Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2016 15:30 Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon, athafnamaður og stofnandi Friðar 2000, hefur lokið við að safna undirskriftum fyrir fyrirhugað forsetaframboð og hyggst afhenda þær innanríkisráðuneytinu í dag en þær eru tæplega 3000 talsins. Hann segir kjörstjórn þó ekki vilja taka við undirskriftunum strax, sem hann gagnrýnir harðlega. „Ég er í þessu vandamáli að þeir eru að neita að taka við þessu. Ég er með tölvupóst frá ráðuneytinu frá því í gær, sem er mjög alvarlegt mál, og ég vil ræða stöðu framboðsins í ljósi þessa tölvupósts,“ segir Ástþór í samtali við Vísi. Þau svör hafi fengist að kjörstjórn sé ekki tilbúin til að taka við undirskriftunum strax.Sjá einnig:Sturla vill að yfirvöld taki strax við undirskriftunum „Ég hef í meira en áratug ítrekað að það er ekki í lagi að vera ekki með þetta meira tilbúið. Þeir eru búnir að vita í nærri hundrað ár að þessar kosningar verði þennan dag því þessi dagsetning er í stjórnarskránni. Það er engin afsökun fyrir því að vera ekki með kerfið tilbúið til að vinna úr þessu.“ Ástþór segist hafa lagt mikla vinnu í að safna meðmælum, en lögum samkvæmt skulu frambjóðendur skila að lágmarki 1.500 undirskriftum en að hámarki 3.000. „Þetta er náttúrulega feiknarleg vinna. Ég fór um landið og safnaði þessu og hef verið á ferðinni í bænum, ég og fólk sem hefur verið að hjálpa mér,“ segir hann og bætir við að hann hlakki mikið til að hefja kynningarstarf.Ástþór fyrir utan innanríkisráðuneytið.Vísir/VilhelmRáðist á listann Þetta er í fjórða skiptið sem Ástþór býður sig fram en framboð hans hefur í tvígang verið dæmt ógilt. Annars vegar árið 2000 þegar hann náði ekki að skila inn tilskildum fjölda meðmælenda og hins vegar árið 2012. Þá var annar maður sakaður um að hafa falsað undirskriftir. Lögreglan felldi niður málið á hendur manninum í október í fyrra. „Það var ráðist á listann og reynt að skemma framboðið – og það tókst. Þarna var raunverulega gerð árás á listana innan úr stjórnkerfi landsins og framboðið dæmt ógild. Síðan var þetta mál í rannsókn í þrjú ár þar til kallaðir voru til fleiri rithandarsérfræðingar, og niðurstaðan var sú að það var ekki hægt að sanna að undirskriftir hafi verið falsaðar, eins og verið var að væna okkur um,“ segir hann. Því hafi hann viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og safnað hámarksfjölda. Aðspurður hvort hann hafi gripið til einhverra varúðarráðstafana í ár, til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, segist hann fara sambærilegar leiðir og áður, hann vilji halda í venjurnar. „Ég hef gert þetta með sama hætti og aðrir, sem hefur verið gert í áratugi.“ Þá segist Ástþór hafa fundið fyrir miklum stuðningi að undanförnu. „Ég hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi, verulega aukningu frá því ég gaf það út að ég myndi fara fram aftur.“Uppfært klukkan 16:33Ástþór fékk ekki að skila undirskriftunum í dag en fékk þau skilaboð að það gæti hann gert eftir tíu daga eða svo, líkt og Sturla Jónsson. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíði 13. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ástþór Magnússon, athafnamaður og stofnandi Friðar 2000, hefur lokið við að safna undirskriftum fyrir fyrirhugað forsetaframboð og hyggst afhenda þær innanríkisráðuneytinu í dag en þær eru tæplega 3000 talsins. Hann segir kjörstjórn þó ekki vilja taka við undirskriftunum strax, sem hann gagnrýnir harðlega. „Ég er í þessu vandamáli að þeir eru að neita að taka við þessu. Ég er með tölvupóst frá ráðuneytinu frá því í gær, sem er mjög alvarlegt mál, og ég vil ræða stöðu framboðsins í ljósi þessa tölvupósts,“ segir Ástþór í samtali við Vísi. Þau svör hafi fengist að kjörstjórn sé ekki tilbúin til að taka við undirskriftunum strax.Sjá einnig:Sturla vill að yfirvöld taki strax við undirskriftunum „Ég hef í meira en áratug ítrekað að það er ekki í lagi að vera ekki með þetta meira tilbúið. Þeir eru búnir að vita í nærri hundrað ár að þessar kosningar verði þennan dag því þessi dagsetning er í stjórnarskránni. Það er engin afsökun fyrir því að vera ekki með kerfið tilbúið til að vinna úr þessu.“ Ástþór segist hafa lagt mikla vinnu í að safna meðmælum, en lögum samkvæmt skulu frambjóðendur skila að lágmarki 1.500 undirskriftum en að hámarki 3.000. „Þetta er náttúrulega feiknarleg vinna. Ég fór um landið og safnaði þessu og hef verið á ferðinni í bænum, ég og fólk sem hefur verið að hjálpa mér,“ segir hann og bætir við að hann hlakki mikið til að hefja kynningarstarf.Ástþór fyrir utan innanríkisráðuneytið.Vísir/VilhelmRáðist á listann Þetta er í fjórða skiptið sem Ástþór býður sig fram en framboð hans hefur í tvígang verið dæmt ógilt. Annars vegar árið 2000 þegar hann náði ekki að skila inn tilskildum fjölda meðmælenda og hins vegar árið 2012. Þá var annar maður sakaður um að hafa falsað undirskriftir. Lögreglan felldi niður málið á hendur manninum í október í fyrra. „Það var ráðist á listann og reynt að skemma framboðið – og það tókst. Þarna var raunverulega gerð árás á listana innan úr stjórnkerfi landsins og framboðið dæmt ógild. Síðan var þetta mál í rannsókn í þrjú ár þar til kallaðir voru til fleiri rithandarsérfræðingar, og niðurstaðan var sú að það var ekki hægt að sanna að undirskriftir hafi verið falsaðar, eins og verið var að væna okkur um,“ segir hann. Því hafi hann viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og safnað hámarksfjölda. Aðspurður hvort hann hafi gripið til einhverra varúðarráðstafana í ár, til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, segist hann fara sambærilegar leiðir og áður, hann vilji halda í venjurnar. „Ég hef gert þetta með sama hætti og aðrir, sem hefur verið gert í áratugi.“ Þá segist Ástþór hafa fundið fyrir miklum stuðningi að undanförnu. „Ég hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi, verulega aukningu frá því ég gaf það út að ég myndi fara fram aftur.“Uppfært klukkan 16:33Ástþór fékk ekki að skila undirskriftunum í dag en fékk þau skilaboð að það gæti hann gert eftir tíu daga eða svo, líkt og Sturla Jónsson.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíði 13. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíði 13. apríl 2016 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu