Þurfum að hjálpa þeim út úr skápnum og láta vita að þau eru ekki ein í heiminum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 16:30 Líney Rut Halldórsdóttir, formaður ÍSÍ. vísir/vilhelm Líney Rut Halldórsdóttir, formaður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fagnar þeirri umræðu sem er farin af stað um samkynhneigða íþróttamenn, en vefurinn gayiceland.is hefur opnað verulega á umræðuna með viðtölum við leikmenn og þjálfara. Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Gróttu í Olís-deild kvenna, kom út úr skápnum 26 ára gamall sem leikmaður en mun sjaldgæfara er að karlmenn í íþróttum komi út úr skápnum. Aðeins eru sárafá dæmi um slíkt. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur,“ sagði Kári í viðtali við Akraborgina fyrr í vikunni.Kári Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu.Vísir/ErnirLeggjumst á eitt Kári hefur rætt við ÍSÍ sem hefur sett af stað átak um fræðslu í þessum málum í samstarfi við íþróttafélagið Styrmi og fleiri sem koma að málinu. „Það er ekki hægt að segja að við höfum ekkert gert en við getum klárlega gert meira og staðið okkur betur,“ sagði Líney Rut í Akraborginni á X977 í dag. „Við höfum verið með þetta á borði hjá okkur í smá tíma og reynt að finna leiðir til að gera eitthvað. Það er ekki nóg að gefa út einn bækling. Frá því þessi umræða hófst núna erum við búin að hafa samband við samtökin og við fengum samtal við formann íþróttafélagsins Styrmis.“ „Við ætlum að leggjast öll á eitt og finna leið til að kveða niður þessa fordóma og líka bara að hjálpa til við þessa orðræðu. Þetta er ekkert einskorðað við íþróttahreyfinguna. Almennt þarf bara að breyta því hvernig orðræðan er í dag,“ sagði Líney.Guðjón Valur talaði hreint út í flottu viðtali.mynd/instagramEfla fræðslu Líney segir að fjölmiðlar geti gert mikið til að hjálpa til og bendir hún á viðtalið við Kára og svo annað mjög áhugavert viðtal við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða karlalandsliðsins í handbolta, sem má finna hér. „Þetta hjálpar til að opna og sýna þeim sem ekki eru komnir út úr skápnum að þeir eru ekki einir í heiminum,“ segir Líney Rut. „Það eru kannski minni fordómar en viðkomandi heldur að séu til staðar. Ég heyrði bara á Kára að þegar hann loksins tók þetta skref var það minna mál en hann sjálfur hélt. Vonandi er það þannig allsstaðar,“ en hvað ætlar ÍSÍ að gera? „Við þurfum að hjálpa til að fræða þjálfara og stjórnendur í félögum enn betur um hvernig er hægt að taka á málum og hvernig þeir geta verið betur í stakk búnir og taka á orðbragði sem getur verið meiðandi.“ „Við viljum efla þessa fræðslu innan þjálfaramenntunar okkar. Þar getum við klárlega komið inn efni til að uppfræða og hjálpa til því oft á tíðum er þetta bara fáfræði,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Guðjón Valur: Er ekki svo einfaldur að halda hommar hafi ekki áhuga á íþróttum Fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta vill að þjálfarar verði fræddir um samkynhneigð til að taka á málum leikmaður kemur út úr skápnum. 31. mars 2016 12:30 Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Fjöldi íþróttamanna í skápnum Kári Garðarsson þjálfari skorar á ÍSÍ að ræða opinskátt málefni samkynhneigðra. 29. mars 2016 14:02 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Líney Rut Halldórsdóttir, formaður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fagnar þeirri umræðu sem er farin af stað um samkynhneigða íþróttamenn, en vefurinn gayiceland.is hefur opnað verulega á umræðuna með viðtölum við leikmenn og þjálfara. Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Gróttu í Olís-deild kvenna, kom út úr skápnum 26 ára gamall sem leikmaður en mun sjaldgæfara er að karlmenn í íþróttum komi út úr skápnum. Aðeins eru sárafá dæmi um slíkt. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur,“ sagði Kári í viðtali við Akraborgina fyrr í vikunni.Kári Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu.Vísir/ErnirLeggjumst á eitt Kári hefur rætt við ÍSÍ sem hefur sett af stað átak um fræðslu í þessum málum í samstarfi við íþróttafélagið Styrmi og fleiri sem koma að málinu. „Það er ekki hægt að segja að við höfum ekkert gert en við getum klárlega gert meira og staðið okkur betur,“ sagði Líney Rut í Akraborginni á X977 í dag. „Við höfum verið með þetta á borði hjá okkur í smá tíma og reynt að finna leiðir til að gera eitthvað. Það er ekki nóg að gefa út einn bækling. Frá því þessi umræða hófst núna erum við búin að hafa samband við samtökin og við fengum samtal við formann íþróttafélagsins Styrmis.“ „Við ætlum að leggjast öll á eitt og finna leið til að kveða niður þessa fordóma og líka bara að hjálpa til við þessa orðræðu. Þetta er ekkert einskorðað við íþróttahreyfinguna. Almennt þarf bara að breyta því hvernig orðræðan er í dag,“ sagði Líney.Guðjón Valur talaði hreint út í flottu viðtali.mynd/instagramEfla fræðslu Líney segir að fjölmiðlar geti gert mikið til að hjálpa til og bendir hún á viðtalið við Kára og svo annað mjög áhugavert viðtal við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða karlalandsliðsins í handbolta, sem má finna hér. „Þetta hjálpar til að opna og sýna þeim sem ekki eru komnir út úr skápnum að þeir eru ekki einir í heiminum,“ segir Líney Rut. „Það eru kannski minni fordómar en viðkomandi heldur að séu til staðar. Ég heyrði bara á Kára að þegar hann loksins tók þetta skref var það minna mál en hann sjálfur hélt. Vonandi er það þannig allsstaðar,“ en hvað ætlar ÍSÍ að gera? „Við þurfum að hjálpa til að fræða þjálfara og stjórnendur í félögum enn betur um hvernig er hægt að taka á málum og hvernig þeir geta verið betur í stakk búnir og taka á orðbragði sem getur verið meiðandi.“ „Við viljum efla þessa fræðslu innan þjálfaramenntunar okkar. Þar getum við klárlega komið inn efni til að uppfræða og hjálpa til því oft á tíðum er þetta bara fáfræði,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Guðjón Valur: Er ekki svo einfaldur að halda hommar hafi ekki áhuga á íþróttum Fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta vill að þjálfarar verði fræddir um samkynhneigð til að taka á málum leikmaður kemur út úr skápnum. 31. mars 2016 12:30 Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Fjöldi íþróttamanna í skápnum Kári Garðarsson þjálfari skorar á ÍSÍ að ræða opinskátt málefni samkynhneigðra. 29. mars 2016 14:02 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Guðjón Valur: Er ekki svo einfaldur að halda hommar hafi ekki áhuga á íþróttum Fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta vill að þjálfarar verði fræddir um samkynhneigð til að taka á málum leikmaður kemur út úr skápnum. 31. mars 2016 12:30
Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30
Fjöldi íþróttamanna í skápnum Kári Garðarsson þjálfari skorar á ÍSÍ að ræða opinskátt málefni samkynhneigðra. 29. mars 2016 14:02