Handbolti

KA/Þór bar sigurorð á ÍR í lokaleik umferðarinnar

Karen Tinna Demian skoraði tvö mörk fyrir ÍR í leiknum.
Karen Tinna Demian skoraði tvö mörk fyrir ÍR í leiknum. Vísir/Andri Marinó
KA/Þór tók á móti ÍR í lokaleik 25. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allt til loka en svo fór að KA/Þór gat fagnað sigri í lokinn eftir sigur, 32-30.

Jafnt var með liðinum í upphafi leiks en ÍR-ingar náðu ákveðnum undirtökum undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 16-12.

ÍR hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og komst meðst í fimm marka forystu, 19-14. Eitthvað gáfu ÍR-stúlkur þó eftir því heimamenn í KA/Þór náðu að jafna í 21-21.

Lokakaflinn var svo æsispennandi en eins og fyrr segir náðu Akureyringar að knýja fram tveggja marka sigur, 32-30. Birta Fönn Sveinsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir voru atkvæðamestar heimastúlkna með 10 mörk hvor. Hjá gestunum voru þær Silja Ísberg og Sigrún Ásgrímsdóttir markahæstar með 7 mörk hvor.

KA/Þór fór með þessum sigri upp fyrir ÍR á töfluna. KA/Þór situr nú í 11. sæti með 11 stig en ÍR er í því tólfta með 10 stig.

Mörk KA/ÞÓR: Birta Fönn Sveinsdóttir 10, Arna Kristín Einarsdóttir 10, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 5, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Laufey Lára Höskuldsdóttir 2, Alda Ásdís Heimisdóttir 2.

Mörk ÍR: Silja Ísberg 7, Sigrún Ásgrímsdóttir 7, Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 6, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Hildur María Leifsdóttir 3, Karen Tinna Demian 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×