„Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 14:28 "Hið rétta er að Sigurmar eða við hjónin áttum aldrei krónu í þessu félagi. Það var skráð á Íslandi meðan hann var í stjórn þess,“ segir Álfheiður. Vísir/Valli Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, segir ekkert fjær sanni en að hún og eiginmaður hennar eigi eða hafi átt félag á Tortóla. Vísar hún til fréttar í viðskiptahluta Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er að Sigurmar hafi verið forsvarsmaður félagsins Sýreyjar þegar það var skráð á Tortóla. Álfheiður telur að verið sé að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa með umfjölluninni. Í umfjöllun Morgunblaðsins um Mossack Fonseca og hlutabréfakaup, sem birt er að hluta á Mbl.is, er fjallað um félagið Sýrey sem Sigurmar K. Albertsson, eiginmaður Álfheiðar, stofnaði í ágúst 2005. Vísað er í ársreikinga Sýreyjar frá 2005-2014 þar sem fram komi að Sýrey hafi verið í eigu Holt Investment Group Ltd. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang Mossack Fonseca á Tortóla.Sigurmar fullyrðir í samtali við Eyjuna að hann hafi aldrei átt félög á aflandseyjum eða haft aðkomu að þeim. Álfheiður segir Sigurmar hafa komið að stofnun Sýreyjar fyrir Kaupþing en Sigurmar er Hæstaréttarlögmaður. Sigurmar hafi tekið sæti í stjórninni ásamt Eggerti Hilmarssyni, starfsmanni Kaupþings. Endurskoðendur voru Ernest og Young. „Félagið var stofnað fyrir Kaupþing í þeim tilgangi að ganga frá uppgjöri á skuldum tiltekins manns við bankann. Því verki lauk Sigurmar og 10. febrúar 2006 var haldinn fundur í félaginu, Sigurmar fer úr stjórn og skipt er um endurskoðendur.“ Síðan hafi Sigurmar engin afskipti haft af félaginu eða Holts Investment. Félagið Sýrey hafi verið skráð á Íslandi á meðan Sigurmar sat í stjórn þess. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum.“Uppfært klukkan 15:38: Sigurmar K. Albertsson, hæstaréttarlögmaður, sendi rétt í þessu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar dagsins:Í starfi mínu sem lögmaður hef ég á undanförnum árum stofnað mörg félög fyrir umbjóðendur mína í margvíslegum tilgangi. Ekkert þeirra hefur verið stofnað á erlendri grundu og ennþá síður í þeim tilgangi að koma verðmætum í skattaskjól eða annað í þeim dúr. Í sumum tilfellum hef ég setið sem lögmaður í stjórn þessara félaga, stundum í einn sólarhring og stundum lengur en ávallt til þess eins að brúa bil þar til eigendur félaganna taka við stjórnartaumum. Í því tilfelli sem gert hefur verið að umfjöllunarefni í dag vil ég taka það fram að félagið Sýrey ehf. var stofnað í ágúst árið 2005, fyrst með heimilisfesti á skrifstofu minni í Reykjavík og síðar að Bíldshöfða 14. Ég sat ég í stjórn þess um sex mánaða skeið eða til 10. febrúar árið 2006. Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum. Panama-skjölin Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Sjá meira
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, segir ekkert fjær sanni en að hún og eiginmaður hennar eigi eða hafi átt félag á Tortóla. Vísar hún til fréttar í viðskiptahluta Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er að Sigurmar hafi verið forsvarsmaður félagsins Sýreyjar þegar það var skráð á Tortóla. Álfheiður telur að verið sé að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa með umfjölluninni. Í umfjöllun Morgunblaðsins um Mossack Fonseca og hlutabréfakaup, sem birt er að hluta á Mbl.is, er fjallað um félagið Sýrey sem Sigurmar K. Albertsson, eiginmaður Álfheiðar, stofnaði í ágúst 2005. Vísað er í ársreikinga Sýreyjar frá 2005-2014 þar sem fram komi að Sýrey hafi verið í eigu Holt Investment Group Ltd. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang Mossack Fonseca á Tortóla.Sigurmar fullyrðir í samtali við Eyjuna að hann hafi aldrei átt félög á aflandseyjum eða haft aðkomu að þeim. Álfheiður segir Sigurmar hafa komið að stofnun Sýreyjar fyrir Kaupþing en Sigurmar er Hæstaréttarlögmaður. Sigurmar hafi tekið sæti í stjórninni ásamt Eggerti Hilmarssyni, starfsmanni Kaupþings. Endurskoðendur voru Ernest og Young. „Félagið var stofnað fyrir Kaupþing í þeim tilgangi að ganga frá uppgjöri á skuldum tiltekins manns við bankann. Því verki lauk Sigurmar og 10. febrúar 2006 var haldinn fundur í félaginu, Sigurmar fer úr stjórn og skipt er um endurskoðendur.“ Síðan hafi Sigurmar engin afskipti haft af félaginu eða Holts Investment. Félagið Sýrey hafi verið skráð á Íslandi á meðan Sigurmar sat í stjórn þess. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum.“Uppfært klukkan 15:38: Sigurmar K. Albertsson, hæstaréttarlögmaður, sendi rétt í þessu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar dagsins:Í starfi mínu sem lögmaður hef ég á undanförnum árum stofnað mörg félög fyrir umbjóðendur mína í margvíslegum tilgangi. Ekkert þeirra hefur verið stofnað á erlendri grundu og ennþá síður í þeim tilgangi að koma verðmætum í skattaskjól eða annað í þeim dúr. Í sumum tilfellum hef ég setið sem lögmaður í stjórn þessara félaga, stundum í einn sólarhring og stundum lengur en ávallt til þess eins að brúa bil þar til eigendur félaganna taka við stjórnartaumum. Í því tilfelli sem gert hefur verið að umfjöllunarefni í dag vil ég taka það fram að félagið Sýrey ehf. var stofnað í ágúst árið 2005, fyrst með heimilisfesti á skrifstofu minni í Reykjavík og síðar að Bíldshöfða 14. Ég sat ég í stjórn þess um sex mánaða skeið eða til 10. febrúar árið 2006. Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum.
Panama-skjölin Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Sjá meira