Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2016 18:04 Kim og Kanye á veitingastaðnum í Friðheimum. Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West komu til Íslands í morgun með flugi Icelandair frá New York. Af flugvellinum fóru þau á 101 hótel en í eftirmiðdaginn héldu þau út á land. Það varð uppi fótur og fit þegar þau komu út af hótelinu þar sem fjöldi manns hafði safnast saman fyrir framan það en úr miðbæ Reykjavíkur héldu hjónin á Friðheima, skammt frá Selfossi, áður en þau fóru að skoða Gullfoss og Geysi. Kimye og fylgdarlið þeirra greindu skilmerkilega frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum og fylgdist Vísir með eins og sjá má hér að neðan. Uppfært klukkan 19:51: Ferðalangarnir frægu eru greinilega að fara Gullna hringinn, líkt og flestir ferðamenn gera sem koma hingað til lands. Fyrir skömmu birtu þær Kim og Kourtney myndir og myndbönd frá Gullfossi og virtist Kim yfir sig hrifin þegar hún hrópaði upp yfir sig "This is gorgeous!" Uppfært klukkan 19:23: Kimye og föruneyti fóru frá Friðheimum að Geysi í Haukadal. Þar freista þau þess að sjá Strokk gjósa en af Snapchat að dæma virðist þeim vera nokkuð kalt enda er veðrið í dag ekki með besta móti, mjög hvasst og kalt. ICELAND pic.twitter.com/5SHEMR6DoY— Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) April 17, 2016 Kourtney, Simon, Jonathan and Nicole at the Gullfoss Waterfall in Iceland today pic.twitter.com/S8IsjifuWe— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Kourtney and Jonathan in Iceland#Geyser pic.twitter.com/BWWmhSnf6j— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Uppfært klukkan 18:50: Kanye og Kim virðast hafa kunnað vel við sig á Friðheimum þar sem þau gæddu sér ekki bara á tómatsúpu heldur einnig á tómataís, tómatakaffi, tómataböku og tómataostaköku. Þau eru nú farin frá Friðheimum samkvæmt Snapchat en ekki liggur fyrir hvert þau fara næst.Kanye at Friðheimar tomato farm in Icelandpic.twitter.com/NcuV1PMdhz— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. Bæði Kim og Jonathan Cheban, vinur þeirra, hafa birt myndir og myndbönd á samfélagsmiðlinum af sér í Friðheimum. Jonathan er með þeim hér auk Kourtney, systur Kim. Friðheimar eru skammt frá Selfossi en þar er bæði gróðurhús þar sem ræktaðir eru tómatar og veitingastaður. Á Snapchat Kim sést hún einmitt bragða sér á tómatsúpu á veitingastaðnum en þegar Vísir hafði samband við Friðheima vildi sá sem svaraði í símann ekkert segja um heimsókn stjarnanna. Þau Kim og Kanye eru óumdeilanlega einir frægustu einstaklingar og hjón heims. Greint var frá því fyrir nokkrum vikum að þau væru væntanleg til landsins en upphaflega þurfti að fresta ferð þeirra vegna veðurs. Vísir hvetur lesendur til að senda myndir af skötuhjúunum og fylgdarliði í gegnum Facebook-síðu Vísis eða á netfangið ritstjorn@visir.is.Kim posted a video with Kanye and Jonathan on Snapchat#Iceland pic.twitter.com/mnOJsL8gwO— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Kim og Kanye eru komin Skötuhjúin lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun. 17. apríl 2016 09:16 Kim og Kanye dvelja á 101 Stoppuðu stutt við og eru farin út úr húsi. 17. apríl 2016 16:30 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West komu til Íslands í morgun með flugi Icelandair frá New York. Af flugvellinum fóru þau á 101 hótel en í eftirmiðdaginn héldu þau út á land. Það varð uppi fótur og fit þegar þau komu út af hótelinu þar sem fjöldi manns hafði safnast saman fyrir framan það en úr miðbæ Reykjavíkur héldu hjónin á Friðheima, skammt frá Selfossi, áður en þau fóru að skoða Gullfoss og Geysi. Kimye og fylgdarlið þeirra greindu skilmerkilega frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum og fylgdist Vísir með eins og sjá má hér að neðan. Uppfært klukkan 19:51: Ferðalangarnir frægu eru greinilega að fara Gullna hringinn, líkt og flestir ferðamenn gera sem koma hingað til lands. Fyrir skömmu birtu þær Kim og Kourtney myndir og myndbönd frá Gullfossi og virtist Kim yfir sig hrifin þegar hún hrópaði upp yfir sig "This is gorgeous!" Uppfært klukkan 19:23: Kimye og föruneyti fóru frá Friðheimum að Geysi í Haukadal. Þar freista þau þess að sjá Strokk gjósa en af Snapchat að dæma virðist þeim vera nokkuð kalt enda er veðrið í dag ekki með besta móti, mjög hvasst og kalt. ICELAND pic.twitter.com/5SHEMR6DoY— Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) April 17, 2016 Kourtney, Simon, Jonathan and Nicole at the Gullfoss Waterfall in Iceland today pic.twitter.com/S8IsjifuWe— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Kourtney and Jonathan in Iceland#Geyser pic.twitter.com/BWWmhSnf6j— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Uppfært klukkan 18:50: Kanye og Kim virðast hafa kunnað vel við sig á Friðheimum þar sem þau gæddu sér ekki bara á tómatsúpu heldur einnig á tómataís, tómatakaffi, tómataböku og tómataostaköku. Þau eru nú farin frá Friðheimum samkvæmt Snapchat en ekki liggur fyrir hvert þau fara næst.Kanye at Friðheimar tomato farm in Icelandpic.twitter.com/NcuV1PMdhz— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. Bæði Kim og Jonathan Cheban, vinur þeirra, hafa birt myndir og myndbönd á samfélagsmiðlinum af sér í Friðheimum. Jonathan er með þeim hér auk Kourtney, systur Kim. Friðheimar eru skammt frá Selfossi en þar er bæði gróðurhús þar sem ræktaðir eru tómatar og veitingastaður. Á Snapchat Kim sést hún einmitt bragða sér á tómatsúpu á veitingastaðnum en þegar Vísir hafði samband við Friðheima vildi sá sem svaraði í símann ekkert segja um heimsókn stjarnanna. Þau Kim og Kanye eru óumdeilanlega einir frægustu einstaklingar og hjón heims. Greint var frá því fyrir nokkrum vikum að þau væru væntanleg til landsins en upphaflega þurfti að fresta ferð þeirra vegna veðurs. Vísir hvetur lesendur til að senda myndir af skötuhjúunum og fylgdarliði í gegnum Facebook-síðu Vísis eða á netfangið ritstjorn@visir.is.Kim posted a video with Kanye and Jonathan on Snapchat#Iceland pic.twitter.com/mnOJsL8gwO— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Kim og Kanye eru komin Skötuhjúin lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun. 17. apríl 2016 09:16 Kim og Kanye dvelja á 101 Stoppuðu stutt við og eru farin út úr húsi. 17. apríl 2016 16:30 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira