Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2016 15:30 Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon, athafnamaður og stofnandi Friðar 2000, hefur lokið við að safna undirskriftum fyrir fyrirhugað forsetaframboð og hyggst afhenda þær innanríkisráðuneytinu í dag en þær eru tæplega 3000 talsins. Hann segir kjörstjórn þó ekki vilja taka við undirskriftunum strax, sem hann gagnrýnir harðlega. „Ég er í þessu vandamáli að þeir eru að neita að taka við þessu. Ég er með tölvupóst frá ráðuneytinu frá því í gær, sem er mjög alvarlegt mál, og ég vil ræða stöðu framboðsins í ljósi þessa tölvupósts,“ segir Ástþór í samtali við Vísi. Þau svör hafi fengist að kjörstjórn sé ekki tilbúin til að taka við undirskriftunum strax.Sjá einnig:Sturla vill að yfirvöld taki strax við undirskriftunum „Ég hef í meira en áratug ítrekað að það er ekki í lagi að vera ekki með þetta meira tilbúið. Þeir eru búnir að vita í nærri hundrað ár að þessar kosningar verði þennan dag því þessi dagsetning er í stjórnarskránni. Það er engin afsökun fyrir því að vera ekki með kerfið tilbúið til að vinna úr þessu.“ Ástþór segist hafa lagt mikla vinnu í að safna meðmælum, en lögum samkvæmt skulu frambjóðendur skila að lágmarki 1.500 undirskriftum en að hámarki 3.000. „Þetta er náttúrulega feiknarleg vinna. Ég fór um landið og safnaði þessu og hef verið á ferðinni í bænum, ég og fólk sem hefur verið að hjálpa mér,“ segir hann og bætir við að hann hlakki mikið til að hefja kynningarstarf.Ástþór fyrir utan innanríkisráðuneytið.Vísir/VilhelmRáðist á listann Þetta er í fjórða skiptið sem Ástþór býður sig fram en framboð hans hefur í tvígang verið dæmt ógilt. Annars vegar árið 2000 þegar hann náði ekki að skila inn tilskildum fjölda meðmælenda og hins vegar árið 2012. Þá var annar maður sakaður um að hafa falsað undirskriftir. Lögreglan felldi niður málið á hendur manninum í október í fyrra. „Það var ráðist á listann og reynt að skemma framboðið – og það tókst. Þarna var raunverulega gerð árás á listana innan úr stjórnkerfi landsins og framboðið dæmt ógild. Síðan var þetta mál í rannsókn í þrjú ár þar til kallaðir voru til fleiri rithandarsérfræðingar, og niðurstaðan var sú að það var ekki hægt að sanna að undirskriftir hafi verið falsaðar, eins og verið var að væna okkur um,“ segir hann. Því hafi hann viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og safnað hámarksfjölda. Aðspurður hvort hann hafi gripið til einhverra varúðarráðstafana í ár, til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, segist hann fara sambærilegar leiðir og áður, hann vilji halda í venjurnar. „Ég hef gert þetta með sama hætti og aðrir, sem hefur verið gert í áratugi.“ Þá segist Ástþór hafa fundið fyrir miklum stuðningi að undanförnu. „Ég hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi, verulega aukningu frá því ég gaf það út að ég myndi fara fram aftur.“Uppfært klukkan 16:33Ástþór fékk ekki að skila undirskriftunum í dag en fékk þau skilaboð að það gæti hann gert eftir tíu daga eða svo, líkt og Sturla Jónsson. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíði 13. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ástþór Magnússon, athafnamaður og stofnandi Friðar 2000, hefur lokið við að safna undirskriftum fyrir fyrirhugað forsetaframboð og hyggst afhenda þær innanríkisráðuneytinu í dag en þær eru tæplega 3000 talsins. Hann segir kjörstjórn þó ekki vilja taka við undirskriftunum strax, sem hann gagnrýnir harðlega. „Ég er í þessu vandamáli að þeir eru að neita að taka við þessu. Ég er með tölvupóst frá ráðuneytinu frá því í gær, sem er mjög alvarlegt mál, og ég vil ræða stöðu framboðsins í ljósi þessa tölvupósts,“ segir Ástþór í samtali við Vísi. Þau svör hafi fengist að kjörstjórn sé ekki tilbúin til að taka við undirskriftunum strax.Sjá einnig:Sturla vill að yfirvöld taki strax við undirskriftunum „Ég hef í meira en áratug ítrekað að það er ekki í lagi að vera ekki með þetta meira tilbúið. Þeir eru búnir að vita í nærri hundrað ár að þessar kosningar verði þennan dag því þessi dagsetning er í stjórnarskránni. Það er engin afsökun fyrir því að vera ekki með kerfið tilbúið til að vinna úr þessu.“ Ástþór segist hafa lagt mikla vinnu í að safna meðmælum, en lögum samkvæmt skulu frambjóðendur skila að lágmarki 1.500 undirskriftum en að hámarki 3.000. „Þetta er náttúrulega feiknarleg vinna. Ég fór um landið og safnaði þessu og hef verið á ferðinni í bænum, ég og fólk sem hefur verið að hjálpa mér,“ segir hann og bætir við að hann hlakki mikið til að hefja kynningarstarf.Ástþór fyrir utan innanríkisráðuneytið.Vísir/VilhelmRáðist á listann Þetta er í fjórða skiptið sem Ástþór býður sig fram en framboð hans hefur í tvígang verið dæmt ógilt. Annars vegar árið 2000 þegar hann náði ekki að skila inn tilskildum fjölda meðmælenda og hins vegar árið 2012. Þá var annar maður sakaður um að hafa falsað undirskriftir. Lögreglan felldi niður málið á hendur manninum í október í fyrra. „Það var ráðist á listann og reynt að skemma framboðið – og það tókst. Þarna var raunverulega gerð árás á listana innan úr stjórnkerfi landsins og framboðið dæmt ógild. Síðan var þetta mál í rannsókn í þrjú ár þar til kallaðir voru til fleiri rithandarsérfræðingar, og niðurstaðan var sú að það var ekki hægt að sanna að undirskriftir hafi verið falsaðar, eins og verið var að væna okkur um,“ segir hann. Því hafi hann viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og safnað hámarksfjölda. Aðspurður hvort hann hafi gripið til einhverra varúðarráðstafana í ár, til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, segist hann fara sambærilegar leiðir og áður, hann vilji halda í venjurnar. „Ég hef gert þetta með sama hætti og aðrir, sem hefur verið gert í áratugi.“ Þá segist Ástþór hafa fundið fyrir miklum stuðningi að undanförnu. „Ég hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi, verulega aukningu frá því ég gaf það út að ég myndi fara fram aftur.“Uppfært klukkan 16:33Ástþór fékk ekki að skila undirskriftunum í dag en fékk þau skilaboð að það gæti hann gert eftir tíu daga eða svo, líkt og Sturla Jónsson.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíði 13. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíði 13. apríl 2016 07:00