Felipe Massa á Williams sprengdi dekk eftir 20 mínútur og rauðum flöggum var veifað. Eftir skamma stund var brautin opnuð aftur. Massa sprengdi annað dekk fljótlega eftir að brautin opnaði.
Kevin Magnussen hjá Renault var annar ökumaðurinn til að sprengja dekk, það gerðist þó á meiri hraða. Hann var á meiri hraða en Massa. Hann skemmdi afturfjöðrun á bílnum.
Fernando Alonso hafði fengið skilyrt keppnisleyfi frá læknum keppninnar. Alonso fékk ekki keppnisheimild fyrir síðustu keppni í Bahrein vegna áverka sem hann hlaut í árekstri í Ástralíu. Eftir nánari skoðun hefur Alonso nú fengið keppnisleyfi fyrir keppnina í Kína.
Rosberg lenti í vélavandræðum undir lok æfingarinnar og Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna og liðsfélagi Rosberg snéri bílnum tvisvar í sömu beygjunni.
Seinni æfingin var hraðari, Ferrari náði fyrsta og öðru sæti. Sebastian Vettel varð annar. Mercedes fylgdi fast á eftir og Rosberg og Hamilton voru í þriðja og fjórða sæti. Það munaði minna en hálfri sekúndu á Raikkonen í fyrsta sæti og Hamilton í fjórða. Tímatakan á morgun verður því spennandi.
Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 6:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og svo frá keppninni klukkan 5:30 á sunnudagsmorgun.
Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum úrslitum helgarinnar.