sem varð fimmti á Haas bílnum. Grosjean sagði að liðið væri að upplifa ameríska drauminn. „Við vorum að reyna að hanga lengur á dekkjunum en aðrir þannig að þetta leit ekki fallega út í byrjun. Þetta var góð endurheimt frá því í gær,“ sagði Daniil Kvyat sem ræsti 15. á Red Bull bílnum en endaði í sjöunda sæti.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort sem sýnir öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Keyrði á heimsmeistarann | Sjáðu hvernig Barein-kappaksturinn byrjaði Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna, var á ráspól í Barein-kappakstrinum en lenti í óhappi eftir aðeins nokkrar sekúndur eftir ræsinguna. 3. apríl 2016 16:43 Lewis Hamilton náði ráspól í Bahrein Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 2. apríl 2016 15:47 Nico Rosberg fljótastur á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á föstudagsæfingum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram í Bahrein um helgina. 1. apríl 2016 20:30 Nico Rosberg vann í Bahrein Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Lewis Hamitlon varð þriðji á Mercedes. 3. apríl 2016 16:23 Hamilton: Ég náði hring þegar ég þurfti að virkilega að ná honum Lewis Hamilton náði öðrum ráspólnum í röð i Bahrein í dag. þetta var einnig hans annar í Bahrein og hans 51. á Formúlu 1 ferlinum. Hringurinn var einnig sá fljótasti í sögunni á Bahrein brautinni. 3. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nico Rosberg kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum. Formúlu 1 keppnin í Bahrein var spennandi frá upphafi til enda. Það var mikið um fram úr akstur en Rosberg var ekki ógnað af viti. Hver sagði hvað eftir keppnina? Rosberg vann sína 16. keppni á ferlinum í dag, sína fimmtu í röð og aðra í röð á tímabilinu. Hann leiddi örugglega eftir slaka ræsingu liðsfélaga síns, Lewis Hamilton. Rosberg er núna 17 stigum á undan Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Það hefur enginn annar unnið Formúlu 1 keppni, síðan í Austin Texas í fyrra þegar Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn. „[Valtteri] Bottas var um að kenna, hann bremsaði allt of seint og lenti á miðjum bíl Hamiltons sem gat ekkert gert,“ sagði Niki Lauda sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins um árekstur Hamilton og Bottas í fyrstu beygju. „Ræsingin var lykillinn að þessu. Það var frábært að ná öðrum sigri. Við náðum að stjórna keppninni,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Ég átti slaka ræsingu, við vorum þó fljótlega rétt á eftir Nico. Það var lítið sem ég gat gert eftir það. Það er leiðinlegt að hinn bíllinn hafi ekki náð að klára en þetta er eins gott og við gátum í dag,“ sagði Kimi Raikkonen á verðlaunapallinum. „Báðar ræsingarnar voru slæmar, bæði hér og í Ástralíu. Þær eru þó ekki tengdar. Bíllinn var skaddaður og ég gat því ekki haldið í við Kimi,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum.Stoffel Vandoorne kom inn til að aka bíl Fernando Alonso og stóð sig mjög vel. Hann náði í stig fyrir McLaren liðið með frábærum akstri.Vísir/Getty„Ég reyndi að njóta helgarinnar frá upphafi til enda. Ég vissi að ég gæti þetta, ég vildi bara passa að gera engin mistök og það tókst. Keppnin var skemmtileg og fyrsti hringurinn var svakalegur. Bíllinn var góður í dag. Það voru kannski smá tækifæri til að ná í fleiri stig en það kemur með meiri reynslu,“ sagði Stoffel Vandoorne sem varð 10. á McLaren bílnum í fjarrveru Fernando Alonso. „Ræsingin var áhugaverð, ég kom ekki hratt inn í fyrstu beygju. Framvængurinn varð fyrir tjóni í fyrstu beygjunni og ég var hræddur um að ég þyrfti að koma inn til að skipta um væng en við létum þetta sleppa,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull bílnum. „Ræsingin virkaði ekki fullkomlega fyrir Kimi [Raikkonen]. Hann sagðist ekki hafa náð fullkominni ræsingu,“ sagði Jock Clear, verkfræðingur Ferrari liðsins. „Það er margt sem við getum bætt, við verðum að halda fótunum á jörðinni en þessi keppni var klikkuð. Það var ótrúlegt að berjast við Williams, Red Bull og Toro Rosso. Keppnisáætlunin virkaði vel. Ég er mjög ánægður með bílinn og hann hentar mér og ég treysti honum,“ sagði Romain Grosjean sem varð fimmti á Haas bílnum. Grosjean sagði að liðið væri að upplifa ameríska drauminn. „Við vorum að reyna að hanga lengur á dekkjunum en aðrir þannig að þetta leit ekki fallega út í byrjun. Þetta var góð endurheimt frá því í gær,“ sagði Daniil Kvyat sem ræsti 15. á Red Bull bílnum en endaði í sjöunda sæti.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort sem sýnir öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Keyrði á heimsmeistarann | Sjáðu hvernig Barein-kappaksturinn byrjaði Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna, var á ráspól í Barein-kappakstrinum en lenti í óhappi eftir aðeins nokkrar sekúndur eftir ræsinguna. 3. apríl 2016 16:43 Lewis Hamilton náði ráspól í Bahrein Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 2. apríl 2016 15:47 Nico Rosberg fljótastur á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á föstudagsæfingum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram í Bahrein um helgina. 1. apríl 2016 20:30 Nico Rosberg vann í Bahrein Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Lewis Hamitlon varð þriðji á Mercedes. 3. apríl 2016 16:23 Hamilton: Ég náði hring þegar ég þurfti að virkilega að ná honum Lewis Hamilton náði öðrum ráspólnum í röð i Bahrein í dag. þetta var einnig hans annar í Bahrein og hans 51. á Formúlu 1 ferlinum. Hringurinn var einnig sá fljótasti í sögunni á Bahrein brautinni. 3. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Keyrði á heimsmeistarann | Sjáðu hvernig Barein-kappaksturinn byrjaði Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna, var á ráspól í Barein-kappakstrinum en lenti í óhappi eftir aðeins nokkrar sekúndur eftir ræsinguna. 3. apríl 2016 16:43
Lewis Hamilton náði ráspól í Bahrein Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 2. apríl 2016 15:47
Nico Rosberg fljótastur á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á föstudagsæfingum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram í Bahrein um helgina. 1. apríl 2016 20:30
Nico Rosberg vann í Bahrein Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Lewis Hamitlon varð þriðji á Mercedes. 3. apríl 2016 16:23
Hamilton: Ég náði hring þegar ég þurfti að virkilega að ná honum Lewis Hamilton náði öðrum ráspólnum í röð i Bahrein í dag. þetta var einnig hans annar í Bahrein og hans 51. á Formúlu 1 ferlinum. Hringurinn var einnig sá fljótasti í sögunni á Bahrein brautinni. 3. apríl 2016 07:00
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti