Fernando Alonso fær skilyrt keppnisleyfi

Alonso mun þurfa að fara í frekari athuganir eftir fyrri föstudagsæfinguna í Kína. Þá ræðst hvort hann fær að keppa á sunnudag.
Alonso fékk ekki að taka þátt í Bahrein-kappakstrinum fyrir tveimur vikum eftir árekstur í Ástralíu.
Fái Alonso endanlegt leyfi til að keppa þá heldur hann áfram að hafa keppt í öllum kínversku keppnunum sem haldnar hafa verið í Formúlu 1. Kína kom inn á keppnisdagatalið árið 2004. Alonso hefur unnið tvisvar í Kína.
Varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne náði i fyrstu stig liðsins í ár í fjarrveru Alonso í Bahrein. Vandoorne náði 10. sæti. í keppninni.
Tengdar fréttir

Alonso fær ekki að keppa eftir áreksturinn rosalega um síðustu helgi
Fernando Alonso mun ekki keppa í Formúlu 1 keppninni í Bahrein um helgina. Hann stóðst ekki læknisskoðun í dag. Alonso lenti í svakalegum árekstri fyrir tveimur vikum í Ástralíu.

Bílskúrinn: Ameríski draumurinn rættist í Bahrein
Eftir slaka ræsingu Lewis Hamilton á Mercedes tók liðsfélagi hans Nico Rosberg forystuna í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein.

Honda einbeitir sér nú að afli í stað áreiðanleika
Japanski vélaframleiðandinn sem skaffar McLaren liðinu vélar hefur nú fært áhersluna frá áreiðanleika og yfir á að auka afl vélarinnar.

Alonso: Ég vildi aka þrátt fyrir sársaukann
Fernando Alonso er rifbeinsbrotinn eftir harðan árekstur í síðustu Formúlu 1 keppni. Hann mun þess vegna ekki taka þátt í keppninni í Bahrein um helgina.

Button notar sína aðra vél í Kína
Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein.